Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Bjarni ítrekar að ekki sé tímabært að fordæma stefnu Trumps

For­sæt­is­ráð­herra leggst aft­ur gegn því að Don­ald Trump sé gagn­rýnd­ur harð­lega. Sig­ur Trumps sé „lýð­ræð­is­leg nið­ur­staða kjós­enda“ og hann láti verk­in tala.

Bjarni ítrekar að ekki sé tímabært að fordæma stefnu Trumps

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra kom Donald Trump Bandaríkjaforseta til varnar á fundi samtakanna Varðbergs í Norræna húsinu á dögunum. Í erindi sínu áréttaði forsætisráðherra þá skoðun sína að ekki væri tímabært að fella stóra dóma yfir forsetatíð eða forsetastefnu hins nýja forseta. Um lýðræðislega niðurstöðu væri að ræða og Trump hefði tekist að höfða til hins vinnandi manns. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem forsætisráðherra talar á jákvæðum nótum um kjör Trumps. Í janúar sagði Bjarni Benediktsson í viðtali við RÚV að hann teldi að embættistaka Trumps gæti haft „ágæt áhrif á samskipti Íslands og Bandaríkjanna“. Í viðtali í Silfri Egils síðustu helgi sagðist hann svo telja að umræðun um Donald Trump væri ekki að öllu leyti sanngjörn og of snemmt væri að fella stóra dóma um stefnu hans. „Mér finnst ekkert að því í sjálfu sér að það komi fram á sjónarsviðið af og til einstaklingar sem eru ekki alveg steyptir úr sama mótinu og allir fyrirrennarar,“ sagði forsætisráðherra einnig.

Í erindinu sem Bjarni flutti á fundi Varðbergs á fimmtudaginn kvað við sama tón þegar hann ræddi um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og kjör Donalds Trump. „Sumir hafa haldið því fram að atburðir á borð við Brexit og kjör Trumps í embætti forseta Bandaríkjanna marki einhvers konar frávik frá norminu. Við því myndi ég segja þetta: hvoru tveggja er hins vegar lýðræðisleg niðurstaða kjósenda,“ sagði hann.

„Þá velta margir eðlilega fyrir sér ástæðum þess að Bretar ákváðu í þjóðaratkvæðagreiðslu á sl. ári að segja sig úr Evrópusambandinu. Því hefur verið haldið fram að Evrópusambandið hafi horfið um of frá upprunalegum markmiðum – umbreyst í ólýðræðislegt skriffinnskubákn, með of miklum samruna og of litlum sveigjanleika – og hafi ekki tekið nægjanlegt tillit til þarfa einstakra aðildarríkja. Bretum, sem eiga að miklu leyti heiðurinn af lýðræðshugsjóninni, var nóg boðið og þeir ákváðu að taka sjálfstjórnina aftur í eigin hendur. Ég held að það sé nokkuð til í þessari lýsingu.“

„Það er talsverð áskorun sem bíður Trump
forseta að standa við kosningaloforð sín“

Hann sagði augu margra hafa beinst að Bandaríkjunum og fyrstu vikum Donalds Trump forseta Bandaríkjanna í embætti. „Það virðist sem Trump hafi í kosningabaráttunni vestanhafs, tekist að höfða til vinnandi fólks í Bandaríkjunum, sem margir hverjir voru óánægðir með stefnu þáverandi valdhafa í Washington í tileknum málum, auk þess sem talsvert hefur verið alið á óvissu og ótta, bæði um efnahagsleg kjör, en einnig stöðu Bandaríkjanna og samkeppni við önnur lönd. Það er talsverð áskorun sem bíður Trump forseta að standa við kosningaloforð sín – en að sama skapi er óhætt að segja að hann hafi látið verkin tala frá degi eitt í embætti til samræmis við loforð sín. Ég hef látið hafa eftir mér að nýr forseti sé á margan hátt óvenjulegur forseti. Hann kemur úr annarri átt, á ekki langan stjórnmálaferil að baki – ég er ekki sammála honum í öllum málum, en tel hins vegar of snemmt að fella stóra dóma yfir forsetatíð hans.“

Ítarlega er fjallað um Donald Trump og stefnu hans í forsetaembætti í nýjasta tölublaði Stundarinnar. Stefna Trumps lá að miklu leyti fyrir áður en hann var kosinn. Í kosningabaráttu sinni lofaði hann að banna múslimum að ferðast til Bandaríkjanna tímabundið, skera verulega niður útgjöld til umhverfisverndarmála og alþjóðlegrar samvinnu en auka fjárframlög til hernaðarmála. Þá sagðist hann ætlað að auka frelsi til skotvopnaeignar, reisa múr við landamæri Mexíkó og krefjast þess að Mexíkó tæki á sig kostnaðinn, og lækka skatta, einkum á fyrirtæki og tekjuhæstu hópa Bandaríkjanna. Hér má lesa úttekt Stundarinnar í heild

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár