Nýtt efni

Flokkaflakk Íslands – þvert á flokka
Margir ræðumanna á mótmælum gegn hælisleitendum hafa leitað hugmyndum sínum farveg innan stjórnmálaflokka undanfarna áratugi en ekki haft erindi sem erfiði. „Augljós markaður fyrir þessi sjónarmið,“ sagði einn á leyniupptöku áður en hann steig á svið fyrir hópinn.


Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir
Að leita sér hjálpar
Leikarinn Elliot Page birti mynd af sér og kærustunni sinni á regnbogagötunni á Skólavörðustíg og kommentakerfið fylltist af niðrandi athugasemdum. Ákall til leikarans um að leita sér hjálpar er áhugavert, því það er einmitt það sem trans fólk gerir.

Brokkgengur ferill launahæsta forstjórans
Viðsnúningur hefur orðið á rekstri Alvotech sem Róbert Wessman stýrir. Mikið hefur verið lagt í ímyndarsköpun á „vörumerkinu Róbert Wessman“ á tíma tapreksturs, illdeilna við Björgólf Thor og ásakana kollega og starfsfólks Alvotech vegna hegðunar Róberts.


Indriði Þorláksson
Veiðigjald og verðlag
Á Alþingi stendur yfir eitt lengsta málþóf sögunnar vegna fyrirhugaðra breytinga á veiðigjöldum. Þrátt fyrir það hefur ekki tekist að sýna fram á skaðsemina sem stórútgerðir segjast verða fyrir.


Borgþór Arngrímsson
Færri vilja kunna brauð að baka
Dæmigerður sunnudagsmorgunn er í hugum margra Dana skreppitúr í bakaríið eftir rúnstykkjum og vínarbrauði, og áður fyrr með viðkomu hjá blaðasalanum. Sífellt færri vilja gera baksturinn að ævistarfi og margir bakarar neyðast til að hafa lokað á sunnudögum. Lærðum bökurum hefur fækkað um 50 prósent á 10 árum.

Úkraínskir flóttamenn styrkja pólskt efnahagslíf
Úkraínskir flóttamenn hafa haft jákvæð áhrif á efnahag Póllands, meðal annars með auknu vinnuframboði og skattgreiðslum. Þrátt fyrir aukna andúð í pólitískri umræðu sýna gögn að þeir stuðla að hagvexti.

Sósíalistar vilja skýr svör frá Sönnu
Sanna Magdalena Mörtudóttir hugsar stöðu sína og segir Sósíalistaflokkinn klofinn eftir að ný stjórn kærði flokksmenn til lögreglu fyrir umboðssvik. Stjórnarmaður Sósíalista segir Sönnu þurfa að fara að skýra afstöðu sína sem fyrst.

Verðmætasta starfsfólk Íslands: Tugmilljónatekjur íslenskra forstjóra
Launahæsti forstjórinn í íslensku Kauphöllinni stýrir fyrirtæki sem hefur tapað tugum milljarða frá stofnun. Hann ber höfuð og herðar yfir aðra forstjóra þegar kemur að tekjum en alla jafna njóta þeir kjara sem eru á við tíföld meðallaun á íslenskum vinnumarkaði.

Bókarkafli: Dúkkuverksmiðjan
Júlía Margrét Einarsdóttir sendi nýverið frá sér skáldsöguna Dúkkuverksmiðjuna. Heimildin birtir kafla úr bókinni.


Sif Sigmarsdóttir
Börn vafin í bómull
Bókaáhuginn blómstraði þar sem börnin börðust til síðasta manns í „bókabardaganum“.

Vilja skýrslu um innflytjendur og fæðingartíðni
Þingmenn Miðflokks og Sjálfstæðisflokks vilja 100 ára spá um fæðingartíðni Íslendinga og fjölgun innflytjenda.

Gleðiganga undir vökulu auga lögreglu
Kári Garðarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ´78, segir upplifunina hafa verið magnaða á ólöglegri gleðigöngu í Búdapest. Þátttakendum göngunnar fjölgaði úr 30 þúsund í 200 þúsund í ár. Lögregla var með viðbúnað og greindi andlit fólks til að beita sektum.

„Stórundarlegt“ að Hafnarfjörður samþykki borholur í Krýsuvík
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir „stórundarlegt“ að Hafnarfjarðarbær hafi samþykkt tilraunaborholur rétt hjá langvinsælasta ferðamannastað sveitarfélagsins. Framkvæmdir við fyrstu borholu standa yfir í návígi við Seltún. Valdimar Víðisson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, hefur ekki áhyggjur af ferðaþjónustunni.


Erla Hlynsdóttir
Þegar tilveran kólnar
Einhverfir eru níu sinnum líklegri til að deyja af völdum sjálfsvíga en aðrir. Samt er engin sérhæfð heilbrigðisþjónusta á Íslandi fyrir einhverft fólk yfir átján ára. Það veit heldur enginn hversu margir einhverfir þurfa á geðheilbrigðisþjónustu að halda hér á landi því það er svo erfitt að komast að í greiningu.
Athugasemdir