Vart þarf að fjölyrða um hver Greta Thunberg er. Þessi unga stúlka frá Svíþjóð hefur fangað athygli heimsbyggðarinnar með sínum einfalda boðskap um að börnin erfi jörðina. Hún hefur hitt þjóðarleiðtoga, ávarpað Sameinuðu þjóðirnar og sett af stað alþjóðlega hreyfingu ungmenna sem sætta sig ekki við að framtíð þeirra sé fórnað fyrir skammtímahagsmuni eldri kynslóða.
Sú vitundarvakning er eðlilega þyrnir í augum þeirra sem standa vörð um slíka hagsmuni. Stórfyrirtæki verja milljörðum í að styrkja stjórnmálamenn sem eru tilbúnir að tala gegn vísindum og jafnvel betri vitund í skiptum fyrir völd og peninga. Með linnulausum áróðri hefur þeim tekist að skapa óvissu í hugum margra kjósenda um hvort virkilega sé nauðsynlegt að færa fórnir til að koma í veg fyrir þær hamfarir sem loftslagsvísindamenn eru sammála um að bíði okkar ef ekkert verður að gert. Hver vill jú færa fórnir ef hægt er að komast hjá því?
Efni þessarar greinar …
Athugasemdir