Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Kæru mótmælenda á hendur lögreglu vísað frá

Rík­is­sak­sókn­ari mun ekki hefja op­in­bera rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­reglu við vinnslu og miðl­un skýrslu Geirs Jóns Þór­is­son­ar. Per­sónu­vernd taldi per­sónu­vernd­ar­lög brot­in þeg­ar born­ar voru rang­ar sak­ir á nafn­greinda ein­stak­linga og dylgj­að um stjórn­mála­skoð­an­ir og geð­heilsu mót­mæl­enda.

Kæru mótmælenda á hendur lögreglu vísað frá
„Anarkistar“ undir sérstöku eftirliti Skýrslan um mótmæli á tímabilinu 2008 til 2011 sýnir að lögregla dró mótmælendur í dilka eftir stjórnmálaskoðunum. Mynd: E.Ól.

Ríkissaksóknari hefur vísað frá kæru á hendur starfsmönnum lögreglunnar vegna vinnubragðanna sem viðhöfð voru við vinnslu, miðlun og birtingu svonefndrar Samantektar á skipulagi lögreglu við mótmælin 2008 til 2011. „Er það mat ríkissaksóknara að ekki sé grundvöllur til að hefja opinbera rannsókn vegna kærunnar og það eigi að vísa henni frá,“ segir í niðurfellingarbréfi embættisins. 

Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, er höfundur skýrslunnar en í henni er fjallað um mótmælin og fjöldi fólks nafngreindur ásamt kennitölum. Þegar úrskurðarnefnd um upplýsingamál skikkaði lögregluna á höfuðborgarsvæðinu til að afhenda skýrsluna haustið 2014 mistókst að afmá nöfn og persónugreinanlegar upplýsingar. Í kjölfarið komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu, þann 25. febrúar 2015, að lögreglan hefði farið á svig við persónuverndarlög.

Með niðurfellingu ríkissaksóknara liggur fyrir að enginn starfsmaður lögreglunnar mun þurfa að svara til saka fyrir ólöglega skráningu og úrvinnslu persónuupplýsinga né þau mistök sem ollu því að 75 einstaklingar voru nafngreindir og kennitölur þeirra birtar.

Í skýrslunni er fjallað um börn og unglinga og fjölskyldutengsl mótmælenda; leiddar eru líkur að því að nafngreindir aðilar eigi við geðræn vandamál að stríða auk þess sem nokkrir mótmælendur eru ranglega sagðir hafa verið kærðir fyrir ofbeldi gegn opinberum starfsmanni. Embætti ríkissaksóknara telur ekkert af þessu gefa tilefni til að hefja sakamálarannsókn á athæfi lögreglunnar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Búsáhaldaskýrslan

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu