Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Alþingismenn minnki ekki „mjög mikla“ launahækkun sína þrátt fyrir áskorun forsetans

Bene­dikt Jó­hann­es­son, formað­ur Við­reisn­ar, seg­ist ekki bú­ast við að þing­menn grípi inn í launa­hækk­an­ir sín­ar og seg­ir þær vera „leið­rétt­ingu“, en laun al­menn­ings hafa hækk­að mun minna en laun al­þing­is­manna á síð­asta ára­tug.

Alþingismenn minnki ekki „mjög mikla“ launahækkun sína þrátt fyrir áskorun forsetans
Benedikt Jóhannesson Formaður Viðreisnar reynir nú að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Bjartri framtíð. Mynd: Pressphotos

45 prósenta launahækkun alþingismanna, sem ákveðin var á kjördag en tilkynnt eftir kosningar, verður líklega ekki afturkölluð af alþingismönnum, þrátt fyrir að forseti Íslands hafi hvatt alþingismenn til að „vinda ofan af“ hækkuninni og gefið sína launahækkun til góðgerðarmála.

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sagði í samtali við Morgunblaðið í dag að launahækkunin væri „leiðrétting á inngripum undanfarinna ára“ og að hann vænti þess að hún yrði ekki afturkölluð. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði upphaflega að hækkunin væri „mjög mikil“ og þarfnaðist skýringa, en kvaðst síðar ekki spenntur fyrir því að grípa inn í hana.

Laun þingmanna voru hækkuð um 338 þúsund krónur á mánuði 29. október í 1,1 milljón króna á mánuði, fyrir utan álagsgreiðslur. Hækkunin nemur 1,3 lágmarkslaunum, sem eru 260 þúsund krónur á mánuði. Ráðherrar og forseti Íslands hækkuðu um hálfa milljón króna í mánaðarlaunum á sama tíma.

„Verið er að leiðrétta alls konar inngrip“

„Ég býst ekki við því að hróflað verði við úrskurði kjararáðs, þrátt fyrir óánægju. Verið er að leiðrétta alls konar inngrip undanfarinna ára og því á ég ekki von á að gripið verði inn í ákvörðun kjararáðs,“ segir Benedikt Jóhannesson í Morgunblaðinu í dag.

Þingmenn og ráðherrar fá meiri launahækkanirSamanburður á þróun launavísitölu, sem birtir almenna launaþróun, við launaþróun alþingismanna og ráðherra, sýnir að stjórnmálamenn hafa notið mun meiri launahækkana en almenningur á síðustu 10 árum.

Mun meiri hækkun en hjá almenningi

Þingmenn hafa hins vegar hækkað mun meira í launum en almennir launþegar á undanförnum árum.

Árið 2013 voru laun þingmanna 630.024 krónur og hafa þau því hækkað um 74,8 prósent á rúmlega þremur árum. Launavísitala, sem sýnir almenna launaþróun, hefur hins vegar aðeins hækkað um 28,9 prósent á sama tímabili. 

Hluti af hækkuninni skýrist af því að þingmenn voru lækkaðir í launum um 7,5% samkvæmt lagabreytingu 1. janúar 2009 vegna efnahagshrunsins. En það segir ekki alla söguna, því munurinn á launahækkunum alþingismanna og kjósenda þeirra teygir sig yfir lengra tímabil.

Árið 2006 voru laun alþingismanna 485.579 krónur á mánuði. Þar sem þau eru nú 1.101.194 krónur er hækkun þeirra 127 prósent á tíu árum.  

Almenn launaþróun frá árinu 2006 er hins vegar 98,6 prósent hækkun á tíu árum fram í september 2016, samkvæmt launavísitölu, töluvert minna en þingmanna. Þingmenn hafa því hækkað í launum 28,4 prósentustigum meira en almenningur á síðustu tíu árum. 

Forsetinn gagnrýndi hækkunina

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, gagnrýndi launahækkunina daginn sem hún var tilkynnt og vísaði málinu óformlega til þingsins. „Ég bað ekki um þessa kauphækkun. Ég vissi ekki af þessari kauphækkun. Ég þarf ekki þessa kauphækkun. Margir þingmenn hafa lýst andúð sinni á þessari ákvörðun kjararáðs. Ég vænti þess að þingið vindi þá ofan af þessari ákvörðun,“ sagði hann.

„Mjög mikil hækkun“Bjarni Benediktsson skipaði meðal annarra í kjararáð en vill ekki grípa inn í ákvörðunina sem veitir honum hálfrar milljón króna launahækkun.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, skipaði einn af fimm meðlimum kjararáðs, auk þess sem þrír til viðbótar voru skipaðir af Alþingi, sagði að launahækkanirnar þörfnuðust skýringa, vegna þess hversu háar þær væru. „Þetta er mjög mikil hækkun og hún þarfnast ítarlegra útskýringa,“ sagði hann.

Síðar, í byrjun desember, sagðist hann ekki spenntur fyrir því að Alþingi gripi inn í þessar miklu launahækkanir alþingismanna og ráðherra. Samkvæmt fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis sagði Bjarni kjararáð vera „hálfgerðan dómstól og vildi síður að Alþingi væri að skipta sér af þeim úrskurði með beinum hætti“.

Bjarni sagði í fyrra að kerfið utan um kjararáð væri „handónýtt, bara handótnýtt“. 

Formaður kjararáðs, Jónas Þór Guðmundsson, hefur verið virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins. Fjórir af fimm meðlimum ráðsins eru pólitískt skipaðir, af alþingismönnunum og ráðherranum hjá hverjum ráðið hækkaði laun verulega á kjördag.

Varaði við launahækkunum almennings

Þorsteinn VíglundssonVaraði við því að fólk fengi launahækkanir.

Samflokksmaður Benedikts Jóhannessonar hjá Viðreisn, Þorsteinn Víglundsson, gagnrýndi launahækkanir almennings harðlega í fyrra. Þorsteinn var þá formaður Samtaka atvinnulífsins en er nú nýkjörinn þingmaður. Hann varaði við því að launahækkanir mættu mest verða 3 til 4 prósent til að forðast verðbólgu. „Við höfum séð að framleiðniaukning hefur því miður verið ónóg á síðustu árum. Ekki verið nema um það bil eitt prósent á ári að meðaltali. Það segir okkur að svigrúmið er á bilinu 3 til 4 prósent sem er í kringum 3,5 prósent eins og Seðlabankinn hefur bent á sem að atvinnulífið gæti ráðið við.“

Launahækkanir alþingismanna nema sem áður segir um 75 prósent á síðustu þremur árum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár