Á fyrstu 100 dögum forsetatíðar Donalds Trump gerði bandaríski herinn fleiri loftárásir í Jemen en árin 2015 og 2016 samanlagt. Næstum ein loftárás á dag hefur verið gerð í Jemen og hafa minnst 27 almennir borgarar látið lífið, þar af 12 börn.
Að auki hafa Bandaríkin gert 600 loftárásir í Afganistan frá því Donald Trump varð forseti. Gerð hefur verið drónaárás á rúmlega eins dags fresti í forsetatíð Trumps, en forveri hans, Barack Obama, heimilaði drónaárás á 5,4 daga fresti.
Trump ákvað að gera undanþágu á starfsreglum um drónaárásir og heimila árásir án aðkomu Hvíta hússins. Þá endurvakti Trump drónastríð Bandaríkjanna í Pakistan eftir níu mánaða hlé og eftirlét leyniþjónustunni heimild til að ákvarða árásir. Þrír almennir borgarar létust í slíkri árás seint í apríl.
Upplýsingar um drónaárásir Bandaríkjanna koma fram í greiningu Miðstöðvar rannsóknarblaðamennsku, The Bureau of Investigative Journalism.
Vefmiðillinn The Intercept greindi frá því árið 2015 að …
Athugasemdir