Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Alþingismenn minnki ekki „mjög mikla“ launahækkun sína þrátt fyrir áskorun forsetans

Bene­dikt Jó­hann­es­son, formað­ur Við­reisn­ar, seg­ist ekki bú­ast við að þing­menn grípi inn í launa­hækk­an­ir sín­ar og seg­ir þær vera „leið­rétt­ingu“, en laun al­menn­ings hafa hækk­að mun minna en laun al­þing­is­manna á síð­asta ára­tug.

Alþingismenn minnki ekki „mjög mikla“ launahækkun sína þrátt fyrir áskorun forsetans
Benedikt Jóhannesson Formaður Viðreisnar reynir nú að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Bjartri framtíð. Mynd: Pressphotos

45 prósenta launahækkun alþingismanna, sem ákveðin var á kjördag en tilkynnt eftir kosningar, verður líklega ekki afturkölluð af alþingismönnum, þrátt fyrir að forseti Íslands hafi hvatt alþingismenn til að „vinda ofan af“ hækkuninni og gefið sína launahækkun til góðgerðarmála.

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sagði í samtali við Morgunblaðið í dag að launahækkunin væri „leiðrétting á inngripum undanfarinna ára“ og að hann vænti þess að hún yrði ekki afturkölluð. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði upphaflega að hækkunin væri „mjög mikil“ og þarfnaðist skýringa, en kvaðst síðar ekki spenntur fyrir því að grípa inn í hana.

Laun þingmanna voru hækkuð um 338 þúsund krónur á mánuði 29. október í 1,1 milljón króna á mánuði, fyrir utan álagsgreiðslur. Hækkunin nemur 1,3 lágmarkslaunum, sem eru 260 þúsund krónur á mánuði. Ráðherrar og forseti Íslands hækkuðu um hálfa milljón króna í mánaðarlaunum á sama tíma.

„Verið er að leiðrétta alls konar inngrip“

„Ég býst ekki við því að hróflað verði við úrskurði kjararáðs, þrátt fyrir óánægju. Verið er að leiðrétta alls konar inngrip undanfarinna ára og því á ég ekki von á að gripið verði inn í ákvörðun kjararáðs,“ segir Benedikt Jóhannesson í Morgunblaðinu í dag.

Þingmenn og ráðherrar fá meiri launahækkanirSamanburður á þróun launavísitölu, sem birtir almenna launaþróun, við launaþróun alþingismanna og ráðherra, sýnir að stjórnmálamenn hafa notið mun meiri launahækkana en almenningur á síðustu 10 árum.

Mun meiri hækkun en hjá almenningi

Þingmenn hafa hins vegar hækkað mun meira í launum en almennir launþegar á undanförnum árum.

Árið 2013 voru laun þingmanna 630.024 krónur og hafa þau því hækkað um 74,8 prósent á rúmlega þremur árum. Launavísitala, sem sýnir almenna launaþróun, hefur hins vegar aðeins hækkað um 28,9 prósent á sama tímabili. 

Hluti af hækkuninni skýrist af því að þingmenn voru lækkaðir í launum um 7,5% samkvæmt lagabreytingu 1. janúar 2009 vegna efnahagshrunsins. En það segir ekki alla söguna, því munurinn á launahækkunum alþingismanna og kjósenda þeirra teygir sig yfir lengra tímabil.

Árið 2006 voru laun alþingismanna 485.579 krónur á mánuði. Þar sem þau eru nú 1.101.194 krónur er hækkun þeirra 127 prósent á tíu árum.  

Almenn launaþróun frá árinu 2006 er hins vegar 98,6 prósent hækkun á tíu árum fram í september 2016, samkvæmt launavísitölu, töluvert minna en þingmanna. Þingmenn hafa því hækkað í launum 28,4 prósentustigum meira en almenningur á síðustu tíu árum. 

Forsetinn gagnrýndi hækkunina

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, gagnrýndi launahækkunina daginn sem hún var tilkynnt og vísaði málinu óformlega til þingsins. „Ég bað ekki um þessa kauphækkun. Ég vissi ekki af þessari kauphækkun. Ég þarf ekki þessa kauphækkun. Margir þingmenn hafa lýst andúð sinni á þessari ákvörðun kjararáðs. Ég vænti þess að þingið vindi þá ofan af þessari ákvörðun,“ sagði hann.

„Mjög mikil hækkun“Bjarni Benediktsson skipaði meðal annarra í kjararáð en vill ekki grípa inn í ákvörðunina sem veitir honum hálfrar milljón króna launahækkun.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, skipaði einn af fimm meðlimum kjararáðs, auk þess sem þrír til viðbótar voru skipaðir af Alþingi, sagði að launahækkanirnar þörfnuðust skýringa, vegna þess hversu háar þær væru. „Þetta er mjög mikil hækkun og hún þarfnast ítarlegra útskýringa,“ sagði hann.

Síðar, í byrjun desember, sagðist hann ekki spenntur fyrir því að Alþingi gripi inn í þessar miklu launahækkanir alþingismanna og ráðherra. Samkvæmt fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis sagði Bjarni kjararáð vera „hálfgerðan dómstól og vildi síður að Alþingi væri að skipta sér af þeim úrskurði með beinum hætti“.

Bjarni sagði í fyrra að kerfið utan um kjararáð væri „handónýtt, bara handótnýtt“. 

Formaður kjararáðs, Jónas Þór Guðmundsson, hefur verið virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins. Fjórir af fimm meðlimum ráðsins eru pólitískt skipaðir, af alþingismönnunum og ráðherranum hjá hverjum ráðið hækkaði laun verulega á kjördag.

Varaði við launahækkunum almennings

Þorsteinn VíglundssonVaraði við því að fólk fengi launahækkanir.

Samflokksmaður Benedikts Jóhannessonar hjá Viðreisn, Þorsteinn Víglundsson, gagnrýndi launahækkanir almennings harðlega í fyrra. Þorsteinn var þá formaður Samtaka atvinnulífsins en er nú nýkjörinn þingmaður. Hann varaði við því að launahækkanir mættu mest verða 3 til 4 prósent til að forðast verðbólgu. „Við höfum séð að framleiðniaukning hefur því miður verið ónóg á síðustu árum. Ekki verið nema um það bil eitt prósent á ári að meðaltali. Það segir okkur að svigrúmið er á bilinu 3 til 4 prósent sem er í kringum 3,5 prósent eins og Seðlabankinn hefur bent á sem að atvinnulífið gæti ráðið við.“

Launahækkanir alþingismanna nema sem áður segir um 75 prósent á síðustu þremur árum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
5
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
6
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu