Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Kæru mótmælenda á hendur lögreglu vísað frá

Rík­is­sak­sókn­ari mun ekki hefja op­in­bera rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­reglu við vinnslu og miðl­un skýrslu Geirs Jóns Þór­is­son­ar. Per­sónu­vernd taldi per­sónu­vernd­ar­lög brot­in þeg­ar born­ar voru rang­ar sak­ir á nafn­greinda ein­stak­linga og dylgj­að um stjórn­mála­skoð­an­ir og geð­heilsu mót­mæl­enda.

Kæru mótmælenda á hendur lögreglu vísað frá
„Anarkistar“ undir sérstöku eftirliti Skýrslan um mótmæli á tímabilinu 2008 til 2011 sýnir að lögregla dró mótmælendur í dilka eftir stjórnmálaskoðunum. Mynd: E.Ól.

Ríkissaksóknari hefur vísað frá kæru á hendur starfsmönnum lögreglunnar vegna vinnubragðanna sem viðhöfð voru við vinnslu, miðlun og birtingu svonefndrar Samantektar á skipulagi lögreglu við mótmælin 2008 til 2011. „Er það mat ríkissaksóknara að ekki sé grundvöllur til að hefja opinbera rannsókn vegna kærunnar og það eigi að vísa henni frá,“ segir í niðurfellingarbréfi embættisins. 

Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, er höfundur skýrslunnar en í henni er fjallað um mótmælin og fjöldi fólks nafngreindur ásamt kennitölum. Þegar úrskurðarnefnd um upplýsingamál skikkaði lögregluna á höfuðborgarsvæðinu til að afhenda skýrsluna haustið 2014 mistókst að afmá nöfn og persónugreinanlegar upplýsingar. Í kjölfarið komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu, þann 25. febrúar 2015, að lögreglan hefði farið á svig við persónuverndarlög.

Með niðurfellingu ríkissaksóknara liggur fyrir að enginn starfsmaður lögreglunnar mun þurfa að svara til saka fyrir ólöglega skráningu og úrvinnslu persónuupplýsinga né þau mistök sem ollu því að 75 einstaklingar voru nafngreindir og kennitölur þeirra birtar.

Í skýrslunni er fjallað um börn og unglinga og fjölskyldutengsl mótmælenda; leiddar eru líkur að því að nafngreindir aðilar eigi við geðræn vandamál að stríða auk þess sem nokkrir mótmælendur eru ranglega sagðir hafa verið kærðir fyrir ofbeldi gegn opinberum starfsmanni. Embætti ríkissaksóknara telur ekkert af þessu gefa tilefni til að hefja sakamálarannsókn á athæfi lögreglunnar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Búsáhaldaskýrslan

Mest lesið

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár