Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Almenningi haldið fjarri þjóðhátíðardagskrá og foreldrum kórbarna vísað burt

For­sæt­is­ráð­herra seg­ist kunna illa við girð­ing­ar og bend­ir á þjóð­há­tíð­ar­nefnd og lög­reglu. Þjóð­há­tíð­ar­nefnd kom hvergi ná­lægt ákvörð­un­um um ör­ygg­is­ráð­staf­an­ir og lög­regla seg­ir af­girta svæð­ið hafa ver­ið stækk­að að beiðni for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins og Al­þing­is.

Almenningi haldið fjarri þjóðhátíðardagskrá og foreldrum kórbarna vísað burt

Aðgangur almennings var takmaður verulega og nær allur Austurvöllur afgirtur á meðan þjóðhátíðardagskrá fór fram við styttuna af Jóni Sigurðssyni í dag. 

Gripið var til þessara ráðstafana vegna mótmælanna sem haldin voru á þjóðhátíðardaginn í fyrra þegar þáverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þurfti að flytja hátíðarræðu sína undir bumbuslætti, hrópum og köllum. 

Haft er eftir Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra á Mbl.is að forsætisráðuneytið hafi ekki komið að þeirri ákvörðun að stækka hið afgirta svæði, heldur einungis þjóðhátíðarnefnd Reykjavíkurborgar og lögreglan. 

Þórgnýr Thoroddsen, formaður þjóðhátíðarnefndar, bendir hins vegar á að nefndin komi ekki að ákvörðunum um öryggisráðstafanir og innan hennar hafi engin umræða farið fram um öryggisgæsluna. 

„Þessi umræða fór hvorki fram innan þjóðhátíðarnefndar né er þessi ákvörðun á hendi hennar. Nefndin sér einvörðungu um skipulagningu athafnarinnar fyrir hönd forsætisráðuneytisins og öryggisráðstafanir eru teknar af lögreglu,“ skrifar Þórgnýr á Facebook.

Að sama skapi segir Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar, að borgin hafi ekki óskað eftir girðingunum. „Þvert á móti eru þessar meintu öryggisráðstafanir okkur þvert um geð,“ skrifar hún

Þá er haft eftir Ágústi Svanssyni, aðalvarðstjóra lögreglu sem hafði yfirumsjón með öryggisgæslunni á Austurvelli, í viðtali á Vísi.is að lögreglan hafi ekki komið nálægt þeirri ákvörðun að stækka hið afgirta svæði „öðruvísi en að tryggja öryggi að beiðni forsætisráðuneytisins og Alþingis“. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Þjóðhátíð

Umdeildur lögreglustjóri skorar á bæjarstjórann að bjóða sig fram til Alþingis
FréttirÞjóðhátíð

Um­deild­ur lög­reglu­stjóri skor­ar á bæj­ar­stjór­ann að bjóða sig fram til Al­þing­is

„Í raun gagn­ast þessi þögn þeim sem vilja halda ímynd þjóð­há­tíð­ar sem bestri,“ sagði talskona Stíga­móta í fyrra þeg­ar um­ræð­an um þagn­ar­kröfu á Þjóð­há­tíð stóð sem hæst. Lög­reglu­stjór­inn í Vest­manna­eyj­um fer fyr­ir hópi stuðn­ings­manna Ell­iða Vign­is­son­ar sem mun lík­lega ákveða hvort hann hyggi á þing­fram­boð á Þjóð­há­tíð­inni.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
4
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár