Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Metoo-konur senda yfirlýsingu: Þolendur beri ekki ábyrgð á mannorði gerenda

„Fátt myndi ávinn­ast ef sak­fell­ing­ar­dóm­ur væri eina for­senda þess að segja upp starfs­manni sem brýt­ur gegn sam­starfs­fólki sínu,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu 30 met­oo-kvenna vegna um­ræðu um dóms­mál leik­ara gegn Borg­ar­leik­hús­inu vegna upp­sagn­ar í kjöl­far ásak­ana.

Metoo-konur senda yfirlýsingu: Þolendur beri ekki ábyrgð á mannorði gerenda
Mótmæli vegna afdrifa nauðgunarmála Hópur ungra kvenna mótmælti því fyrr í mánuðinum að tvö af hverjum þremur nauðgunarmálum fari aldrei fyrir dóm. Í dag sendir hópur metoo-kvenna yfirlýsingu vegna umræðu um ábyrgð þeirra sem kvarta undan kynferðislegri áreitni. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Með þátttöku sinni í #metoo gengust þolendur ekki í ábyrgð fyrir mannorð gerenda sinna,“ segir í yfirlýsingu hóps kvenna sem kennir sig við metoo-byltinguna, í andsvari við umræðu um ábyrgð þolenda sem farið hefur fram undanfarna daga. 

Mál leikara gegn Borgarleikhúsinu og leikhússtýru þess var rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Í tengslum við málið sagði þekktur leikstjóri að ung leikkona, sem kvartaði undan leikaranum og aðstæðum á tökustað, hefði dreift lygasögu og ætti að „skammast sín“.

Ástæða dómsmálsins er að leikaranum, Atla Rafni Sigurðarsyni, var sagt upp störfum vegna sex kvartana kvenna um kynferðislega áreitni. Hann segist í kjölfarið hafa orðið fyrir tekjumissi og smánun. Atli Rafn kveðst ekki hafa fengið upplýsingar um hvaða ásakanir hefðu verið færðar á hann, þegar hann var leystur undan árs lánssamningi hjá Borgarleikhúsinu vegna kvartananna. 

Hópur metoo-kvenna lýsir yfir stuðningi við brotaþola í yfirlýsingu sinni í dag: „Við lýsum yfir stuðningi við þá hugrökku brotaþola sem rofið hafa þögnina og þá atvinnurekendur sem standa við bakið á þeim.“

Þá segja metoo-konur í yfirlýsingunni að hvorki skömmin né skyldan liggi hjá þeim sem telja á sér brotið. „Þær bera ekki ábyrgð á ákvörðunum þeirra sem kusu að áreita þær eða beita þær ofbeldi, né tilfinningum þeirra eða starfsframa. Brotaþolum ber engin skylda til að fara fyrir fjölmiðla eða dómstóla, kjósi þeir fremur að leita einslega til trúnaðarmanns eða yfirmanns, séu þær áreittar af samstarfsmanni. Þær eiga rétt á öruggu starfsumhverfi, þar sem mannréttindi þeirra eru virt og þær metnar að verðleikum. Að sama skapi þurfa atvinnurekendur að hafa svigrúm til að bregðast við ásökunum um ofbeldi eða áreitni án þess að fyrir liggi dómur. Fátt myndi ávinnast ef sakfellingardómur væri eina forsenda þess að segja upp starfsmanni sem brýtur gegn samstarfsfólki sínu, enda er réttarkerfið önnur brotalöm þegar ofbeldi gegn konum er annars vegar. Auk þess gefur auga leið að sakfelling getur einungis átt sér stað í kjölfar brots og gagnast því ekkert við að fyrirbyggja ofbeldi.“

Í umfjöllun um málið var faðir eins þolendanna nafngreindur og segja metoo-konur að fjölmiðlar ættu ekki að birta fréttir „sem gera aðför að einstökum þolendum, þar sem þeir eru vændir um lygar“.

„Brotaþolar sem stigið hafa fram og sagt frá hafa í mörgum tilvikum þurft að gjalda fyrir það dýru verði,“ minnir hópurinn á.

Yfirlýsing metoo-kvenna

„Að gefnu tilefni viljum við minna á hver tilgangur #metoo-byltingarinnar er. Tilgangurinn er að konur finni kraftinn í fjöldanum og geti sameinast um að afhjúpa aldagamalt misrétti sem blasir alltof víða við, misrétti sem er viðhaldið með úreltum viðhorfum, meðvirkni með þeim sem misnota vald sitt, þolendasmánun og þöggun. Öldum saman hafa konur þurft að bera harm sinn í hljóði ef þeim er mismunað, þær beittar ofbeldi eða áreittar á vinnustað, almannafæri eða jafnvel á heimili sínu. Þær hafa verið látnar axla ábyrgðina og bera skömmina, með þeim skilaboðum að hefðu þær nú bara hegðað sér öðruvísi/klætt sig á annan hátt/dregið skýrari mörk/gætt sín betur, þá hefðu þær afstýrt gjörðum gerandans. Þessi hugsunarháttur leysir gerendur undan ábyrgð og þaggar niður í þolendum, en hvort tveggja auðveldar ofbeldismönnum að komast óáreittir upp með iðju sína.

Þeir brotaþolar sem stigið hafa fram og sagt frá hafa í mörgum tilvikum þurft að gjalda fyrir það dýru verði, með atvinnumissi, ærumissi og hafa jafnvel hrakist úr heimabyggð sinni. Með tilkomu #metoo byltingarinnar gátu konur myndað breiðfylkingu og vakið athygli á þessu óásættanlega ástandi í krafti fjöldans. Þær þurftu ekki lengur að standa einar og berskjaldaðar með frásagnir sínar og mæta fordæmingu og skömm, heldur gátu þær valið um að segja frá reynslu sinni nafnlaust eða láta nægja að nota fimm stafa myllumerki, sem sagði allt sem segja þurfti.

Með þátttöku sinni í #metoo gengust þolendur ekki í ábyrgð fyrir mannorð gerenda sinna. Þær bera ekki ábyrgð á ákvörðunum þeirra sem kusu að áreita þær eða beita þær ofbeldi, né tilfinningum þeirra eða starfsframa. Brotaþolum ber engin skylda til að fara fyrir fjölmiðla eða dómstóla, kjósi þeir fremur að leita einslega til trúnaðarmanns eða yfirmanns, séu þær áreittar af samstarfsmanni. Þær eiga rétt á öruggu starfsumhverfi, þar sem mannréttindi þeirra eru virt og þær metnar að verðleikum. Að sama skapi þurfa atvinnurekendur að hafa svigrúm til að bregðast við ásökunum um ofbeldi eða áreitni án þess að fyrir liggi dómur. Fátt myndi ávinnast ef sakfellingardómur væri eina forsenda þess að segja upp starfsmanni sem brýtur gegn samstarfsfólki sínu, enda er réttarkerfið önnur brotalöm þegar ofbeldi gegn konum er annars vegar. Auk þess gefur auga leið að sakfelling getur einungis átt sér stað í kjölfar brots og gagnast því ekkert við að fyrirbyggja ofbeldi.

Þá skorum við á fjölmiðlafólk að vanda umfjöllun um þessi mál og birta ekki fréttir sem gera aðför að einstökum þolendum, þar sem þeir eru vændir um lygar. Fjölmiðlar eiga ekki að vera gjallarhorn fyrir þá sem hafa beina hagsmuni af því að rýra trúverðugleika þolenda. Við lýsum yfir stuðningi við þá hugrökku brotaþola sem rofið hafa þögnina og þá atvinnurekendur sem standa við bakið á þeim. Líf, geðheilsa og starfsframi kvenna er ekki lengur ásættanlegur fórnarkostnaður á atvinnumarkaði sem hefur hylmt yfir með gerendum frá örófi alda. Þeirri skömm var skilað í #metoo byltingunni.

Virðingarfyllst,

Anna Lind Vignisdóttir

Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir

Drífa Snædal

Edda Ýr Garðarsdóttir

Elísabet Ýr Atladóttir

Elva Hrönn Hjartardóttir

Erla Hlynsdóttir

Fríða Rós Valdimarsdóttir

Guðrún Helga Sigurðardóttir

Guðrún Línberg Guðjónsdóttir

Hafdís Inga Helgudóttir Hinriksdóttir

Halldóra Jónasdóttir

Halla B. Þorkelsson

Heiða Björg Hilmisdóttir

Hlíf Steinsdóttir

Kolbrún Dögg Arnardóttir

Kolbrún Garðarsdóttir

Kristín I. Pálsdóttir

Marta Jónsdóttir

Myrra Leifsdottir

Nichole Leigh Mosty

Ólöf Dóra Bartels Jónsdóttir

Ósk Gunnlaugsdóttir

Sigrún Jónsdóttir

Silja Bára Ómarsdóttir

Stefanía Svavarsdóttir

Steinunn Ýr Einarsdóttir

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir

Þórlaug Ágústsdóttir

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Metoo

Brotaþolinn tekur skellinn
LífiðMetoo

Brota­þol­inn tek­ur skell­inn

Kon­ur eru í mikl­um meiri­hluta þeirra sem verða fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni karl­kyns yf­ir­manns á vinnu­stöð­um. Drífa Snæ­dal, talskona Stíga­móta, seg­ir að slík áreitni geti orð­ið til þess að kon­ur upp­lifi jafn­vel skömm og sum­ar hrökklast úr starfi þeg­ar ástand­ið er orð­ið óbæri­legt. Þetta of­beldi get­ur haft áhrif á sjálfs­mynd og sjálfs­traust við­kom­andi konu og and­lega líð­an.
Grátt uppgjör blaðakonu við MeToo: „Blaðamenn eru ekki aktívistar“
MenningMetoo

Grátt upp­gjör blaða­konu við MeT­oo: „Blaða­menn eru ekki aktív­ist­ar“

Sænska blaða­kon­an Åsa Lind­er­borg hef­ur skrif­að bók þar sem hún ger­ir upp Met­oo-um­ræð­una í Sví­þjóð með gagn­rýn­um hætti. Lind­er­borg var í mót­sagna­kenndri stöðu í Met­oo-um­ræð­unni þar sem hún hef­ur bæði gagn­rýnt hana og líka ver­ið gagn­rýnd fyr­ir að hafa vald­ið sjálfs­morði leik­hús­stjór­ans Benny Fredrik­son með skrif­um sín­um um hann.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár