Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Mótmælendur sem brotið var á bíða enn úrlausnar

„Auð­vit­að ekk­ert skemmti­legt að vita til þess að lög­regl­an hafi um langa hríð fylgst ít­ar­lega með mér, fé­lög­um mín­um og sam­starfs­fólki,“ seg­ir einn þeirra sem kærðu vinnu­brögð lög­regl­unn­ar til rík­is­sak­sókn­ara.

Mótmælendur sem brotið var á bíða enn úrlausnar
Mótmælaalda Fjöldi fólks safnaðist saman á Austurvelli í kjölfar hrunsins og krafðist breytinga. Mynd: Pressphotos

Sautján einstaklingar sem fjallað er um í skýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um mótmæli á tímabilinu 2008 til 2011 bíða enn eftir að ríkissaksóknari taki afstöðu til kæru þeirra vegna ólöglegrar meðferðar á persónuupplýsingum. Um ár er liðið síðan kæran var lögð fram og hefur ríkissaksóknara borist formleg kvörtun frá lögmanni hópsins vegna langs málsmeðferðartíma. Ítrekað hafa verið gefnar út dagsetningar um áætluð málalok af hálfu embættisins sem ekki hafa staðist.  

Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson er einn þeirra sem ákváðu að leita réttar síns. „Eðli málsins samkvæmt finnst mér auðvitað ekkert skemmtilegt að vita til þess að lögreglan hafi um langa hríð fylgst ítarlega með mér, félögum mínum og samstarfsfólki — og í þokkabót fyllt einhverja gagnabanka með upplýsingum af ýmsum toga: allt frá lýsingum á afskiptum lögreglunnar af okkur og eftirgrennslan með ferðum okkur gegnum eftirlitsmyndavélar til beinlínis hreinræktaðs slúðurs og allt að því pervertíska spekúlasjóna um hegðun okkar og hreyfingu,“ segir hann í samtali við Stundina. 

Brot á persónuverndarlögum

Í skýrslu Geirs Jóns Þórissonar, fyrrverandi yfirlögregluþjóns, um búsáhaldabyltinguna og önnur mótmæli á tímabilinu 2008 til 2011, er fjöldi fólks nafngreindur og fjallað um stjórnmálaskoðanir þess. Þegar úrskurðarnefnd um upplýsingamál skikkaði lögreglu til að afhenda skýrsluna haustið 2014 mistókst að afmá nöfn og persónugreinanlegar upplýsingar. 

Í kjölfarið komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu, þann 25. febrúar 2015, að öryggi hefði ekki verið nægilega tryggt við vinnslu persónuupplýsinga í samantektinni. Skráning slíkra upplýsinga um mótmælendur hefði verið óheimil auk þess sem lögregla teldist hafa brotið persónuverndarlög þegar skýrslan var gerð opinber án þess að persónugreinanlegar upplýsingar um mótmælendur og lögreglumenn væru afmáðar. 

Mistök lögreglu ollu því að 75 einstaklingar voru nafngreindir og kennitölur þeirra birtar. Í skýrslunni er fjallað um börn og unglinga, fjölskyldutengsl mótmælenda og leiddar líkur að því að sumir þeirra eigi við geðræn vandamál að stríða. Ljóst er af skýrslunni að þegar mótmælin stóðu yfir fylgdist lögreglan sérstaklega með þeim sem taldir voru aðhyllast anarkisma, en orðið „anarkisti“ kemur 16 sinnum fyrir í skýrslunni. Í eitt skipti virðist lögregla hafa elt „anarkista“ af vettvangi mótmæla og fylgst sérstaklega með þeim og annars staðar kemur fram að ákveðið hafi verið að kippa „anarkistum“ út úr hópi mótmælenda. 

Óafturkræf áhrif

Þann 10. mars í fyrra kærðu 17 einstaklingar vinnubrögð lögreglu til ríkissaksóknara. Jafnframt var ríkislögmanni sent bréf þar sem krafist var 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Búsáhaldaskýrslan

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár