Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Samherji styrkti flokkana um 6 milljónir

Út­gerð­ar­fé­lag­ið styrkti 6 af 10 flokk­um sem áttu sæti á Al­þingi á sama tíma og mút­ur voru greidd­ar í Namib­íu. Nú­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra, Kristján Þór Júlí­us­son, fékk styrk til próf­kjörs­bar­áttu.

Samherji styrkti flokkana um 6 milljónir
Styrktu stjórnmálamenn Samherji, sem þeir Þorsteinn Már Baldvinsson og Kristján Vilhelmsson stýra, styrktu íslenskar stjórnmálahreyfingar og stjórnmálamenn um tæpar sjö milljónir á sama tíma og þeir greiddu yfir milljarð króna í mútur til aðila í Namibíu. Mynd: Skapti Hall­gríms­son

Samherji styrkti stjórnmálaflokka sem buðu fram til Alþingis um 6,35 milljónir króna á árabilinu 2012 til 2018. Lög um fjármál stjórnmálaafla á Íslandi sníða mjög þröngan stakk utan um hversu mikið lögaðilum og einstaklingum er heimilt að styrkja stjórnmálasamtök en hámarksupphæð á þessum tíma var 400 þúsund krónur á ári. Á sama tímabili greiddi Samherji rúman milljarð íslenskra króna í mútur til aðila í Namibíu. Kristján Þór Júlíusson, núverandi sjávarútvegsráðherra, fékk persónulegan styrk frá fyrirtækinu sem samrýmdist lögum.

Hestamakrílveiðar Samherja hófust í febrúar 2012. Þá þegar hafði Samherji innt af hendi mútugreiðslur til félagsins Fitty Entertainment CC. sem var í eigu Tamson „Fitty“ Hatuikulipi, tengdasonar sjávarútvegsráðherra Namibíu. Samkvæmt upplýsingum Stundarinnar greiddu félög Samherja mútur allt frá árinu 2012 og í það minnsta fram í janúar á þessu ári.

Hámarksstyrkupphæð til stjórnmálasamtaka var samkvæmt lögum 400 þúsund krónur á ári á þessum tíma, þó nú hafi sú upphæð verði hækkuð í 550 þúsund krónur með lagabreytingu í lok árs 2018. Sjálfstæðisflokkurinn fékk hámarks styrkupphæð frá Samherja sex sinnum á sjö árum, og þar með 2,4 milljónir króna í styrki. Flokkurinn settist í ríkisstjórn í maí árið 2013 og hefur setið í ríkisstjórn óslitið síðan. Framsóknarflokkurinn fékk einnig styrki sex ár, alls 1,7 milljón króna. Þriðji flokkurinn í núverandi ríkisstjórn, Vinstri græn, fékk 1,05 milljónir króna í styrki á sama tímabili. Flokkurinn fékk styrki í þrígang frá Samherja.

Styrktu einstaka frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins

Samherji styrkti Samfylkinguna um 1 milljón króna með þremur styrkjum á sama árabili. Björt framtíð fékk 200 þúsund krónur í styrk frá Samherja árið 2013 og Píratar fengu 100 þúsund krónur í styrk sama ár.

Þá styrkti Samherji frambjóðendur í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins árið 2013 um samtals 300 þúsund krónur. Þar af fékk Kristján Þór Júlíusson, núverandi sjávarútvegsráðherra og fyrrverandi stjórnarformaður Samherja, 100 þúsund króna styrk. Kristján Þór varð heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sem mynduð var eftir kosningarnar árið 2013. Illugi Gunnarsson, sem varð menntamálaráðherra í sömu stjórn, fékk einnig 100 þúsund krónur í styrk og slíkt hið sama má segja um Unni Brá Konráðsdóttur þingmann flokksins í Suðurkjördæmi. Þá fékk Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, þáverandi bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð, 50 þúsund krónur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

„Tími á að íslensk stjórnvöld axli siðferðislega ábyrgð á Samherja“
FréttirSamherjaskjölin

„Tími á að ís­lensk stjórn­völd axli sið­ferð­is­lega ábyrgð á Sam­herja“

Leið­togi namib­ísku stjón­ar­and­stöð­unn­ar seg­ir landa sína undr­ast þögn ís­lenskra stjórn­valda um þá stað­reynd að stærsta spill­ing­ar­mál í sögu Namib­íu hafi orð­ið til fyr­ir til­stilli ís­lensks fyr­ir­tæk­is. Spyr hvort hundrað millj­óna styrk­ur Orku­sjóðs sé rík­is­styrkt spill­ing og send­ir for­sæt­is­ráð­herra op­ið bréf og ósk­ar liðsinn­is henn­ar við að fá Sam­herja til að greiða bæt­ur og svara til saka.
Samherji sakaður um stórfelld skattalaga- og gjaldeyrisbrot í Namibíu og framsalskrafa væntanleg
RannsóknirSamherjaskjölin

Sam­herji sak­að­ur um stór­felld skatta­laga- og gjald­eyr­is­brot í Namib­íu og framsalskrafa vænt­an­leg

Rík­is­sak­sókn­ari Namib­íu er enn ákveð­inn í því að óska eft­ir framsali þriggja stjórn­enda Sam­herja­fé­laga í Namib­íu og seg­ir brot á skatta- og gjald­eyr­is­lög­um muni mögu­lega bæt­ast við sak­ar­efn­in á hend­ur þeim. Stór­felld skatta­laga­brot Sam­herja­fé­laga sögð til rann­sókn­ar. Sam­herja­mað­ur seg­ir ís­lensk yf­ir­völd þeg­ar hafa neit­að að fram­selja sig.
Íslandsvinkona svo gott sem orðin forseti Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

Ís­lands­vin­kona svo gott sem orð­in for­seti Namib­íu

Net­um­bo Nandi-Ndaitwah, ut­an­rík­is­ráð­herra Namib­íu, sem kom hing­að til lands í júní og ræddi Sam­herja­mál­ið við ís­lenska ráð­herra og að­stoð­ar­mann eins þeirra, er nú svo gott sem bú­in að tryggja sér for­seta­embætt­ið í Namib­íu. Hún var í morg­un kjör­in arftaki for­manns flokks­ins, sitj­andi for­seta sem hyggst setj­ast í helg­an stein. Flokk­ur­inn nýt­ur slíks yf­ir­burð­ar­fylg­is að inn­an­flokks­kosn­ing­in er sögð raun­veru­legt for­seta­kjör.
„Þetta eru glæpamenn og hegða sér eftir því“
ViðtalSamherjaskjölin

„Þetta eru glæpa­menn og hegða sér eft­ir því“

Jó­hann­es Stef­áns­son, upp­ljóstr­ari í Sam­herja­mál­inu, er sátt­ur við gang rann­sókn­ar­inn­ar hér á landi og seg­ir að fátt geti kom­ið í veg fyr­ir að mál­ið endi með dómi. Hann gagn­rýn­ir þó að­gerð­ar­leysi yf­ir­valda við því þeg­ar Sam­herja­menn hafa áreitt, njósn­að um eða reynt að hræða hann frá því að bera vitni. Fátt í við­brögð­um Sam­herja­fólks hafi þó kom­ið hon­um á óvart, enda fái þau að ganga mun lengra en öðr­um lið­ist.
Færeyskur ráðherra krafinn svara um Samherjarannsókn
FréttirSamherjaskjölin

Fær­eysk­ur ráð­herra kraf­inn svara um Sam­herj­a­rann­sókn

Högni Hoy­dal, formað­ur Þjóð­veld­is­flokks­ins fær­eyska, hef­ur í fær­eyska þing­inu ósk­að eft­ir svör­um við því hvað líði rann­sókn lög­reglu á meint­um skatta­laga­brot­um Sam­herja í Fær­eyj­um. Sam­herji end­ur­greiddi 340 millj­ón­ir króna til fær­eyska Skatts­ins, sem vís­aði mál­inu til lög­reglu. Síð­an hef­ur lít­ið af því frést.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár