Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Yfirlögfræðingur Samherja er ræðismaður skattaparadísarinnar Kýpur og fundaði með mútuþegunum

Yf­ir­lög­fræð­ing­ur Sam­herja, Arna Bryn­dís Bald­vins McClure, er ræð­is­mað­ur Kýp­ur á Ís­landi, en mútu­greiðsl­ur fyr­ir­tæk­is­ins fóru fram í gegn­um dótt­ur­fé­lag þess á eyj­unni.

Yfirlögfræðingur Samherja er ræðismaður skattaparadísarinnar Kýpur og fundaði með mútuþegunum
Kvöldverðurinn á RUB 23 Veitingastaðurinn í Reykjavík var að hluta í eigu Samherja. Jóhannes Stefánsson uppljóstrari og Arna Bryndís Baldvins McClure yfirlögfræðingur skemmtu sér með namibísku þremenningunum og hagsmunaaðilum frá Angóla.

Yfirlögfræðingur Samherja, Arna Bryndís Baldvins McClure, var viðstödd kvöldverð með namibísku þremenningunum, hagsmunaaðilum frá Angóla, og Jóhannesi Stefánssyni uppljóstrara á Íslandi árið 2013. Arna er kjörræðismaður Kýpur á Íslandi, en mútugreiðslur til Dubai-félags Namibíumanna fóru fram í gegnum dótturfélag Samherja, Esja Seafood, sem er til heimilis á Kýpur.

Kvöldverðurinn með Örnu fór fram í einni af Íslandsheimsóknum namibísku þremenninganna, James Hatuikulipi, Tamson „Fitty“ Hatuikulipi og Sacky Shangala, sem allir tengjast stjórnmálaflokknum SWAPO. James er stjórnarformaður ríkisfyrirtækisins Fishcor, stærsta kvótaeigana Namibíu, Tamson er tengdarsonur sjávarútvegsráðherrans Bernhardt Esau og Sacky var dómsmálaráðherra Namibíu þar til hann sagði af sér í kjölfar uppljóstrananna.

Snæddu þremenningarnir á veitingastaðnum RUB 23 í Reykjavík, sem var í eigu Samherja að hluta, með starfsmönnum félagsins. Viðstaddir voru einnig Joao de Barros, sonur sjávarútvegsráðherra Angóla, og ráðgjafi ráðherrans. Tamson hafði gert samning við Kötlu Seafood, dótturfélag Samherja, í gegnum félag sitt Erongo Clearing and Forwarding um að koma á tengslum við „lykilmenn og kvótaréttar- og kvótahafa í sjávarútvegi í Namibíu og Angóla“. Fékk félagið greiddar rúmar 160 milljónir króna vegna samningsins í ráðgjafagreiðslur. Angólaverkefni Samherja snérist um misnotkun á milliríkjasamningum á milli tveggja Afríkulanda, Namibíu og Angóla, til að tryggja félagi í eigu Samherja kvóta í Namibíu sem ekki var talið verjandi að yrði gefinn út einhliða í Namibíu.

Í tölvupóstum úr Samherjaskjölunum má sjá Örnu ræða um greiðslur úr skattaskjólsfélaginu Cape Cod. Samherji hafði notað félagið í skattaskjólinu Marshall-eyjum í Kyrrahafi, til að greiða laun sjómanna sinna í Afríku allt frá árinu 2010. Samtals millifærðu félög Samherja 9,1 milljarð króna inn á reikninga Cape Cod á tímabilinu og sama upphæð var millifærð af reikningum félagsins á tímabilinu. Félögin sem millifærðu peningana inn á reikninginn voru aðallega önnur félög Samherja, eins og Esja Seafood Limited á Kýpur og Esja Fishing Ltd. í Namibíu, svo dæmi séu tekin. Með þessu móti gat Samherji komið fjármunum frá hinum ýmsu löndum, meðal annars Namibíu, algjörlega skattfrjálst. 

Fundaði með þremenningunum eftir árshátíð Samherja

Ljóst er því af Samherjaskjölunum að Arna var ein af hópi starfsmanna Samherja sem var kunnugt um að minnsta kosti hluta þeirra aðferða sem fyrirtækið beitti. Arna sat meðal annars fund um namibísku starfsemina með Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, Baldvini syni hans, Aðalsteini Helgasyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Kötlu Seafood, Jóni Óttari Ólafssyni, fyrrverandi rannsóknarlögreglumanni, og Jóhannesi Stefánssyni uppljóstrara. Fundurinn var haldinn 11. apríl 2016 og hann sóttu einnig namibísku þremenningarnir sem allir hafa þegið mútur frá fyrirtækinu til að greiða aðgang að fiskveiðikvóta. Samkvæmt fundargerð var rætt um starfsemina í Namibíu, yfirvofandi leiðtogakjör í SWAPO flokknum í Namibíu sem þeir eru allir meðlimir í og væntanlegar þingkosningar í lok árs 2019. Einnig var talað um verkefni í Angóla og Suður-Afríku.

Þremenningarnir komu til Íslands á árshátíð Samherja sem haldin var í Íþróttahöllinni á Akureyri tveimur dögum áður, þann 9. apríl, og greiddi Samherji fyrir þá flug og hótel í tengslum við komuna á árshátíðina.

Á árshátíð Samherja

Í skjali til undirbúnings fyrir fundinn með þremenningunum er fjallað um sýn þeirra á framtíð mála í Namibíu, en ekki skráð hvaða Íslendingar fengu það í sínar hendur.

„Þeir hafa lagt mikið í að koma okkur þangað sem við erum (breytt lögum og farið með það í gegnum þingið),“ segir í skjalinu. „Þetta er að sjálfsögðu pólitískt. Það er margt búið að gerast á bakvið tjöldin. Við erum í dag með 3ja stærsta kvótann ekki af ástæðulausu [sic].“

Þá er lýst pólitísku mikilvægi mannanna, en James er stjórnarformaður ríkisfyrirtækisins Fishcor og Sacky var á þessum tíma ríkissaksóknari, en síðar dómsmálaráðherra Namibíu. „Þeir vilja vinna með okkur en tíminn er á þrotum,“ segir ennfremur. „Ef þeir fara óánægðir frá Íslandi þá er samstarfinu lokið og þá er betra að segja það strax.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

„Tími á að íslensk stjórnvöld axli siðferðislega ábyrgð á Samherja“
FréttirSamherjaskjölin

„Tími á að ís­lensk stjórn­völd axli sið­ferð­is­lega ábyrgð á Sam­herja“

Leið­togi namib­ísku stjón­ar­and­stöð­unn­ar seg­ir landa sína undr­ast þögn ís­lenskra stjórn­valda um þá stað­reynd að stærsta spill­ing­ar­mál í sögu Namib­íu hafi orð­ið til fyr­ir til­stilli ís­lensks fyr­ir­tæk­is. Spyr hvort hundrað millj­óna styrk­ur Orku­sjóðs sé rík­is­styrkt spill­ing og send­ir for­sæt­is­ráð­herra op­ið bréf og ósk­ar liðsinn­is henn­ar við að fá Sam­herja til að greiða bæt­ur og svara til saka.
Samherji sakaður um stórfelld skattalaga- og gjaldeyrisbrot í Namibíu og framsalskrafa væntanleg
RannsóknirSamherjaskjölin

Sam­herji sak­að­ur um stór­felld skatta­laga- og gjald­eyr­is­brot í Namib­íu og framsalskrafa vænt­an­leg

Rík­is­sak­sókn­ari Namib­íu er enn ákveð­inn í því að óska eft­ir framsali þriggja stjórn­enda Sam­herja­fé­laga í Namib­íu og seg­ir brot á skatta- og gjald­eyr­is­lög­um muni mögu­lega bæt­ast við sak­ar­efn­in á hend­ur þeim. Stór­felld skatta­laga­brot Sam­herja­fé­laga sögð til rann­sókn­ar. Sam­herja­mað­ur seg­ir ís­lensk yf­ir­völd þeg­ar hafa neit­að að fram­selja sig.
Íslandsvinkona svo gott sem orðin forseti Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

Ís­lands­vin­kona svo gott sem orð­in for­seti Namib­íu

Net­um­bo Nandi-Ndaitwah, ut­an­rík­is­ráð­herra Namib­íu, sem kom hing­að til lands í júní og ræddi Sam­herja­mál­ið við ís­lenska ráð­herra og að­stoð­ar­mann eins þeirra, er nú svo gott sem bú­in að tryggja sér for­seta­embætt­ið í Namib­íu. Hún var í morg­un kjör­in arftaki for­manns flokks­ins, sitj­andi for­seta sem hyggst setj­ast í helg­an stein. Flokk­ur­inn nýt­ur slíks yf­ir­burð­ar­fylg­is að inn­an­flokks­kosn­ing­in er sögð raun­veru­legt for­seta­kjör.
„Þetta eru glæpamenn og hegða sér eftir því“
ViðtalSamherjaskjölin

„Þetta eru glæpa­menn og hegða sér eft­ir því“

Jó­hann­es Stef­áns­son, upp­ljóstr­ari í Sam­herja­mál­inu, er sátt­ur við gang rann­sókn­ar­inn­ar hér á landi og seg­ir að fátt geti kom­ið í veg fyr­ir að mál­ið endi með dómi. Hann gagn­rýn­ir þó að­gerð­ar­leysi yf­ir­valda við því þeg­ar Sam­herja­menn hafa áreitt, njósn­að um eða reynt að hræða hann frá því að bera vitni. Fátt í við­brögð­um Sam­herja­fólks hafi þó kom­ið hon­um á óvart, enda fái þau að ganga mun lengra en öðr­um lið­ist.
Færeyskur ráðherra krafinn svara um Samherjarannsókn
FréttirSamherjaskjölin

Fær­eysk­ur ráð­herra kraf­inn svara um Sam­herj­a­rann­sókn

Högni Hoy­dal, formað­ur Þjóð­veld­is­flokks­ins fær­eyska, hef­ur í fær­eyska þing­inu ósk­að eft­ir svör­um við því hvað líði rann­sókn lög­reglu á meint­um skatta­laga­brot­um Sam­herja í Fær­eyj­um. Sam­herji end­ur­greiddi 340 millj­ón­ir króna til fær­eyska Skatts­ins, sem vís­aði mál­inu til lög­reglu. Síð­an hef­ur lít­ið af því frést.
Fjármálastjóri hjá Samherja segir mútugreiðslur í Afríku nauðsynlegar
FréttirSamherjaskjölin

Fjár­mála­stjóri hjá Sam­herja seg­ir mútu­greiðsl­ur í Afr­íku nauð­syn­leg­ar

Brynj­ar Þórs­son, fjár­mála­stjóri Sam­herja á Kana­ríeyj­um, sem með­al ann­ars kom að greiðsl­um til namib­ískra ráða­manna, seg­ir að „svo­kall­að­ar mútu­greiðsl­ur“ séu „stand­ard“ í Afr­íku. Þetta kom fram í yf­ir­heyrsl­um yf­ir Brynj­ari sem hef­ur stöðu vitn­is í rann­sókn Sam­herja­máls­ins hjá hér­aðssak­sókn­ara. Brynj­ar sagði Sam­herja hafa beitt sömu að­ferð­um til að kom­ast yf­ir kvóta í Mar­okkó og Má­rit­an­íu, áð­ur en fyr­ir­tæk­ið hóf út­gerð í Namib­íu.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár