Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Birkir kominn á Kvíabryggju

Birk­ir Krist­ins­son, fyrr­ver­andi við­skipta­stjóri hjá Glitni og lands­liðs­markvörð­ur í fót­bolta, mætti í gær á Kvía­bryggju. Hæstirétt­ur stað­festi ný­ver­ið fjög­urra ára fang­els­is­dóm yf­ir hon­um fyr­ir um­boðs­svik, mark­aðsmis­notk­un og brot á lög­um um árs­reikn­inga.

Birkir kominn á Kvíabryggju

Birkir Kristinsson, fyrrverandi viðskiptastjóri hjá Glitni og landsliðsmarkvörður í fótbolta, mætti í gær á Kvíabryggju til að afplána sinn dóm. Hann hóf afplánun í Hegningarhúsinu í upphafi viku. Samkvæmt heimildum Stundarinnar kom hann til Kvíabryggju um áttaleytið í gærkvöld. Hæstiréttur staðfesti dóm yfir Birki í upphafi mánaðar. Hann var dæmdur í fjögurra ára fangelsisvist fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og brot á lögum um ársreikninga vegna 3,8 milljarða lánveitingu Glitnis til félagsins BK-44 árið 2007. BK-44 var í eigu Birkis.

Ásamt Birki voru Elmar Svavarsson, Jóhannes Baldursson og Magnús Arnar Arngrímsson dæmdir í málinu. Magnús fékk tveggja ára dóm, Jóhannes fékk þriggja ára dóm meðan Elmar fékk fjögurra ára dóm. Óvíst er hvenær þeir byrja afplánun.

Fáir staðir voru umtalaðri á árinu en fangelsið Kvíabryggja en hver útrásarvíkingurinn á fætur öðrum var sendur þangað í betrunarvist. Dómur féll í Hæstarétti í Al Thani-málinu í febrúar og svo fór að Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, fékk fimm og hálft ár, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, fékk fimm ár, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, fékk þrjú ár og Ólafur Ólafsson, fyrrverandi aðaleiganda Kaupþings, fékk þrjú og hálft ár. Rými er fyrir 23 fanga á Kvíabryggju og er því ljóst að það styttist í að bankamenn verði fjórðungur fanga í fangelsinu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fangelsismál

Ofbeldisfangar án betrunar: „Hérna eru menn með vandamál“
ÚttektFangelsismál

Of­beld­is­fang­ar án betr­un­ar: „Hérna eru menn með vanda­mál“

„Er sál­fræð­ing­ur að vinna hér?“ spurði fangi á Litla-Hrauni þeg­ar hann var innt­ur eft­ir því hvort og þá hvenær hann hefði feng­ið sál­fræði­við­tal. Einn sál­fræð­ing­ur sinn­ir 180 föng­um sem afplána dóma á Ís­landi og ekk­ert sér­hæft úr­ræði er fyr­ir fanga sem sitja inni fyr­ir lík­ams­árás­ir. Fang­arn­ir sögð­ust þó myndu þiggja slíka að­stoð ef hún væri mark­viss og í boði.
Bannað að vera viðstaddur útskrift: „Ég er alveg miður mín“
FréttirFangelsismál

Bann­að að vera við­stadd­ur út­skrift: „Ég er al­veg mið­ur mín“

„Fyr­ir mig er þetta stór áfangi en fyr­ir fjöl­skyld­una er þetta enn stærri áfangi,“ skrif­ar Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son fangi í bréfi til fang­els­is­mála­stjóra. „Guð­mund­ur hef­ur stað­ið sig ótrú­lega vel,“ seg­ir fjar­náms­stjóri Versl­un­ar­skóla Ís­lands sem er mið­ur sín yf­ir að hann fái ekki að vera við­stadd­ur út­skrift­ina.
Barnaníðingur nýtur góðs af breytingu laga um rafrænt eftirlit
FréttirFangelsismál

Barn­aníð­ing­ur nýt­ur góðs af breyt­ingu laga um ra­f­rænt eft­ir­lit

Í apríl síð­ast­liðn­um var þeim Sig­urði Ein­ars­syni, Magnúsi Guð­munds­syni og Ólafi Ól­afs­syni sleppt út af Kvía­bryggju og á Vernd. Ástæða þess að þeir fengu frelsi fyrr en ella var laga­breyt­ing, sem þing­kona sagði sér­stak­lega smíð­uð ut­an um þessa fanga. Einn af þeim sem nú njóta góðs af þess­ari laga­breyt­ingu er barn­aníð­ing­ur­inn Sig­urð­ur Ingi Þórð­ar­son.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár