Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Alþingismenn minnki ekki „mjög mikla“ launahækkun sína þrátt fyrir áskorun forsetans

Bene­dikt Jó­hann­es­son, formað­ur Við­reisn­ar, seg­ist ekki bú­ast við að þing­menn grípi inn í launa­hækk­an­ir sín­ar og seg­ir þær vera „leið­rétt­ingu“, en laun al­menn­ings hafa hækk­að mun minna en laun al­þing­is­manna á síð­asta ára­tug.

Alþingismenn minnki ekki „mjög mikla“ launahækkun sína þrátt fyrir áskorun forsetans
Benedikt Jóhannesson Formaður Viðreisnar reynir nú að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Bjartri framtíð. Mynd: Pressphotos

45 prósenta launahækkun alþingismanna, sem ákveðin var á kjördag en tilkynnt eftir kosningar, verður líklega ekki afturkölluð af alþingismönnum, þrátt fyrir að forseti Íslands hafi hvatt alþingismenn til að „vinda ofan af“ hækkuninni og gefið sína launahækkun til góðgerðarmála.

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sagði í samtali við Morgunblaðið í dag að launahækkunin væri „leiðrétting á inngripum undanfarinna ára“ og að hann vænti þess að hún yrði ekki afturkölluð. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði upphaflega að hækkunin væri „mjög mikil“ og þarfnaðist skýringa, en kvaðst síðar ekki spenntur fyrir því að grípa inn í hana.

Laun þingmanna voru hækkuð um 338 þúsund krónur á mánuði 29. október í 1,1 milljón króna á mánuði, fyrir utan álagsgreiðslur. Hækkunin nemur 1,3 lágmarkslaunum, sem eru 260 þúsund krónur á mánuði. Ráðherrar og forseti Íslands hækkuðu um hálfa milljón króna í mánaðarlaunum á sama tíma.

„Verið er að leiðrétta alls konar inngrip“

„Ég býst ekki við því að hróflað verði við úrskurði kjararáðs, þrátt fyrir óánægju. Verið er að leiðrétta alls konar inngrip undanfarinna ára og því á ég ekki von á að gripið verði inn í ákvörðun kjararáðs,“ segir Benedikt Jóhannesson í Morgunblaðinu í dag.

Þingmenn og ráðherrar fá meiri launahækkanirSamanburður á þróun launavísitölu, sem birtir almenna launaþróun, við launaþróun alþingismanna og ráðherra, sýnir að stjórnmálamenn hafa notið mun meiri launahækkana en almenningur á síðustu 10 árum.

Mun meiri hækkun en hjá almenningi

Þingmenn hafa hins vegar hækkað mun meira í launum en almennir launþegar á undanförnum árum.

Árið 2013 voru laun þingmanna 630.024 krónur og hafa þau því hækkað um 74,8 prósent á rúmlega þremur árum. Launavísitala, sem sýnir almenna launaþróun, hefur hins vegar aðeins hækkað um 28,9 prósent á sama tímabili. 

Hluti af hækkuninni skýrist af því að þingmenn voru lækkaðir í launum um 7,5% samkvæmt lagabreytingu 1. janúar 2009 vegna efnahagshrunsins. En það segir ekki alla söguna, því munurinn á launahækkunum alþingismanna og kjósenda þeirra teygir sig yfir lengra tímabil.

Árið 2006 voru laun alþingismanna 485.579 krónur á mánuði. Þar sem þau eru nú 1.101.194 krónur er hækkun þeirra 127 prósent á tíu árum.  

Almenn launaþróun frá árinu 2006 er hins vegar 98,6 prósent hækkun á tíu árum fram í september 2016, samkvæmt launavísitölu, töluvert minna en þingmanna. Þingmenn hafa því hækkað í launum 28,4 prósentustigum meira en almenningur á síðustu tíu árum. 

Forsetinn gagnrýndi hækkunina

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, gagnrýndi launahækkunina daginn sem hún var tilkynnt og vísaði málinu óformlega til þingsins. „Ég bað ekki um þessa kauphækkun. Ég vissi ekki af þessari kauphækkun. Ég þarf ekki þessa kauphækkun. Margir þingmenn hafa lýst andúð sinni á þessari ákvörðun kjararáðs. Ég vænti þess að þingið vindi þá ofan af þessari ákvörðun,“ sagði hann.

„Mjög mikil hækkun“Bjarni Benediktsson skipaði meðal annarra í kjararáð en vill ekki grípa inn í ákvörðunina sem veitir honum hálfrar milljón króna launahækkun.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, skipaði einn af fimm meðlimum kjararáðs, auk þess sem þrír til viðbótar voru skipaðir af Alþingi, sagði að launahækkanirnar þörfnuðust skýringa, vegna þess hversu háar þær væru. „Þetta er mjög mikil hækkun og hún þarfnast ítarlegra útskýringa,“ sagði hann.

Síðar, í byrjun desember, sagðist hann ekki spenntur fyrir því að Alþingi gripi inn í þessar miklu launahækkanir alþingismanna og ráðherra. Samkvæmt fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis sagði Bjarni kjararáð vera „hálfgerðan dómstól og vildi síður að Alþingi væri að skipta sér af þeim úrskurði með beinum hætti“.

Bjarni sagði í fyrra að kerfið utan um kjararáð væri „handónýtt, bara handótnýtt“. 

Formaður kjararáðs, Jónas Þór Guðmundsson, hefur verið virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins. Fjórir af fimm meðlimum ráðsins eru pólitískt skipaðir, af alþingismönnunum og ráðherranum hjá hverjum ráðið hækkaði laun verulega á kjördag.

Varaði við launahækkunum almennings

Þorsteinn VíglundssonVaraði við því að fólk fengi launahækkanir.

Samflokksmaður Benedikts Jóhannessonar hjá Viðreisn, Þorsteinn Víglundsson, gagnrýndi launahækkanir almennings harðlega í fyrra. Þorsteinn var þá formaður Samtaka atvinnulífsins en er nú nýkjörinn þingmaður. Hann varaði við því að launahækkanir mættu mest verða 3 til 4 prósent til að forðast verðbólgu. „Við höfum séð að framleiðniaukning hefur því miður verið ónóg á síðustu árum. Ekki verið nema um það bil eitt prósent á ári að meðaltali. Það segir okkur að svigrúmið er á bilinu 3 til 4 prósent sem er í kringum 3,5 prósent eins og Seðlabankinn hefur bent á sem að atvinnulífið gæti ráðið við.“

Launahækkanir alþingismanna nema sem áður segir um 75 prósent á síðustu þremur árum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár