Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Kæru mótmælenda á hendur lögreglu vísað frá

Rík­is­sak­sókn­ari mun ekki hefja op­in­bera rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­reglu við vinnslu og miðl­un skýrslu Geirs Jóns Þór­is­son­ar. Per­sónu­vernd taldi per­sónu­vernd­ar­lög brot­in þeg­ar born­ar voru rang­ar sak­ir á nafn­greinda ein­stak­linga og dylgj­að um stjórn­mála­skoð­an­ir og geð­heilsu mót­mæl­enda.

Kæru mótmælenda á hendur lögreglu vísað frá
„Anarkistar“ undir sérstöku eftirliti Skýrslan um mótmæli á tímabilinu 2008 til 2011 sýnir að lögregla dró mótmælendur í dilka eftir stjórnmálaskoðunum. Mynd: E.Ól.

Ríkissaksóknari hefur vísað frá kæru á hendur starfsmönnum lögreglunnar vegna vinnubragðanna sem viðhöfð voru við vinnslu, miðlun og birtingu svonefndrar Samantektar á skipulagi lögreglu við mótmælin 2008 til 2011. „Er það mat ríkissaksóknara að ekki sé grundvöllur til að hefja opinbera rannsókn vegna kærunnar og það eigi að vísa henni frá,“ segir í niðurfellingarbréfi embættisins. 

Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, er höfundur skýrslunnar en í henni er fjallað um mótmælin og fjöldi fólks nafngreindur ásamt kennitölum. Þegar úrskurðarnefnd um upplýsingamál skikkaði lögregluna á höfuðborgarsvæðinu til að afhenda skýrsluna haustið 2014 mistókst að afmá nöfn og persónugreinanlegar upplýsingar. Í kjölfarið komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu, þann 25. febrúar 2015, að lögreglan hefði farið á svig við persónuverndarlög.

Með niðurfellingu ríkissaksóknara liggur fyrir að enginn starfsmaður lögreglunnar mun þurfa að svara til saka fyrir ólöglega skráningu og úrvinnslu persónuupplýsinga né þau mistök sem ollu því að 75 einstaklingar voru nafngreindir og kennitölur þeirra birtar.

Í skýrslunni er fjallað um börn og unglinga og fjölskyldutengsl mótmælenda; leiddar eru líkur að því að nafngreindir aðilar eigi við geðræn vandamál að stríða auk þess sem nokkrir mótmælendur eru ranglega sagðir hafa verið kærðir fyrir ofbeldi gegn opinberum starfsmanni. Embætti ríkissaksóknara telur ekkert af þessu gefa tilefni til að hefja sakamálarannsókn á athæfi lögreglunnar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Búsáhaldaskýrslan

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár