Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Almenningi haldið fjarri þjóðhátíðardagskrá og foreldrum kórbarna vísað burt

For­sæt­is­ráð­herra seg­ist kunna illa við girð­ing­ar og bend­ir á þjóð­há­tíð­ar­nefnd og lög­reglu. Þjóð­há­tíð­ar­nefnd kom hvergi ná­lægt ákvörð­un­um um ör­ygg­is­ráð­staf­an­ir og lög­regla seg­ir af­girta svæð­ið hafa ver­ið stækk­að að beiðni for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins og Al­þing­is.

Almenningi haldið fjarri þjóðhátíðardagskrá og foreldrum kórbarna vísað burt

Aðgangur almennings var takmaður verulega og nær allur Austurvöllur afgirtur á meðan þjóðhátíðardagskrá fór fram við styttuna af Jóni Sigurðssyni í dag. 

Gripið var til þessara ráðstafana vegna mótmælanna sem haldin voru á þjóðhátíðardaginn í fyrra þegar þáverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þurfti að flytja hátíðarræðu sína undir bumbuslætti, hrópum og köllum. 

Haft er eftir Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra á Mbl.is að forsætisráðuneytið hafi ekki komið að þeirri ákvörðun að stækka hið afgirta svæði, heldur einungis þjóðhátíðarnefnd Reykjavíkurborgar og lögreglan. 

Þórgnýr Thoroddsen, formaður þjóðhátíðarnefndar, bendir hins vegar á að nefndin komi ekki að ákvörðunum um öryggisráðstafanir og innan hennar hafi engin umræða farið fram um öryggisgæsluna. 

„Þessi umræða fór hvorki fram innan þjóðhátíðarnefndar né er þessi ákvörðun á hendi hennar. Nefndin sér einvörðungu um skipulagningu athafnarinnar fyrir hönd forsætisráðuneytisins og öryggisráðstafanir eru teknar af lögreglu,“ skrifar Þórgnýr á Facebook.

Að sama skapi segir Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar, að borgin hafi ekki óskað eftir girðingunum. „Þvert á móti eru þessar meintu öryggisráðstafanir okkur þvert um geð,“ skrifar hún

Þá er haft eftir Ágústi Svanssyni, aðalvarðstjóra lögreglu sem hafði yfirumsjón með öryggisgæslunni á Austurvelli, í viðtali á Vísi.is að lögreglan hafi ekki komið nálægt þeirri ákvörðun að stækka hið afgirta svæði „öðruvísi en að tryggja öryggi að beiðni forsætisráðuneytisins og Alþingis“. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Þjóðhátíð

Umdeildur lögreglustjóri skorar á bæjarstjórann að bjóða sig fram til Alþingis
FréttirÞjóðhátíð

Um­deild­ur lög­reglu­stjóri skor­ar á bæj­ar­stjór­ann að bjóða sig fram til Al­þing­is

„Í raun gagn­ast þessi þögn þeim sem vilja halda ímynd þjóð­há­tíð­ar sem bestri,“ sagði talskona Stíga­móta í fyrra þeg­ar um­ræð­an um þagn­ar­kröfu á Þjóð­há­tíð stóð sem hæst. Lög­reglu­stjór­inn í Vest­manna­eyj­um fer fyr­ir hópi stuðn­ings­manna Ell­iða Vign­is­son­ar sem mun lík­lega ákveða hvort hann hyggi á þing­fram­boð á Þjóð­há­tíð­inni.

Mest lesið

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
6
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár