Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Innanríkisráðherra styður lögreglustjóra eftir lögbrot

Ólöf Nor­dal ber fullt traust til Sig­ríð­ar Bjark­ar: „Þetta mál er óvenju­legt“

Innanríkisráðherra styður lögreglustjóra eftir lögbrot
Ber fullt traust til Sigríðar Bjarkar Ólöf Nordal innanríkisráðherra ber fullt traust til Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur þrátt fyrir að hún hafi samkvæmt úrskurði Persónuverndar brotið lög með miðlun upplýsinga um hælisleitendur. Mynd: Pressphotos

„Ég ber fullt traust til Sigríðar Bjarkar í embætti hennar sem lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.“ Þetta segir Ólöf Nordal innanríkisráðherra í skriflegu svari við fyrirspurn Stundarinnar um stöðu lögreglustjórans. 

Innan ráðuneytisins hefur verið farið yfir úrskurð Persónuverndar um miðlun upplýsinga um málefni hælisleitanda milli lögreglunnar á Suðurnesjum og ráðuneytisins. Eins og fram kom í fréttum á föstudag braut Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, 11. og 12. grein laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga þegar hún sendi Gísla Frey Valdórssyni, aðstoðarmanni Hönnu Birnu Kristjánsdóttur þáverandi innanríkisráðherra, persónuupplýsingar um málefni hælisleitandans Tony Omos. „Við munum taka til skoðunar þær ábendingar sem úrskurðurinn hefur að geyma til að tryggja sem best öryggi upplýsinga sem falla undir persónuverndarlögin. Það er sérstaklega mikilvægt þegar um er að ræða viðkvæmar persónuupplýsingar,“ segir í svari Ólafar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lekamálið

Umboðsmaður Alþingis: Borgarar verða að geta treyst því að stjórnmálamenn skipti sér ekki af lögreglurannsóknum
Fréttir

Um­boðs­mað­ur Al­þing­is: Borg­ar­ar verða að geta treyst því að stjórn­mála­menn skipti sér ekki af lög­reglu­rann­sókn­um

„Ég tel nauð­syn­legt sem um­boðs­mað­ur Al­þing­is að vera á varð­bergi um að slík þró­un verði ekki í ís­lenskri stjórn­sýslu,“ seg­ir um­boðs­mað­ur í um­fjöll­un sinni um hátt­semi Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ur í árs­skýrslu fyr­ir 2015. Af­skipti ráð­herra af störf­um lög­regl­unn­ar drógu dilk á eft­ir sér.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár