Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Mótmælendur sem brotið var á bíða enn úrlausnar

„Auð­vit­að ekk­ert skemmti­legt að vita til þess að lög­regl­an hafi um langa hríð fylgst ít­ar­lega með mér, fé­lög­um mín­um og sam­starfs­fólki,“ seg­ir einn þeirra sem kærðu vinnu­brögð lög­regl­unn­ar til rík­is­sak­sókn­ara.

Mótmælendur sem brotið var á bíða enn úrlausnar
Mótmælaalda Fjöldi fólks safnaðist saman á Austurvelli í kjölfar hrunsins og krafðist breytinga. Mynd: Pressphotos

Sautján einstaklingar sem fjallað er um í skýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um mótmæli á tímabilinu 2008 til 2011 bíða enn eftir að ríkissaksóknari taki afstöðu til kæru þeirra vegna ólöglegrar meðferðar á persónuupplýsingum. Um ár er liðið síðan kæran var lögð fram og hefur ríkissaksóknara borist formleg kvörtun frá lögmanni hópsins vegna langs málsmeðferðartíma. Ítrekað hafa verið gefnar út dagsetningar um áætluð málalok af hálfu embættisins sem ekki hafa staðist.  

Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson er einn þeirra sem ákváðu að leita réttar síns. „Eðli málsins samkvæmt finnst mér auðvitað ekkert skemmtilegt að vita til þess að lögreglan hafi um langa hríð fylgst ítarlega með mér, félögum mínum og samstarfsfólki — og í þokkabót fyllt einhverja gagnabanka með upplýsingum af ýmsum toga: allt frá lýsingum á afskiptum lögreglunnar af okkur og eftirgrennslan með ferðum okkur gegnum eftirlitsmyndavélar til beinlínis hreinræktaðs slúðurs og allt að því pervertíska spekúlasjóna um hegðun okkar og hreyfingu,“ segir hann í samtali við Stundina. 

Brot á persónuverndarlögum

Í skýrslu Geirs Jóns Þórissonar, fyrrverandi yfirlögregluþjóns, um búsáhaldabyltinguna og önnur mótmæli á tímabilinu 2008 til 2011, er fjöldi fólks nafngreindur og fjallað um stjórnmálaskoðanir þess. Þegar úrskurðarnefnd um upplýsingamál skikkaði lögreglu til að afhenda skýrsluna haustið 2014 mistókst að afmá nöfn og persónugreinanlegar upplýsingar. 

Í kjölfarið komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu, þann 25. febrúar 2015, að öryggi hefði ekki verið nægilega tryggt við vinnslu persónuupplýsinga í samantektinni. Skráning slíkra upplýsinga um mótmælendur hefði verið óheimil auk þess sem lögregla teldist hafa brotið persónuverndarlög þegar skýrslan var gerð opinber án þess að persónugreinanlegar upplýsingar um mótmælendur og lögreglumenn væru afmáðar. 

Mistök lögreglu ollu því að 75 einstaklingar voru nafngreindir og kennitölur þeirra birtar. Í skýrslunni er fjallað um börn og unglinga, fjölskyldutengsl mótmælenda og leiddar líkur að því að sumir þeirra eigi við geðræn vandamál að stríða. Ljóst er af skýrslunni að þegar mótmælin stóðu yfir fylgdist lögreglan sérstaklega með þeim sem taldir voru aðhyllast anarkisma, en orðið „anarkisti“ kemur 16 sinnum fyrir í skýrslunni. Í eitt skipti virðist lögregla hafa elt „anarkista“ af vettvangi mótmæla og fylgst sérstaklega með þeim og annars staðar kemur fram að ákveðið hafi verið að kippa „anarkistum“ út úr hópi mótmælenda. 

Óafturkræf áhrif

Þann 10. mars í fyrra kærðu 17 einstaklingar vinnubrögð lögreglu til ríkissaksóknara. Jafnframt var ríkislögmanni sent bréf þar sem krafist var 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Búsáhaldaskýrslan

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár