Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Rangfærslur í fréttatilkynningu ASÍ – Þingkona segir einhverja hafa „séð hag sinn í að dreifa röngum fréttum“

Trygg­inga­stofn­un fylgdi ekki gild­andi lög­um held­ur „vilja lög­gjaf­ans“ við út­greiðslu elli­líf­eyr­is í janú­ar og fe­brú­ar.

Rangfærslur í fréttatilkynningu ASÍ – Þingkona segir einhverja hafa „séð hag sinn í að dreifa röngum fréttum“

Alþýðusambandið sendi út ranga fréttatilkynningu í gær þar sem fullyrt var að fjöldi lífeyrisþega myndi þurfa að endurgreiða Tryggingastofnun umtalsverðar fjárhæðir vegna mistaka sem urðu við breytingar á almannatryggingalögum síðasta haust. Eins og áður hefur komið fram ollu mistökin því að samkvæmt lagabókstafnum hefðu tekjur úr lífeyrissjóðum ekki átt að gilda til skerðingar á ellilífeyri eins og stefnt var að. Í janúar og febrúar fór Tryggingastofnun eftir vilja löggjafans en ekki lagabókstafnum, en rétt framkvæmd laganna hefði kostað hið opinbera um 5 milljarða króna. Mistökin voru leiðrétt með afturvirkri lagasetningu í gærkvöldi. 

Fréttatilkynning Alþýðusambandsins, sem vakti talsverða í gær og rataði í frétt á RÚV, byggði á þeirri forsendu að Tryggingastofnun hefði fylgt lögum við útgreiðslu ellilífeyris í janúar og febrúar. „Fjöldi lífeyrisþega mun nú þurfa að endurgreiða Tryggingastofnun umtalsverðar fjárhæðir. Málið hefur verið afgreitt úr velferðarnefnd þingsins með miklu flýti án þess að nægilegt tækifæri hafi gefist til umræðu og umsagna,“ sagði í tilkynningunni sem upphaflega birtist á vef ASÍ undir yfirskriftinni „Lífeyrisþegar borga fyrir mistök Alþingis“. 

Stundin sendi Gylfa Arnbjörnssyni, forseta ASÍ, tölvupóst um hádegisleytið í gær og benti á að tilkynningin væri á skjön við upplýsingar sem fram hefðu komið á Alþingi. Spurt var hvort raunin væri virkilega sú að ellilífeyrisþegar þyrftu að endurgreiða Tryggingastofnun umtalsverðar fjárhæðir. Tölvupóstinum var ekki svarað og enn hefur fréttatilkynning ASÍ ekki verið leiðrétt. Nichole Leigh Mosty, formaður velferðarnefndar Alþingis, fullyrti í umræðum á þinginu í gærkvöldi að „einhverjir hafi séð hag sinn í að dreifa röngum fréttum um meintar endurgreiðslur“. Þegar hún var spurð nánar út í ummæli sín sagðist hún vona að umræddir aðilar hefðu gert mistök.

Fréttatilkynning ASÍ stóð óbreytt í allan gærdag og hvorki velferðarráðuneytið né Tryggingastofnun gerðu athugasemdir við hana opinberlega fyrr en í morgun. „Ljóst er að mistökin munu ekki leiða til þess að lífeyrisþegar þurfi að greiða til baka til TR, eins og ranglega hefur verið haldið fram í fjölmiðlum,“ segir í tilkynningu sem birtist á vef Tryggingastofnunar í dag. Velferðarráðuneytið tekur í sama streng: „Leiðrétting Alþingis á mistökum sem urðu þegar breytingar voru gerðar á lögum um almannatrygginga 25. október sl. munu ekki hafa neinar afleiðingar í för með sér fyrir lífeyrisþega, líkt og ranglega er haldið fram í yfirlýsingu sem ASÍ sendi frá sér í gær. Engar ofgreiðslur hafa átt sér stað og engan þarf að krefja um endurgreiðslur.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
2
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár