Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Bréf til þolandans í nauðgunarmálinu: „Frávísun máls er ekki sýkna“

Sam­tök­in Aktív­ist­ar gegn nauðg­un­ar­menn­ingu hafa gef­ið yf­ir­lýs­ingu vegna nið­ur­fell­ing­ar hér­aðssak­sókn­ara á Hlíða­mál­inu svo­kall­aða. „Skömm­inni hef­ur þú skil­að á sinn stað með kær­unni og fyr­ir það máttu vera stolt af sjálfri þér, þetta krefst mik­ils styrks.“

Bréf til þolandans í nauðgunarmálinu: „Frávísun máls er ekki sýkna“

Samtökin Aktívistar gegn nauðgunarmenningu hafa gefið út yfirlýsingu vegna niðurfellingar héraðssaksóknara á máli sem varðar mennina tvo sem kærðir voru fyrir að nauðga konu í íbúð í Hlíðunum. Í yfirlýsingunni er konan sem kærði mennina ávörpuð:

„Vegna fregna af frávísun í nauðgunarmáli kenndu við Hlíðarnar senda undirritaðar hlutaðeigandi konu/þolanda baráttu- og samúðarkveðjur. Það er þyngra en tárum taki að horfa uppá enn eitt málið í þessum brotaflokki enda með frávísun, en líkt og fram hefur komið er sönnunarbyrði þessara mála þung og landslagið sem horfir við þolendum óvægið og gerendavænt með meiru. Við þig, hugrakka kona (og aðra þolendur í svipaðri stöðu), viljum við segja eftirfarandi: Þú ert ekki ein, við stöndum með þér og hugsum hlýtt til þín. Skömminni hefur þú skilað á sinn stað með kærunni og fyrir það máttu vera stolt af sjálfri þér, þetta krefst mikils styrks. Mundu einnig að frávísun máls er ekki sýkna. Einnig viljum við senda konunni sem á málið sem er enn til meðferðar hjá saksóknaraembættinu baráttukveðjur.

Aktívistar gegn nauðgunarmenningu: María Lilja Þrastardóttir, Brynhildur Yrsa Valkyrja Guðmundsdóttir, Linda Björk Eiríksdóttir, Benedikta Ketilsdóttir, Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, Sóley Tómasdóttir, Steinunn Ýr Einarsdóttir, Elísabet Ýr Atladóttir, Ósk Gunnlaugsdóttir, Birgitta Sigurðardóttir, Hildur Guðbjörnsdóttir, Bjarndís Helga Tómasdóttir, Hugrún Jónsdóttir, Áslaug Hauksdóttir, Særún Magnea Samúelsdóttir, Aðalheiður Jóhannsdóttir, Bára Jóhannesdóttir Guðrúnardóttir, Sigrún Huld Skúladóttir, Fjóla Dísa Skúladóttir, Brynhildur Björnsdóttir, Saga Kjartansdóttir, Erla E. Völudóttir, Edda Ýr Garðardóttir, Guðný Elísa Guðgeirsdóttir, Helga D. Í. Sigurðardóttir, Kristín I. Pálsdóttir og Sóley Björk Stefánsdóttir“

Fer fram á skaðabætur

RÚV greindi frá því fyrr í dag að héraðssaksóknari hefði fellt niður annað mál sem varðar mennina tvo kærðir voru fyrir að nauðga konu í íbúð í Hlíðunum. Málið vakti mikla athygli þegar það kom upp og var það einna helst vegna lýsingar Fréttablaðsins á íbúðinni sem var sögð „útbúin til nauðgana“. Mennirnir voru ekki látnir sitja gæsluvarðhaldi og vakti það mikla reiði. Mótmæli fóru fram fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu og voru mennirnir nafngreindir á samfélagsmiðlum.

Þess ber að geta að um var að ræða tvær nauðgunarkærur og er önnur þeirra enn til meðferðar hjá héraðssaksóknara. Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, lögmaður mannanna, hefur fram á 20 milljónir króna í skaðabætur frá Fréttablaðinu. Kristín Þorsteinsdóttir, aðalritstjóri Fréttablaðsins, sagði á sínum tíma að fréttin hefði verið „bara góð blaðamennska“ og sá enga ástæðu til að biðjast afsökunar eða greiða skaðabætur. „Það er eitt að kæra en annað þegar búið er að ákæra og niðurstaða liggur fyrir í dómsmáli - fjölmiðlar verða að fara sér hægt í að sakfella menn á síðum blaðanna og fólk ætti ekki að setjast of snemma í dómarasætið,“ hefur RÚV eftir Vilhjálmi sem segist ætla að halda til streitu skaðabótamálinu.

Vilhjálmur Hans hefur ennfremur kært konurnar tvær fyrir rangar sakargiftir og aðra þeirra fyrir kynferðisbrot. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynferðisbrot

Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
„Strákar sem mér hefði aldrei dottið í hug að væru að stunda þetta“
Viðtal

„Strák­ar sem mér hefði aldrei dott­ið í hug að væru að stunda þetta“

Krist­björg Mekkín Helga­dótt­ir varð fyr­ir sta­f­rænu kyn­ferð­isof­beldi ný­byrj­uð í mennta­skóla. Hún fékk ábend­ingu frá vini sín­um að mynd sem hún hafði að­eins ætl­að kær­asta sín­um væri kom­in í dreif­ingu. Frá þeirri stundu hef­ur Krist­björg fylgst með síð­um þar sem slík­ar mynd­ir fara í dreif­ingu, lát­ið þo­lend­ur vita og hvatt þá til að hafa sam­band við lög­regl­una, en þeir sem dreifi þeim séu bara „strák­ar úti í bæ“.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár