Embætti ríkissaksóknara hefur borist kæra frá 17 manns vegna skýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um búsáhaldabyltinguna. Þetta staðfestir Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari í svari við fyrirspurn Stundarinnar.
Katrín Oddsdóttir héraðsdómslögmaður á Rétti fer með málið fyrir hönd fólksins og óskaði eftir gögnum frá lögreglu í byrjun desember síðastliðinn, skömmu eftir að skýrslan var gerð opinber.
Krafist var upplýsinga um hvað af því sem fram kæmi í skýrslunni væri formlega skráð í upplýsingakerfi lögreglu og hvaða atriði væru einungis hugleiðingar Geirs Jóns Þórissonar. Enn hafa engin svör borist.
Athugasemdir