Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Átta staðreyndir um aflandskrónufrumvarpið

Af­l­andskrónu­frum­varp Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­mála­ráð­herra var sam­þykkt á Al­þingi í gær­kvöldi með 47 greidd­um at­kvæð­um. Hér eru átta stað­reynd­ir um frum­varp­ið.

Átta staðreyndir um aflandskrónufrumvarpið

1. Lögin eru liður í áætlun stjórnvalda um losun gjaldeyrishafta sem birt var í fyrrasumar.
 
2. Aflandskrónueignir eru eignir í eigu eða vörslu erlendra aðila, sem varðveittar eru hjá innlánsstofnunum og verðbréfafyrirtækjum hér á landi, sem eru líklegir til að leita útgöngu við losun fjármagnshafta með neikvæðum áhrifum á gengi íslensku krónunnar.


3. Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að aflandskrónueignir nemi nú um 319 milljörðum króna og eru í eigu fjögurra vogunarsjóða. Ásgeir Jónsson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, sagði í viðtali við Rás 2 í morgun að gangist eigendur aflandskrónanna við skilmálum laganna muni ríkið hagnast um 116 milljarða króna.


4. Samkvæmt lögunum mun Seðlabanki Íslands standa fyrir gjaldeyrisútboði með það að markmiði að greiða fyrir útgöngu aflandskrónueigna án neikvæðra áhrifa á gengisstöðugleika á innlendum gjaldeyrismarkaði og gjaldeyrisforða bankans. Þar verður aflandskrónueigendum gefinn kostur á að skipta aflandskrónueignum sínum fyrir evrur á lágu gengi, 220 krónur á evru, og komast þannig hjá þeim takmörkunum sem lagðar eru til í frumvarpinu. Þátttaka í gjaldeyrisútboði er valfrjáls. 


5. Eigendum aflandskrónueigna verður gert skylt að aðgreina sérstaklega þær eignir sem ekki verða nýttar í gjaldeyrisútboði Seðlabankans og flytja þær á vaxtalausa bankareikninga háða sérstökum takmörkunum í síðasta lagi 1. september næstkomandi. 


6. Fjárfestingarfélögin Eaton Vance Corp. og Autonomy Capital LP gagnrýndu frumvarpið harðlega í umsögn sinni. Þeir segja lögin brjóta gegn eignarrétti þeirra og að þau mismuni fjárfestum eftir þjóðerni eða búsetu. Lögin brjóti einnig gegn jafnræðisreglu og sjónarmiðum um meðalhóf. Þá er bent á að aðferð ríkisstjórnarinnar geti út á við talist sem greiðslufallsviðburður, sem skapi áhættu fyrir íslenska ríkið.


7. Enn á því eftir að koma í ljós hvort eigendur aflandskrónanna muni samþykkja skilmála laganna. Eins og Ásgeir Jónsson benti á þá eru þeir engir viðvaningar. „Þeir eru vanir að stunda fjárfestingar. Þeir munu væntanlega fara í mat um hvort betra sé að samþykkja þessa skilmála eða fara í hart við okkur. Við lögðum fyrir ári ekkki ósvipaða skilmála fyrir kröfuhafa gömlu bankana. Þá voru skilmálarnir að þeir legðu sjálfkrafa inn krónurnar sínar eða þeir greiddu stöðugleikaskatt. Sá skattur var á gráu svæði lagalega. Þeir ákváðu að ganga til samninga og ég vona að það sama gerist núna,“ sagði Ásgeir í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun


8. Í nefndaráliti Katrínar Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, segir að samráðsnefnd um losun hafta, þar sem allir stjórnmálaflokkar eiga fulltrúa, hafi ekki verið höfð með í ráðum um gerð frumvarpsins. Þá segir hún að það sé stórt umhugsunarefni að ekkert sé vitað um raunverulega eigendur aflandskrónueigna. Þingmenn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og Pírata sátu hjá þegar greidd voru atkvæði um frumvarpið. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Gjaldeyrishöft

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
5
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu