Neyðarmóttaka Landsspítalans mun upplýsa fjölmiðla um fjölda kynferðisbrotamála á Þjóðhátíð þótt Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum, hafi óskað eftir því að það verði ekki gert. Frá þessu greinir Fréttablaðið í dag.
Í fyrra var lögreglan gagnrýnd harðlega, meðal annars af fagaðilum og þolendum kynferðisbrota, þegar ákveðið var að upplýsa ekki um fjölda tilkynntra kynferðisbrotamála á Þjóðhátíð og viðbragðsaðilar hvattir til að þegja algjörlega um slík mál. Lögreglan í Vestmannaeyjum fylgir sömu stefnu í ár, en yfirlýst markmið er að vernda rannsóknarhagsmuni og hagsmuni brotaþola.
Athugasemdir