Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Mótmælendur sem brotið var á bíða enn úrlausnar

„Auð­vit­að ekk­ert skemmti­legt að vita til þess að lög­regl­an hafi um langa hríð fylgst ít­ar­lega með mér, fé­lög­um mín­um og sam­starfs­fólki,“ seg­ir einn þeirra sem kærðu vinnu­brögð lög­regl­unn­ar til rík­is­sak­sókn­ara.

Mótmælendur sem brotið var á bíða enn úrlausnar
Mótmælaalda Fjöldi fólks safnaðist saman á Austurvelli í kjölfar hrunsins og krafðist breytinga. Mynd: Pressphotos

Sautján einstaklingar sem fjallað er um í skýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um mótmæli á tímabilinu 2008 til 2011 bíða enn eftir að ríkissaksóknari taki afstöðu til kæru þeirra vegna ólöglegrar meðferðar á persónuupplýsingum. Um ár er liðið síðan kæran var lögð fram og hefur ríkissaksóknara borist formleg kvörtun frá lögmanni hópsins vegna langs málsmeðferðartíma. Ítrekað hafa verið gefnar út dagsetningar um áætluð málalok af hálfu embættisins sem ekki hafa staðist.  

Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson er einn þeirra sem ákváðu að leita réttar síns. „Eðli málsins samkvæmt finnst mér auðvitað ekkert skemmtilegt að vita til þess að lögreglan hafi um langa hríð fylgst ítarlega með mér, félögum mínum og samstarfsfólki — og í þokkabót fyllt einhverja gagnabanka með upplýsingum af ýmsum toga: allt frá lýsingum á afskiptum lögreglunnar af okkur og eftirgrennslan með ferðum okkur gegnum eftirlitsmyndavélar til beinlínis hreinræktaðs slúðurs og allt að því pervertíska spekúlasjóna um hegðun okkar og hreyfingu,“ segir hann í samtali við Stundina. 

Brot á persónuverndarlögum

Í skýrslu Geirs Jóns Þórissonar, fyrrverandi yfirlögregluþjóns, um búsáhaldabyltinguna og önnur mótmæli á tímabilinu 2008 til 2011, er fjöldi fólks nafngreindur og fjallað um stjórnmálaskoðanir þess. Þegar úrskurðarnefnd um upplýsingamál skikkaði lögreglu til að afhenda skýrsluna haustið 2014 mistókst að afmá nöfn og persónugreinanlegar upplýsingar. 

Í kjölfarið komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu, þann 25. febrúar 2015, að öryggi hefði ekki verið nægilega tryggt við vinnslu persónuupplýsinga í samantektinni. Skráning slíkra upplýsinga um mótmælendur hefði verið óheimil auk þess sem lögregla teldist hafa brotið persónuverndarlög þegar skýrslan var gerð opinber án þess að persónugreinanlegar upplýsingar um mótmælendur og lögreglumenn væru afmáðar. 

Mistök lögreglu ollu því að 75 einstaklingar voru nafngreindir og kennitölur þeirra birtar. Í skýrslunni er fjallað um börn og unglinga, fjölskyldutengsl mótmælenda og leiddar líkur að því að sumir þeirra eigi við geðræn vandamál að stríða. Ljóst er af skýrslunni að þegar mótmælin stóðu yfir fylgdist lögreglan sérstaklega með þeim sem taldir voru aðhyllast anarkisma, en orðið „anarkisti“ kemur 16 sinnum fyrir í skýrslunni. Í eitt skipti virðist lögregla hafa elt „anarkista“ af vettvangi mótmæla og fylgst sérstaklega með þeim og annars staðar kemur fram að ákveðið hafi verið að kippa „anarkistum“ út úr hópi mótmælenda. 

Óafturkræf áhrif

Þann 10. mars í fyrra kærðu 17 einstaklingar vinnubrögð lögreglu til ríkissaksóknara. Jafnframt var ríkislögmanni sent bréf þar sem krafist var 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Búsáhaldaskýrslan

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár