Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Mátti fræða flokksfélaga um málefni mótmælenda

„Fyr­ir­lest­ur­inn var af al­menn­um toga,“ seg­ir í nið­ur­fell­ing­ar­bréfi rík­is­sak­sókn­ara sem hef­ur vís­að frá kæru á hend­ur starfs­mönn­um lög­regl­unn­ar vegna vinnu­bragð­anna sem við­höfð voru við vinnslu, miðl­un og birt­ingu skýrslu Geirs Jóns Þór­is­son­ar.

Mátti fræða flokksfélaga um málefni mótmælenda

Í  kæru mótmælenda á hendur lögreglu vegna ólöglegrar skráningar, úrvinnslu og miðlunar persónuupplýsinga í skýrslu um Búsáhaldabyltinguna og önnur mótmæli á tímabilinu 2008 til 2011 er fundið að því að Geir Jón Þórisson, skýrsluhöfundur og fyrrverandi yfirlögregluþjónn, hafi fjallað um málefni einstakra mótmælenda í fyrirlestri sem hann hélt í stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins. Umræddur fyrirlestur var haldinn í Valhöll, húsakynnum Sjálfstæðisflokksins, þann 16. október 2012 undir yfirskriftinni „Aðförin að Alþingi – mótmælin við Austurvöll“. Skömmu eftir að Geir Jón hélt erindið gaf hann kost á sér í 5. til 6. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og í dag er hann varaþingmaður flokksins.

Eins og fram kemur í nýjasta tölublaði Stundarinnar hefur ríkissaksóknari vísað kæru mótmælenda frá. Í niðurfellingarbréfinu er því hafnað að Geir Jón hafi gerst sekur um óvarlega meðferð á persónuupplýsingum eða brot á þagnarskyldu þegar hann fundaði með sjálfstæðismönnum um mótmælin. Upptöku af umræddum fundi má sjá hér að neðan:

 


Í kæru mótmælendanna var hnýtt í Geir Jón fyrir að hafa greint frá því á fyrirlestrinum að tiltekinn mótmælandi hefði verið handtekinn fyrir að hafa ekki greitt vararefsingu vegna fyrri brota. „Eru slíkar upplýsingar viðkvæmar í eðli sínu og með öllu óréttlætanlegt að skýrsluhöfundur fjalli um þær á fundi stjórnmálaflokks,“ segir í kærunni. 

Þá er vitnað til ummæla Geirs Jóns í fyrirlestrinum um að „ástæða þess að þeir einstaklingar sem ákærðir voru fyrir árás á Alþingi hefðu verið sýknaðir hefði verið vegna umræðu í [samfélaginu]“ og fullyrt að í slíkum fullyrðingum felist rangar sakargiftir; refsiverð háttsemi sé borin upp á fólk þótt það hafi verið sýknað af dómstólum. 

Saksóknarar í labbitúr
Saksóknarar í labbitúr Sigríður Friðjónsdóttir er ríkissaksóknari og Helgi Magnús Gunnarsson er vararíkissaksóknari. Hér ganga þau framhjá Austurvelli þar sem reglulega var mótmælt á árunum 2008 til 2011.

Fyrirlestur „af almennum toga“

Í niðurfellingarbréfi ríkissaksóknara er fullyrt að fyrirlestur Geirs Jóns hafi verið af almennum toga. Ekki verði ráðið að skýrsluhöfundurinn hafi þar sérstaklega stuðst við skýrslu sína eða greint frá efni hennar. Fram kemur að umfjöllun skýrsluhöfundar á fundinum hafi varðað röð atvika sem voru áberandi í fjölmiðlum og almennri umræðu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Búsáhaldaskýrslan

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár