Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Bjarni ítrekar að ekki sé tímabært að fordæma stefnu Trumps

For­sæt­is­ráð­herra leggst aft­ur gegn því að Don­ald Trump sé gagn­rýnd­ur harð­lega. Sig­ur Trumps sé „lýð­ræð­is­leg nið­ur­staða kjós­enda“ og hann láti verk­in tala.

Bjarni ítrekar að ekki sé tímabært að fordæma stefnu Trumps

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra kom Donald Trump Bandaríkjaforseta til varnar á fundi samtakanna Varðbergs í Norræna húsinu á dögunum. Í erindi sínu áréttaði forsætisráðherra þá skoðun sína að ekki væri tímabært að fella stóra dóma yfir forsetatíð eða forsetastefnu hins nýja forseta. Um lýðræðislega niðurstöðu væri að ræða og Trump hefði tekist að höfða til hins vinnandi manns. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem forsætisráðherra talar á jákvæðum nótum um kjör Trumps. Í janúar sagði Bjarni Benediktsson í viðtali við RÚV að hann teldi að embættistaka Trumps gæti haft „ágæt áhrif á samskipti Íslands og Bandaríkjanna“. Í viðtali í Silfri Egils síðustu helgi sagðist hann svo telja að umræðun um Donald Trump væri ekki að öllu leyti sanngjörn og of snemmt væri að fella stóra dóma um stefnu hans. „Mér finnst ekkert að því í sjálfu sér að það komi fram á sjónarsviðið af og til einstaklingar sem eru ekki alveg steyptir úr sama mótinu og allir fyrirrennarar,“ sagði forsætisráðherra einnig.

Í erindinu sem Bjarni flutti á fundi Varðbergs á fimmtudaginn kvað við sama tón þegar hann ræddi um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og kjör Donalds Trump. „Sumir hafa haldið því fram að atburðir á borð við Brexit og kjör Trumps í embætti forseta Bandaríkjanna marki einhvers konar frávik frá norminu. Við því myndi ég segja þetta: hvoru tveggja er hins vegar lýðræðisleg niðurstaða kjósenda,“ sagði hann.

„Þá velta margir eðlilega fyrir sér ástæðum þess að Bretar ákváðu í þjóðaratkvæðagreiðslu á sl. ári að segja sig úr Evrópusambandinu. Því hefur verið haldið fram að Evrópusambandið hafi horfið um of frá upprunalegum markmiðum – umbreyst í ólýðræðislegt skriffinnskubákn, með of miklum samruna og of litlum sveigjanleika – og hafi ekki tekið nægjanlegt tillit til þarfa einstakra aðildarríkja. Bretum, sem eiga að miklu leyti heiðurinn af lýðræðshugsjóninni, var nóg boðið og þeir ákváðu að taka sjálfstjórnina aftur í eigin hendur. Ég held að það sé nokkuð til í þessari lýsingu.“

„Það er talsverð áskorun sem bíður Trump
forseta að standa við kosningaloforð sín“

Hann sagði augu margra hafa beinst að Bandaríkjunum og fyrstu vikum Donalds Trump forseta Bandaríkjanna í embætti. „Það virðist sem Trump hafi í kosningabaráttunni vestanhafs, tekist að höfða til vinnandi fólks í Bandaríkjunum, sem margir hverjir voru óánægðir með stefnu þáverandi valdhafa í Washington í tileknum málum, auk þess sem talsvert hefur verið alið á óvissu og ótta, bæði um efnahagsleg kjör, en einnig stöðu Bandaríkjanna og samkeppni við önnur lönd. Það er talsverð áskorun sem bíður Trump forseta að standa við kosningaloforð sín – en að sama skapi er óhætt að segja að hann hafi látið verkin tala frá degi eitt í embætti til samræmis við loforð sín. Ég hef látið hafa eftir mér að nýr forseti sé á margan hátt óvenjulegur forseti. Hann kemur úr annarri átt, á ekki langan stjórnmálaferil að baki – ég er ekki sammála honum í öllum málum, en tel hins vegar of snemmt að fella stóra dóma yfir forsetatíð hans.“

Ítarlega er fjallað um Donald Trump og stefnu hans í forsetaembætti í nýjasta tölublaði Stundarinnar. Stefna Trumps lá að miklu leyti fyrir áður en hann var kosinn. Í kosningabaráttu sinni lofaði hann að banna múslimum að ferðast til Bandaríkjanna tímabundið, skera verulega niður útgjöld til umhverfisverndarmála og alþjóðlegrar samvinnu en auka fjárframlög til hernaðarmála. Þá sagðist hann ætlað að auka frelsi til skotvopnaeignar, reisa múr við landamæri Mexíkó og krefjast þess að Mexíkó tæki á sig kostnaðinn, og lækka skatta, einkum á fyrirtæki og tekjuhæstu hópa Bandaríkjanna. Hér má lesa úttekt Stundarinnar í heild

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
3
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár