Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Þorsteinn Már hefur safnað 24 milljarða króna eignum í félagi sínu

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, hef­ur safn­að mikl­um auðæf­um í eign­ar­halds­fé­lagi sínu. Áætl­að hef­ur hann hagn­ast per­sónu­lega um tæp­lega 1,8 millj­arða króna á veið­um sem byggja á mútu­greiðsl­um.

Þorsteinn Már hefur safnað 24 milljarða króna eignum í félagi sínu
Þorsteinn Már Baldvinsson Forstjóri Samherja situr á 24 milljörðum króna í gegnum eignarhald sitt í Samherja. Mynd: Haraldur Guðjónsson

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri og stærsti eigandi Samherja, hefur á undanförnum árum safnað gríðarlegum auði. Þorsteinn Már á um 24 milljarða króna eignir í gegnum félag sitt, og má áætla að hann hafi persónulega hagnast um tæplega 1,8 milljarða króna af veiðum Samherja við Namibíu, sem byggðu á stórfelldum mútugreiðslum til þeirra sem hafa vald til að úthluta kvóta í landinu.

Þorsteinn á 24 milljarða króna

Opinberar tekjur Þorsteins segja lítið um raunverulega eignasöfnun hans. Þannig gáfu tekjuskrár Ríkisskattstjóra til kynna að í fyrra hafi Þorsteinn fengið 3,9 milljónir króna í launatekjur á mánuði og rúmar fjórar milljónir króna á mánuði í fjármagnstekjur. Þessar tekjur segja aðeins litla sögu, þar sem raunveruleg eignasöfnun á sér stað inni í eignarhaldsfélagi hans.

Einungis á síðasta ári jukust eignir Eignarhaldsfélagsins Steins ehf. um níu milljarða króna. Þorsteinn Már á 51 prósent í eignarhaldsfélaginu og fyrrverandi eiginkona hans, Helga S. Guðmundsdóttir, á 49 prósent. Af 48 milljarða króna eignum félagsins á Þorsteinn því persónulega tilkall til ríflega 24 milljarða króna.

Áætlað er að hagnaður Samherja af Namibíuveiðunum hafi verið um 10 milljarðar króna á tímabilinu 2012 til 2018. Að gefnum endanlegum eignarhlut Þorsteins hefur hann hagnast persónulega um 1,77 milljarða króna vegna Namibíuveiðanna, sem urðu fyrir tilstuðlan mútugreiðslna.

Skella skuldinni á uppljóstrara

Tveir namibískir ráðherrar hafa sagt af sér eftir að fjallað var um mútugreiðslur til þeirra frá Samherja í samstarfi Wikileaks, Stundarinnar, Kveiks og Al Jazeera. Auk þess hefur verið fjallað um málið í namibíska dagblaðinu The Namibian. Ráðherrarnir og aðilar tengdir þeim höfðu fengið mútugreiðslur frá Samherja upp á meira en milljarð króna, að hluta til í gegnum aflandsfélög. Annar ráðherranna sem sögðu af sér, dómsmálaráðherrann Sacky Shangala, hefur oftar en einu sinni komið til Íslands á vegum Samherja. Samherji bauð auk þess hingað til lands tengdasyni sjávarútvegsráðherrans og náfrænda tengdasonarins, sem stýrði ríkisfyrirtækinu Fishcor, sem aftur lét Samherja fá kvóta. 

Samherji hefur skellt skuldinni á uppljóstrarann í málinu, Jóhannes Stefánsson, sem stýrði starfseminni í Namibíu. 

„Okkur er illa brugðið,“ sagði Þorsteinn Már Baldvinsson í yfirlýsingu í gærkvöld. „Ekki einungis við það að Jóhannes staðhæfi að hann hafi tekið þátt í starfsemi af því tagi sem hann lýsir en ekki síður að hann skuli einnig beina ásökunum sínum að fyrrum samstarfsfólki sínu hjá Samherja. Þetta eru ekki vinnubrögð sem við könnumst við.“

Gögn sýna hins vegar að Samherji greiddi mörg hundruð milljónir króna í mútur, meðal annars 280 milljónir króna frá Kýpurfélögum Samherja, eftir að Jóhannes hætti störfum, auk þess sem greiðslurnar voru mestmegnis framkvæmdar í gegnum félög sem Jóhannes hafði ekki prókúru fyrir

Jóhannes segir í samtali við Stundina að Þorsteinn Már hafi að stórum hluta skipulagt mútugreiðslurnar. „Hann veit allt og ekkert gerist án hans samþykkis.“ Í skýrslu sem KPMG gerði um starfsemi Samherja kom fram að Þorsteinn væri „miðpunktur fyrirtækisins“. Þá eru mörg dæmi um að Þorsteinn hafi fundað með mútuþegunum, á Íslandi sem og í Namibíu.

Sjá umfjöllun Stundarinnar um mútugreiðslurnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
„Samherji gegndi lykilhlutverki í þessu hneyksli“ - Opið bréf til forsætisráðherra frá Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

„Sam­herji gegndi lyk­il­hlut­verki í þessu hneyksli“ - Op­ið bréf til for­sæt­is­ráð­herra frá Namib­íu

Slétt­um fjór­um ár­um eft­ir að ljóstr­að var upp um fram­ferði Sam­herja í Namib­íu kall­ar leið­togi namib­ísku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar eft­ir því að ís­lensk stjórn­völd taki ábyrgð, í opnu bréfi til for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands. Hundrað millj­óna rík­is­styrk­ur til Sam­herja vek­ur reiði í Namib­íu.
Lögmaður namibískra sjómanna við Samherja: „Borgið það sem þið skuldið þeim“
RannsóknirSamherjaskjölin

Lög­mað­ur namib­ískra sjó­manna við Sam­herja: „Borg­ið það sem þið skuld­ið þeim“

Lög­mað­ur skip­verj­anna tutt­ugu og þriggja sem dæmd­ar voru bæt­ur vegna ólög­legr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, kall­ar eft­ir því að Ís­lend­ing­ar axli ábyrgð á fram­komu sinni í Namib­íu. Það stand­ist enga skoð­un að Sam­herji hafi ekki vit­að af mál­inu. For­stjóri Sam­herja lof­aði því að fyr­ir­tæk­ið myndi sjá til þess að stað­ið yrði við all­ar skuld­bind­ing­ar og sér­stak­lega hug­að að sjó­mönn­um sem starf­að hefðu fyr­ir fé­lag­ið.
Namibískir sjómenn stefna Samherjamanni eftir tveggja ára bið eftir bótum
FréttirSamherjaskjölin

Namib­ísk­ir sjó­menn stefna Sam­herja­manni eft­ir tveggja ára bið eft­ir bót­um

Á þriðja tug namib­ískra sjó­manna sem voru dæmd­ar bæt­ur vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, hafa enn ekki feng­ið þær greidd­ar. Lög­mað­ur þeirra gagn­rýn­ir for­svars­menn Sam­herja fyr­ir að gang­ast ekki við ábyrgð sinni og hef­ur nú stefnt ein­um stjórn­anda Sam­herja og dótt­ur­fé­lagi þess, fyr­ir dóm í Namib­íu.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár