Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Aðstoðarmaður forsætisráðherra fer með rangt mál

Jó­hann­es Þór Skúla­son, að­stoð­ar­mað­ur Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar for­sæt­is­ráð­herra, full­yrð­ir að Sig­mund­ur sé eini stjórn­mála­for­ing­inn sem tal­aði um að svig­rúm myndi mynd­ast í samn­ing­um við kröfu­hafa. Full­yrð­ing­in stenst ekki skoð­un.

Aðstoðarmaður forsætisráðherra fer með rangt mál

„Í öðru lagi þarf ekki að lesa neitt eftir framsóknarmenn til að fá staðfest að Sigmundur Davíð var eini stjórnmálaforinginn sem talaði um fyrir kosningar að þetta svigrúm myndi myndast,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður forsætisráðherra, í athugasemd við skrif Gunnars Smára Egilssonar fjölmiðlamanns á Facebook. Hið rétta er að flestir þeirra flokka sem buðu fram í Alþingiskosningunum 2013 töldu að unnt væri að skapa svigrúm í glímunni við erlenda kröfuhafa. Þetta kom margsinnis fram í kosningabaráttunni. Bitist var um með hvaða hætti þetta svigrúm yrði nýtt. Villa Jóhannesar er sú sama og Þórunn Egilsdóttir og Willum Þór Þórsson gerðust sek um í grein sem birtist í Fréttablaðinu á dögunum og Stundin leiðrétti í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Gjaldeyrishöft

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár