Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Mátti fræða flokksfélaga um málefni mótmælenda

„Fyr­ir­lest­ur­inn var af al­menn­um toga,“ seg­ir í nið­ur­fell­ing­ar­bréfi rík­is­sak­sókn­ara sem hef­ur vís­að frá kæru á hend­ur starfs­mönn­um lög­regl­unn­ar vegna vinnu­bragð­anna sem við­höfð voru við vinnslu, miðl­un og birt­ingu skýrslu Geirs Jóns Þór­is­son­ar.

Mátti fræða flokksfélaga um málefni mótmælenda

Í  kæru mótmælenda á hendur lögreglu vegna ólöglegrar skráningar, úrvinnslu og miðlunar persónuupplýsinga í skýrslu um Búsáhaldabyltinguna og önnur mótmæli á tímabilinu 2008 til 2011 er fundið að því að Geir Jón Þórisson, skýrsluhöfundur og fyrrverandi yfirlögregluþjónn, hafi fjallað um málefni einstakra mótmælenda í fyrirlestri sem hann hélt í stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins. Umræddur fyrirlestur var haldinn í Valhöll, húsakynnum Sjálfstæðisflokksins, þann 16. október 2012 undir yfirskriftinni „Aðförin að Alþingi – mótmælin við Austurvöll“. Skömmu eftir að Geir Jón hélt erindið gaf hann kost á sér í 5. til 6. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og í dag er hann varaþingmaður flokksins.

Eins og fram kemur í nýjasta tölublaði Stundarinnar hefur ríkissaksóknari vísað kæru mótmælenda frá. Í niðurfellingarbréfinu er því hafnað að Geir Jón hafi gerst sekur um óvarlega meðferð á persónuupplýsingum eða brot á þagnarskyldu þegar hann fundaði með sjálfstæðismönnum um mótmælin. Upptöku af umræddum fundi má sjá hér að neðan:

 


Í kæru mótmælendanna var hnýtt í Geir Jón fyrir að hafa greint frá því á fyrirlestrinum að tiltekinn mótmælandi hefði verið handtekinn fyrir að hafa ekki greitt vararefsingu vegna fyrri brota. „Eru slíkar upplýsingar viðkvæmar í eðli sínu og með öllu óréttlætanlegt að skýrsluhöfundur fjalli um þær á fundi stjórnmálaflokks,“ segir í kærunni. 

Þá er vitnað til ummæla Geirs Jóns í fyrirlestrinum um að „ástæða þess að þeir einstaklingar sem ákærðir voru fyrir árás á Alþingi hefðu verið sýknaðir hefði verið vegna umræðu í [samfélaginu]“ og fullyrt að í slíkum fullyrðingum felist rangar sakargiftir; refsiverð háttsemi sé borin upp á fólk þótt það hafi verið sýknað af dómstólum. 

Saksóknarar í labbitúr
Saksóknarar í labbitúr Sigríður Friðjónsdóttir er ríkissaksóknari og Helgi Magnús Gunnarsson er vararíkissaksóknari. Hér ganga þau framhjá Austurvelli þar sem reglulega var mótmælt á árunum 2008 til 2011.

Fyrirlestur „af almennum toga“

Í niðurfellingarbréfi ríkissaksóknara er fullyrt að fyrirlestur Geirs Jóns hafi verið af almennum toga. Ekki verði ráðið að skýrsluhöfundurinn hafi þar sérstaklega stuðst við skýrslu sína eða greint frá efni hennar. Fram kemur að umfjöllun skýrsluhöfundar á fundinum hafi varðað röð atvika sem voru áberandi í fjölmiðlum og almennri umræðu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Búsáhaldaskýrslan

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár