Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Bjarni segir Íslendinga aldrei hafa haft það eins gott: „Ekkert efni í eitthvert rifrildi hér“

Bjarni Bene­dikts­son, starf­andi fjár­mála­ráð­herra, var­aði Ís­lend­inga við þeg­ar hann kynnti nýtt fjár­laga­frum­varp í Kast­ljósi í gær. Hann ótt­ast kröf­ur fólks um kjara­bæt­ur og seg­ir hættu á að Ís­lend­ing­ar „kunni sér ekki hóf þeg­ar vel ár­ar“. Æðstu ráða­menn þjóð­ar­inn­ar fengu ný­lega mikla launa­hækk­un, kenn­ar­ar hætta vegna kjara­bar­áttu og börn í Breið­holti al­ast upp til var­an­legr­ar fá­tækt­ar.

Bjarni segir Íslendinga aldrei hafa haft það eins gott: „Ekkert efni í eitthvert rifrildi hér“

„Ef maður skoðar stöðuna heilt yfir þá er í raun og veru hægt að segja að við höfum aldrei haft það jafn gott eins og í dag,“ sagði Bjarni Benediktsson, starfandi fjármálaráðherra, í Kastljósi í gær þar sem hann kynnti nýtt fjárlagafrumvarp. Um leið varaði hann við því að óróleiki á vinnumarkaði, kröfur fólks um kjarabætur, gæti ógnað stöðugleika. „Mín skoðun er sú að mestu hættumerkin hvað varðar óstöðugleika séu þróun gengisins, annars vegar og hins vegar, staðan á vinnumarkaði. Að það sé friður á vinnumarkaði.“

Mikil reiði varð á almennum vinnumarkaði þegar kjararáð tilkynnti ákvörðun sína um 45% launahækkun alþingismanna og um hálfrar milljóna króna launahækkun ráðherra og forseta, rétt eftir Alþingiskosningarnar.

Með ákvörðun kjararáðs á kjördag hækkuðu grunnlaun þingmanna um meira en sem nemur lægstu launum í landinu, eða um 338 þúsund krónur á mánuði, úr 762.940 krónum á mánuði í 1.101.104 krónur á mánuði. Lágmarkslaun í landinu eru 260 þúsund krónur á mánuði.

Laun forsætisráðherra og forseta hækkuðu um hálfa milljón á mánuði, eða um tvöföld lágmarkslaun. Forsetinn gagnrýndi ákvörðun kjararáðs og lýsti þeirri skoðun sinni að Alþingi ætti að breyta henni. Sjálfur sagðist hann ekki þurfa þessa hækkun og ætlaði því að gefa hana til góðgerðarmála. Bjarni hefur hins vegar sagt að hann sé ekki spenntur fyrir því að breyta úrskurði kjararáðs, sagt að kjararáð sé hálfgerður dómstóll og hann vilji síður að Alþingi skipti sér af úrskurði þeirra með beinum hætti. Hins vegar heyri óþarflega margir undir kjararáð að hans mati. Bæði formaður og varaformaður kjararáðs koma frá Sjálfstæðisflokknum. Af fimm kjararáðsmönnum eru þrír skipaðir af Alþingi og einn af fjármálaráðherranum.

Hækkunin eykur ójöfnuð 

Ákvörðun kjararáðs var harðlega gagnrýnd, meðal annars af VR sem sagði að ef hún stæði óbreytt væri hið opinbera að senda íslensku launafólki skýr skilaboð og hafna samvinnu um kjarasamningslíkan sem stefnir að stöðugleika og auknum kaupmætti. Forseti Alþýðusambandsins sagði að í kjölfarið mætti búast við því að einstakir hópar færu fram á leiðréttingu á sínum kjörum. „Það verður ekki þannig að þeir tekjuhæstu í þessu samfélagi fái einhverja sérstaka meðferð. Við ætlumst til þess að þessir aðilar deili kjörum með almenningi í þessu landi. Ef ekki þá munum við deila kjörum með þeim,“ sagði Gylfi Arinbjörnsson.

Við ætlumst til þess að þessir aðilar deili kjörum með almenningi í þessu landi. Ef ekki þá munum við deila kjörum með þeim“

BSRB mótmælti ákvörðuninni einnig harðlega og benti á að álag á aðra starfsmenn almannaþjónustunnar hefði aukist verulega með miklum niðurskurði, auknum verkefnum og fækkun starfsmanna: „Með ákvörðun kjararáðs er verið að draga út afmarkaðan hóp hálaunafólks og hækka laun þessara starfsmanna langt umfram það sem aðrir hópar launafólks í landinu hafa fengið,“ sagði í yfirlýsingu frá þeim. Launahækkun þessara tilteknu starfsmanna ríkisins væru ekki í neinu samræmi við almennan vinnumarkað og aðeins til þess fallin að auka á ójöfnuð í samfélaginu.

Börn föst í fátækt 

Kennarar hafa háð kjarabaráttu undanfarnar vikur og nú þegar hafa margir ákveðið að hætta kennslu, en á einum degi sögðu tólf kennarar við Norðlingaskóla starfi sínu lausu, svo dæmi sé tekið. Sumir hafa sett þá ákvörðun í samhengi við ákvörðun kjararáðs. Guðbjörg Pálsdóttir er ein þeirra sem steig fram í því samhengi. Eftir ellefu ár sem kennari sagði hún starfi sínu lausu daginn eftir að kjararáð kynnti ákvörðun sína. 

Guðbjörg er einstæð móðir með tvö börn og samhliða kennslunni var hún að vinna þrjú aukastörf til að framfleyta fjölskyldunni. Sem grunnskólakennari var hún með 465 þúsund krónur í mánaðarlaun. „Kjararáð hækkaði laun alþingismanna um 350 þúsund krónur í gær, en þeir fengu líka launahækkun fyrr á þessu ári. Samkvæmt samningi sem kennarar felldu hefði ég fengið um 40 þúsund króna hækkun samtals á tímabilinu október 2016 - mars 2019. Hver er sanngirnin í því?“ 

Á sama tíma og þingmenn hafa hækkað um 75 prósent í launum hafa almenn laun aðeins hækkað um 29 prósent. Á tíu árum hafa þingmenn hækkað rúmlega 28 prósentum meira en almenningur. Ef krónutöluhækkun þingmanna væri yfirfærð á láglaunafólk þá yrðu lægstu laun í landinu 590 þúsund krónur. Ef prósentuhækkunin yrði látin ráða þá myndu lægstu laun hækka upp í 364 þúsund krónur á mánuði.

Nýlega sendi Rauði krossinn frá sér skýrslu þar sem fram kom að hundruð barna eru alin upp til varanlegrar fátæktar í Reykjavík. Í skýrslunni kemur fram að þessi börn búa flest hjá ungum, ómenntuðum og einstæðum mæðrum sem njóta fjárhagsaðstoðar borgarinnar eða eru á atvinnuleysisbótum. Þessi börn fara síður á leikskóla, taka síður þátt í íþrótta- og tómstundastarfi, stunda ekki tónlistarnám og hafa almennt takmarkaðri aðgang að félagslegu tengslaneti og eru líklegri til þess að eiga erfitt uppdráttar í framtíðinni vegna stöðu sinnar í samfélaginu. Ástandið var sagt sérstaklega slæmt í Breiðholti en víða um borg eru börn föst í fáktæktargildru. 

Vonbrigði á Landspítalanum  

Bjarni var spurður að því í Kastljósi í gærkvöld hvernig stæði á því að hann talar með svo jákvæðum hætti um stöðuna á meðan aðrir hópar virðast ekki upplifa þessi jákvæðu teikn sem hann vísar í og grafalvarlegt ástand að myndast víða, eins og í heilbrigðiskerfinu, þar sem forstjóri Landspítalans hefur lýst yfir verulegum áhyggjum og líkt fjárlagafrumvarpinu sem Bjarni kynnti við hamfarir.

Forsvarsmenn spítalans hafa sagt að 12 milljarða innspýtingar í reksturinn sé þörf. Í fjárlagafrumvarpinu sem Bjarni kynnti í gær er gert ráð fyrir 7,3 milljörða aukningu í heilbrigðismál en hluti af því fer annað, í heilsugæsluna og víðar, svo eftir stendur um 3,9 milljarða aukning á milli ára til Landspítalans. María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítalans, lýsti því yfir vonbrigðum með frumvarpið þegar það var kynnt og benti á að fyrir kosningar hefðu allir flokkar verið á einu máli um að mikilvægt væri að hefja uppbyggingu á heilbrigðiskerfinu og veita meira fé til spítalans, sem er kominn að þolmörkum. Um þetta sagði Bjarni: 

„Við erum öll mannleg í þessu og hver hefur sinn mælikvarða á það hvort hann hafi nóg. Það gerir forstjóri stofnunar ríkissins og það gerir eflaust hver einasta fjölskylda. Fólk hefur upplifun af samfélaginu sem enginn er í stöðu til þess að, í sjálfu sér, gagnrýna. Það hefur hver sitt leyfi til þess að hafa sína skoðun á því. Ef við skoðum mælingarnar, það sem tölurnar eru að segja, þá er ekkert efni í eitthvert rifrildi hér.

„Við erum öll mannleg í þessu og hver hefur sinn mælikvarða á það hvort hann hafi nóg.“

Kaupmáttur hefur einfaldlega stórvaxið, ár frá ári, er að fara upp í tíu prósent á þessu ári. Við erum að skila yfir 400 milljarða afgangi á þessu ári og kannski er það hluti af þessari umræðu að fólk sér að það er meira til skiptanna, þetta hafa fyrir mjög marga verið dálítið erfið ár að undanförnu og þegar fólk sér að það eru eitthvað bjartari tímar framundan þá var kannski ekki við öðru að búast en að menn segðu: Ja, það er eins gott að vera ekki skilinn eftir núna þegar því sem er til skiptana er skipt,“ svaraði Bjarni og bætti því við að í þessu frumvarpi væri reynt að ráðast á málaflokka eins og heilbrigðismál, almannatryggingar og menntamál. 

Mikilvægt að sýna aðhald

Þá var bent á að í frumvarpinu væri gert ráð fyrir töluvert minni útgjöldum til samgöngumála en gert er ráð fyrir í nýrri samgönguáætlun. Bjarni sagði hins vegar mikilvægt að sýna aðhald, í þessum efnum og öðrum. „Við höfum aldrei haft jafn miklar tekjur, kaupmáttur launafólks hefur aldrei verið meiri, við höfum alrei verið með meira til ráðstöfunar inn í almannatryggingar, heilbrigðismál og víðar.

Það er við þær aðstæður sem fólk segir: Nei, það þarf að gera svo miklu miklu meira. Þessu er ég bara ósammála.

Ég held að það sé varasamt að gera það. Ég held að við gætum með því verið að feta okkur inn á braut sem við höfum áður þrætt, sem er að kunna okkur ekki hóf þegar vel árar. Þá þurfum við aðeins að búa í haginn fyrir framtíðina, fyrir erfiðari tíma.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kjaramál

Stefán Ólafsson um nýja kjarasamninga: „það er veðmál í þessu“
Fréttir

Stefán Ólafs­son um nýja kjara­samn­inga: „það er veð­mál í þessu“

Í sextánda þætti Pressu mættu Anna Hrefna Ingi­mund­ar­dótt­ir, að­stoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, og Stefán Ólafs­son, sér­fræð­ing­ur hjá Efl­ingu – stétt­ar­fé­lagi, til þess að ræða nýju kjara­samn­ing­anna. Í við­tal­inu við­ur­kenndi Stefán að samn­ing­ur­inn væri í raun nokk­urs kon­ar veð­mál, þar sem von­ir væru bundn­ar við hjöðn­un verð­bólgu til þess að skila launa­fólki ásætt­an­leg­um kjara­bót­um.
Samtök atvinnulífsins kjósa um verkbann á félagsmenn VR
FréttirKjaramál

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins kjósa um verk­bann á fé­lags­menn VR

Stjórn Sam­taka at­vinnu­lífs­ins hef­ur sam­þykkt ein­róma að halda at­kvæða­greiðslu um hugs­an­legt verk­bann á fé­lags­menn VR. Í til­kynn­ingu frá Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins sem birt­ist fyr­ir skömmu seg­ir að verði verk­bann­ið sam­þykkt mun það ná til alls skrif­stofu­fólks með að­ild að VR. Um er ræða við­bragð við verk­falls­að­gerð­um sem VR hef­ur boð­að með­al starfs­manna í farg­þega- og hleðslu­þjón­ustu hjá Icelanda­ir
Ókeypis skólamáltíðir í Reykjavík munu kosta 1,7 milljarð króna á ári
FréttirKjaramál

Ókeyp­is skóla­mál­tíð­ir í Reykja­vík munu kosta 1,7 millj­arð króna á ári

Eitt um­fangs­mesta verk­efn­ið sem fólg­ið er í að­gerðapakka rík­is­ins og sveit­ar­fé­laga til að liðka fyr­ir gerð kjara­samn­inga, er að tryggja gjald­frjáls­ar skóla­mál­tíð­ir í grunn­skól­um. Tals­mað­ur Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga seg­ir að öll börn, óháð því hvort þau voru skráð í mat fyr­ir breyt­ing­arn­ar muni fá frí­ar skóla­mál­tíð­ir. Ekki ligg­ur fyr­ir hvernig verk­efn­ið verð­ur út­fært í skól­um sem hafa út­vistað mat­ar­þjón­ustu sinni.
Samninganefnd VR samþykkir atkvæðagreiðslu um verkfall
FréttirKjaramál

Samn­inga­nefnd VR sam­þykk­ir at­kvæða­greiðslu um verk­fall

Samn­inga­nefnd VR sam­þykkti í gær að halda at­kvæða­greiðslu um verk­föll með­al flug­vall­ar­starfs­manna sem starfa á Kefla­vík­ur­flug­velli. Um er að ræða um 150 starfs­menn sem starfa all­ir fyr­ir Icelanda­ir og sinna með­al ann­ars inn­rit­un, tösku­mót­töku, brott­för­um og þjón­ustu vegna týnds far­ang­urs. At­kvæða­greiðsl­an fer fram á mánu­dag­inn eft­ir helgi og verði vinnu­stöðv­un sam­þykkt er gert ráð fyr­ir að verk­föll hefj­ist 22. mars.
Tæplega helmingur launafólks á í fjárhagslegum erfiðleikum
FréttirKjaramál

Tæp­lega helm­ing­ur launa­fólks á í fjár­hags­leg­um erf­ið­leik­um

Sam­kvæmt nýrri könn­un Vörðu – Rann­sókn­ar­stofn­un­ar vinnu­mark­að­ar­ins á 40 pró­sent launa­fólks erfitt með að ná end­um sam­an. Skýrsl­an, sem kynnt var á fundi í Þjóð­menn­ing­ar­hús­inu í dag, leið­ir ljós að kjör til­tek­inna hópa sam­fé­lags­ins hafi versn­að um­tals­vert milli ára. Tæp­lega fjórð­ung­ur ein­hleypra for­eldra býr við efn­is­leg­an skort og fjár­hags­staða kvenna er verri en á karla á öll­um heild­ar­mæli­kvörð­um rann­sókn­ar­inn­ar. Þá mæl­ist staða inn­flytj­enda verri í sam­an­burði við inn­fædda Ís­lend­inga fjórða ár­ið í röð.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár