Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Tjaldið fellur

Flest­ar kon­ur í sviðslist­um og kvik­mynda­gerð á Ís­landi verða fyr­ir áreitni á ferl­in­um, seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá þeim. Með fylgja 62 dæmi um það sem þær hafa þurft að þola. Þar segja þær frá kyn­ferð­is­legri áreitni, of­beldi og kyn­bundna mis­mun­un.

Tjaldið fellur

Konur í sviðslistum og kvikmyndagerð lýsa kyndbundnu misrétti, kynferðislegri áreitni og ofbeldi í 62 dæmum sem fylgja hér með. Um leið senda þær frá sér ákall um breytingar. Yfirlýsing þeirra birtist hér að neðan í heild sinni: 

Hvernig birtist vandinn?

Eins og vandinn birtist okkur sem stofnuðum #metoo hóp kvenna í sviðslistum og kvikmyndagerð er þetta er fyrst og fremst viðhorfsvandi og hann er mjög margþættur. Ljóst er að engin stofnun í landinu er laus við þetta vandamál. Margar af frásögnunum snúast um að mörk kvenna séu skipulega þurrkuð út, jafnvel í strax í náminu, sérstaklega í leiklistarnámi þar sem unnið er náið með líkama og sálarlíf persóna og leikenda. Það er fleiri en ein saga þar sem spunaæfingar fara úr böndunum og kynferðisofbeldi er beitt að kennurum og öðrum nemendum ásjáandi. Þá eru fleiri en ein saga þess efnis að karlkyns kennarar misnoti aðstöðu sína gagnvart kvenkyns nemendum í kynferðislegum tilgangi.

Í kvikmyndagerð eru konur oft í miklum minnihluta á tökustað og þurfa þá að þola mjög karllægt andrúmsloft með miklu áreiti, bæði munnlegu og líkamlegu, og jafnvel gerðar kröfur til þeirra um að vera kynferðislega aðgengilegar fyrir stjörnuna eða stjörnuleikstjórann. Konurnar sem vinna á bakvið tjöldin í förðun og búningum lýsa káfi og óviðeigandi athugasemdum, sýningarstjórar og leikkonur lýsa þukli og grófu áreiti sem þær geta ekki varist því sýningin er jafnvel í gangi og það má ekki trufla áhorfendur.

Konur í þessum bransa eru í raun mjög berskjaldaðar, bæði vegna smæðar samfélagsins og hversu fá tækifæri er um að ræða, og líka vegna frægðar og áhrifa gerendanna sem gerir þeim mjög erfitt um vik og þaggar ennfremur niður í þeim. Það vill engin vera fyrst til að varpa skugga á frægðarsól stjarnanna, sem eru jafnvel með þannig ítök að þeir geta bundið enda á feril viðkomandi konu. Að lokum má nefna að þetta eru svokölluð ástríðustörf, svo ef konum er útskúfað úr þessum bransa eru þær ekki bara sviptar lífsviðurværinu, þær eru líka sviptar ástríðunni sem þær kannski lifa algerlega fyrir. Þess vegna sjá alltof margar þeirra sér engan annan leik á borði en að þegja og halda áfram þegar á þeim er brotið. 

Hver er hvatinn fyrir því að konur eru að segja frá, núna?

Margar kvennanna tóku sérstaklega fram þegar þær sögðu frá sinni reynslu að þær væru ekki að deila þessu í hefndarhug eða til að koma höggi á aðila úr fortíðinni - þvert á móti væru þær með hugann við framtíðina, því konurnar sem eiga eftir að bætast í þennan bransa eiga betra skilið. Þannig er það ekki heift eða reiði til gerenda sem hvetur okkur áfram - þótt auðvitað veki sumar af þessum frásögnum bræði og sorg  - heldur er drifkrafturinn þvert á móti samstaða og metnaður fyrir því að í framtíðinni heyrist ekki svona sögur lengur. 

Hvað þarf að gera til að laga þetta vandamál?

Stórfelld viðhorfsbreyting þarf að eiga sér stað. Fyrst og fremst þarf að rjúfa þögnina sem hefur loðað alltof mikið og lengi við þennan málaflokk og búið til brenglað andrúmsloft. Það erum við að gera núna. Það á ekki að vera sjálfsagt að nemandi í inntökuprófi í leiklistarskóla sé beittur kynferðisofbeldi með því að mótleikarinn káfi á henni og troði tungunni upp í hana. Nemandi í læknisfræði yrði aldrei beittur kynferðisofbeldi sem hluta af inntökuferlinu. Það á ekki að vera sjálfsagt að bæta nektaratriðum inn í handrit án þess að segja leikkonum frá því og hóta þeim síðan brottrekstri ef þær samþykkja ekki breytinguna á staðnum. Karlleikurum á ekki að finnast sjálfsagt að standa í hnapp fyrir aftan kvenkyns leikstjóra og tala um rassinn á henni svo blygðunarlaust að þeir segja henni frá því, sjálfir. Það er gríðarleg hlutgerving á konum innan bransans og henni verður einfaldlega að linna því hún elur af sér áreitni og ofbeldi sem fær að viðgangast.

Hvernig á að laga þetta og hverjir geta gert það?

Við myndum vilja sjá að fagfélögin okkar, félag íslenskra leikara, félag kvikmyndagerðarmanna, félag danshöfunda, félag leikskálda og fleiri bregðist við þessu neyðarkalli og setij umsvifalaust á laggirnar stýrihópa og tilnefni fulltrúa í þá, en það er mjög mikilvægt að hægt verði að senda inn ábendingu ef einhver sem er tilnefndur reynist vera vanhæfur til að sinna slíkri umbótavinnu. Það væri gríðarlegt áfall fyrir þolanda að sjá gerandann sinn fremstan í fylkingu þeirra sem eiga að leysa vandann. Tillögurnar sem koma úr þessum stýrihópum þarf síðan að setja í framkvæmd tafarlaust í menntastofnunum, listastofnunum og framleiðslufyrirtækjum landsins. Það væri gott fyrsta skref.

Þá verða stjórnendur að horfa gagnrýnum augum á allt umhverfið og taka það í gegn. Í menntastofnununum þarf að gera úttekt á framkomu kennara við nemendur og endurskoða þær kröfur sem gerðar eru til nemenda um nekt og kynferðislegt athæfi í náminu. Það er vel hægt að verða góð leikkona án þess að þurfa nokkurntíma að láta káfa á kynfærunum á sér eða standa nakin fyrir framan alla bekkjarfélaga sína. Verkferlar verða að vera til staðar hjá öllum framleiðslufyrirtækjum, leikhúsum og listastofnunum, ásamt aðgerðaráætlun sem er hrint í gang um leið og kvörtun berst. Konur þurfa að vita að þær verði teknar trúanlegar og að þeim verði ekki refsað fyrir að segja frá. Gerendur þurfa að taka afleiðingum gjörða sinna óháð því hvað þeir eru frægir. Allir geta þar lagt hönd á plóg, karlar, konur, stjórnendur og óbreyttir listamenn. Við skiptum öll máli og viðhorfsvandinn verður ekki upprættur öðruvísi en með sameiginlegu átaki. 

Hvert er hlutverk karla í þessari umbótavinnu?

Óþarfi er að taka fram að það eru ekki allir karlar sekir um áreitni. Hins vegar eru nær allar konur áreittar á ferli sínum og það er fullkomlega ólíðandi ástand.

Fyrst um sinn, núna þegar konur eru að rjúfa þögnina í stórum stíl um hluti sem margar þeirra hafa aldrei þorað að segja frá áður, óskum við okkur að karlar hlusti. Bara hlusti. Ekki fara í vörn. Ekki rjúka fram á völlinn og vera riddarinn á hvíta hestinum. Konur vilja ekki láta bjarga sér. Þær vilja láta hlusta á sig, þær vilja láta taka mark á sér og þær vilja eiga hlut í lausninni. Þær vilja ekki að nú segi karlar bara: „Ókei takk fyrir að benda okkur á vandann, nú leysum við strákarnir þetta.“ Vandinn verður nefnilega ekki leystur nema hlustað sé á konur, enda eiga lausnirnar að þjóna þeirra þörfum - ekki öfugt. Viðbrögðin við þessu neyðarkalli krefjast öflugrar samvinnu og virðingar.

Óþarfi er að taka fram að það eru ekki allir karlar sekir um áreitni. Hins vegar eru nær allar konur áreittar á ferli sínum og það er fullkomlega ólíðandi ástand.

Fyrst um sinn, núna þegar konur eru að rjúfa þögnina í stórum stíl um hluti sem margar þeirra hafa aldrei þorað að segja frá áður, óskum við okkur að karlar hlusti. Bara hlusti. Ekki fara í vörn. Ekki rjúka fram á völlinn og vera riddarinn á hvíta hestinum. Konur vilja ekki láta bjarga sér. Þær vilja láta hlusta á sig, þær vilja láta taka mark á sér og þær vilja eiga hlut í lausninni. Þær vilja ekki að nú segi karlar bara: „Ókei takk fyrir að benda okkur á vandann, nú leysum við strákarnir þetta.“ Vandinn verður nefnilega ekki leystur nema hlustað sé á konur, enda eiga lausnirnar að þjóna þeirra þörfum - ekki öfugt. Viðbrögðin við þessu neyðarkalli krefjast öflugrar samvinnu og virðingar.


Undirskriftir
Þór­­dís Elva Þor­­valds­dóttir
Birna Haf­­stein, for­­maður FÍL og for­­seti Sviðs­lista­­sam­­bands Íslands.
Ósk Gunn­laugs­dóttir
Sara Marti Gud­­munds­dottir
Sig­ríður Eyrún Frið­­riks­dóttir
Helga Sjöfn Kjart­ans­dóttir
Stein­unn Þórð­­ar­dóttir
Vera Wonder Sölva­­dóttir
Hrein­­dís Ylva Garð­­ar­s­dóttir Holm
Hall­­dóra Geir­harðs­dóttir
Dögg Mós­es­dóttir
Drifa Freyju-Ár­­manns­dottir
Ásta Briem
Helga Braga Jons­dottir
Hulda Lind Johanns­dottir
Sara Dögg Ásgeir­s­dóttir
Berg­­dís Júlía Jóhanns­dóttir
Berg­þóra Ólöf Björns­dóttir
Svava Mar­grét­­ar­dóttir
Kristín Eysteins­dótt­ir, leik­hús­­stjóri Borg­­ar­­leik­hús­s­ins
Kol­brún Anna Björns­dóttir
Tinna Hrafns­dóttir
Ing­i­­björg Reyn­is­dóttir
Pálína Jóns­dóttir
Halla Kristín Ein­­ar­s­dóttir
Haf­­dís Kristín Lár­us­dóttir
Aldís Amah Hamilton
Vala Þór­s­dóttir
Mar­grét Örn­­ólfs­dótt­ir, for­­maður Félags leik­­skálda og hand­­rits­höf­unda
Rebekka A. Ing­i­­mund­­ar­dótt­ir, for­­maður Félags leik­­mynda- og bún­­inga­höf­unda.
Jenný Lára Arn­ór­s­dóttir
Lára Sveins­dóttir
Saga Sig­­urdar­dottir
Hanna Björk Vals­dóttir
Elsa María Jak­obs­dóttir
Aðal­­­björg Árna­dóttir
Tinna Lind Gunn­­ar­s­dóttir
Rut Her­­manns­dóttir
Pála Krist­jáns­dóttir
Guð­rún Lilja Magn­ús­dóttir
Bryn­hildur Björns­dóttir
Hrund Ólafs­dóttir
Ása Ric­hars­dótt­ir, stjórn­­­ar­­for­­maður Ice Hot Reykja­vík
Arn­­dís Ey Eirík­s­dóttir
Sig­ríður Jóns­dóttir
Bryn­­dís Ásmunds­dóttir
Elísa­bet Skag­­fjörð
Sól­­veig Arn­­ar­s­dóttir
Sig­rún Huld Skúla­dóttir
Edda Björg­vins­dótt­­ir.
Sig­ríður Pét­­ur­s­dótt­­ir.
Halla Ólafs­dóttir
Sig­rún Erla Sig­­urð­­ar­dóttir
Sjöfn Everts­dóttir
Eygló Hilm­­­ar­s­dóttir
Marta Nor­­dal
Vedis Her­vor Arna­dottir
Eleni Poð­­ara Eleni Pod­­ara
Saga Garð­­ar­s­dóttir
Heiða Ólafs
Þórey Birg­is­dóttir
Íris Tanja Flygenring
Andrea Vil­hjálms­dóttir
Krist­j­ana Stef­áns­dóttir
Mar­grét Pét­­ur­s­dóttir
Áslaug Dröfn Sig­­urða­dóttir
Ing­i­­björg Huld Har­alds­dóttir
Nína Hjálm­­ar­s­dóttir
Katla Sól­­­nes
Silja Hauks­dóttir
Eva Sig­­urdar­dottir
Íris Hólm Jóns­dóttir
Lilja Katrín Gunn­­ar­s­dóttir
Jana Maria Gud­­munds­dottir
Anna Brynja Bald­­ur­s­dóttir
Gréta Kristín Ómar­s­dóttir
Hulda Hrund Sig­­munds­dóttir
Ása Andr­é­s­dóttir
Þór­unn Lár­us­dóttir
Berg­þóra Snæ­­björns­dóttir
Brynja Björns­dóttir
Krist­j­ana Skúla­dóttir
Hall­­dóra Malin Pét­­ur­s­dóttir
Ísold Ugga­dóttir
Her­­dís Anna Jón­a­s­dóttir
Ása Fanney Gests­dóttir
Sigga Björk
Yrsa Roca Fann­berg
Stein­unn Ket­ils­dóttir
Hrönn Krist­ins­dóttir
Sig­ríður Eir Zoph­­on­í­asar­dóttir
Sig­rún Sól Ólafs­dóttir
Erla Ruth Harð­­ar­dóttir
Áslaug Torfa­dóttir
Elín Birna
Svandis Dora Ein­­ar­s­dottir
Mar­í­anna Clara Lút­h­­er­s­dóttir
Hrund Snorra­dóttir
Hrafn­hildur Theodor­s­dott­ir, fram­­kvæmda­­stjóri Félags íslenskra leik­­ara
Vala Ómar­s­dóttir
Katrín John­­son
Bryn­­dís Helga­dóttir
Þór­unn Arna Krist­jáns­dóttir
Sig­­ur­laug Sara Gunn­­ar­s­dóttir
Kol­brún Völku­dóttir
Halla Mar­grét Jóhann­es­dóttir
Sig­ríður Ella Magn­ús­dóttir
Ragn­heiður Skúla­dóttir
Jóhanna Vig­­dís Arn­­ar­dóttir
Ásdís Þór­halls­dóttir
Hlín Agn­­­ar­s­dóttir
Brynja Dögg Frið­­riks­dóttir
Birna Pét­­ur­s­dóttir
Hall­­fríður Þóra Tryggva­dóttir
Edda Björg Eyj­­ólfs­dóttir
María Páls­dóttir
Katrín Hall­­dóra Sig­­urð­­ar­dóttir
Lilja Nótt Þór­­ar­ins­dóttir
Esther Talia Casey
Ragn­heiður Erlings­dóttir
Agnes Wild
Harpa Fönn Sig­­ur­jóns­dóttir
Mar­grét Sverr­is­dóttir
Ebba Sig
Katrín Mist Har­alds­dóttir
Eva Lind Rút­s­dóttir
María Thelma Smára­dóttir
Emelía Ant­ons­dóttir Cri­vello
Freyja Vals Sess­elju­dóttir
Álf­rún Helga Örn­­ólfs­dóttir
Guðny Ósk­­ar­s­dótttir
Vikt­oría Blön­­dal
Birgitta Birg­is­dottir
Hug­rún Margrèt Óla­dóttir
Eva Hall­­dóra Guð­­munds­dóttir
Rósa Ásgeir­s­dóttir
Anna María Karls­dóttir
Helga Björg Gylfa­dóttir
Gígja Hólm­­geir­s­dóttir
Sól­­veig Eva
Anna Mar­grét Kára­dóttir
Sig­ríður Rósa Bjarna­dóttir
Hall­veig Rún­­­ar­s­dóttir
Þór­unn Ant­onía Magn­ús­dóttir
Hildigunnur Ein­­ar­s­dóttir
Ásdís Thorodd­­sen
Àsgerður G. Gunn­­ar­s­dóttir
Helga Bryn­­dís Ern­u­dóttir
Katrín Gunn­­ar­s­dóttir
Katrín Björg­vins­dóttir
Eva Rún Snorra­dóttir
Helga Ragn­­ar­s­dóttir
Guđrún Helga Stef­áns­dóttir
Anna Þóra Stein­þór­s­dóttir
Hrefna Hall­grims
Linda Vil­hjálms­dóttir
Inga Björk Sól­­­nes
Erna Ómar­s­dóttir
Díana Rut Krist­ins­dóttir
Mel­korka Sig­ríður Magn­ús­dóttir
Þór­unn Guð­laugs
Júl­í­ana Sara Gunn­­ar­s­dóttir
Sal­vör Gull­brá Þór­­ar­ins­dóttir
Mar­í­anna Frið­­jóns­dóttir
Kristín Andrea Þórð­­ar­dóttir
Guð­laug María Bjarna­dóttir
Hall­­dóra Lena Christ­i­ans
Elma Stef­anía Ágústs­dóttir
Ing­i­­bjorg Stef­ans­dottir
Olof Sverris­dottir
Ver­on­ika Rut
Kristín Þóra Har­alds­dóttir
Þór­­dís Nadia Sem­ichat
Thorey Þórey Sig­þór­s­dóttir
Gígja Sara Björns­­son
Snæ­­dís Inga­dóttir
Tinna Grét­­ar­s­dóttir
Una Þor­­leifs­dóttir
Bylgja Babýlons
Mar­grét Erla Maack
Arna Sif Gunn­­ar­s­dóttir
Ingrid Jóns­dóttir
Bryn­hildur Þór­­ar­ins­dóttir
Eva Björk Kaaber
Ebba Katrín Finns­dóttir
Sunna Guð­rún Pét­­ur­s­dóttir
Erla Rut Mathiesen
Júl­í­ana Kristín Jóns­dóttir
Ragn­heiður Gests­dótt­ir,
Guðný Rós Þór­halls­dóttir
Lára Guð­rún Jóhönn­u­dóttir
Sig­rún Edda Björns­dóttir
Guð­­björg Ása Jóns Huld­u­dóttir
Astros Gunn­­ar­s­dottir
Arn­­björg Hlíf Vals­dóttir
Vala Kristín Eirík­s­dóttir
Eva Berger
Ragn­heiður Harpa
Stef­ania Adolfs­dóttir
Kata Ingva
Elín Mjöll Þór­halls­dóttir
Ragn­heiður Maísól Sturlu­dóttir
Ást­­björg Rut Jóns­dóttir
Móeiður Helga­dóttir
Helga Ægis­dóttir
Guð­­björg Thorodd­­sen
Eva Vala Guð­jóns­dóttir
Maria Birta Maria Birta
María Reyn­­dal
Hildur Sig­rún Vals­dottir
Tinna Þor­­valds Önn­u­dóttir
Þórey Selma Sverr­is­dóttir
Salóme R. Gunn­­ar­s­dóttir
Agnes Krist­jóns­dóttir
Sól­­­björt Sig­­urð­­ar­dóttir
Sigga Guð­jóns­dóttir
Þur­íður Blær Jóhanns­dóttir
Arn­­dís Hrönn Egils­dóttir
Haf­­dís Helga Helga­dóttir
Dóra Jóhanns­dóttir
Sól­­veig Elín Þór­halls­dóttir
Mar­grét Ein­­ar­s­dótt­­ir.
Ástrós Elís­dóttir
Harpa Arn­­ar­dóttir
Jar­­þrúður Karls­dóttir
Anna María Tóm­a­s­dóttir
Júlía Mar­grét Ein­­ar­s­dóttir
Hera Fjord
Val­­gerður Rún­­­ar­s­dóttir
Heba Eir Kjeld
Ólöf Ing­­ólfs­dóttir
Anna Sæunn Ólafs­dóttir
María Heba Þor­kels­dóttir
Mel­korka Tekla Ólafs­dóttir
Bryn­hildur Karls­dóttir
Gréta Mjöll Bjarna­dóttir
Sig­ríður Thor­lacius
Salka Sól Eyfeld
Gígja Jóns­dóttir Gígja Jóns­dóttir
Snjó­­laug Lúð­vík­s­dóttir
Agusta Ein­­ar­s­dottir
Helga Arn­alds
Urður Arna Ómar­s­dóttir
Þór­unn Elísa­bet Sveins­dótt­­ir.
Rakel Ásgeir­s­dóttir
Sól­­veig Guð­­munds­dóttir
Sunna Björg Birg­is­dóttir
Helen Dögg Snorra­dóttir
Hildur Magn­ús­dóttir
Virg­inia Gill­­ard
Sig­ríður Regína Sig­­ur­þór­s­dóttir
Þóra Hilm­­­ar­s­dóttir
Stein­unn Skj­enstad
Anna Haf­þór­s­dóttir
Saga Sig­­urð­­ar­dóttir
Aldís Dav­­íðs­dóttir
Hanna Dóra Sturlu­dóttir
Halla Þórð­­ar­dóttir
Svein­­björg Þór­halls­dóttir
Eyrún Ósk Jóns­dóttir
Jóhanna Frið­­rika Sæmundsd.
Ástrós Guð­jóns­dóttir
Mar­grét Vala Guð­­munds­dóttir
Katrín Aagestad Gunn­­ar­s­dóttir
Védís Kjart­ans­dóttir
Sess­elía Ólafs­dóttir
Auður Ómar­s­dóttir
Elsa G. Björns­dóttir
Guð­rún Jóhanna Ólafs­dóttir
Íris Stef­anía Skúla­dóttir
Sandra María Ásgeir­s­dóttir
Guð­rún Selma Sig­­ur­jóns­dóttir
María Dröfn Egils­dóttir
Ásta Júlía Elí­a­s­dóttir
Berg­lind Pét­­ur­s­dóttir
Hulda Stef­áns­dóttir
Gunnur Mart­ins­dóttir Schlüter
VaNessa Andrea Terr­­azas
Sig­ríður Sunna Reyn­is­dóttir
Snæ­­fríður Sól Gunn­­ar­s­dóttir
Saga Líf Frið­­riks­dóttir
Vil­­borg Ólafs­dóttir
Erla Gríms­dóttir
Olga Sonja Thoraren­­sen
Urður Bergs­dóttir
Svava Lóa Stef­áns­dóttir
Jóhanna Lind Þrast­­ar­dóttir
Rakel María Hjalta­dóttir
Björk Guð­­munds­dóttir
Ing­unn Lára Krist­jáns­dóttir
Lana Íris Dungal
Harpa Har­alds­dóttir
Mon­ika Ewa Orlowska
Andrea Björk Andr­é­s­dóttir
Ólöf Bene­dikts­dóttir
Stella Björk Hilm­­­ar­s­dóttir
Helga Rakel Rafns­dottir
Þóra Kar­ítas Árna­dóttir
Nína Richter
Þór­unn Geir­s­dóttir
Hanna Björg Jóns­dóttir
Kristín Berg­þóra Páls­dóttir
Asta Haft­hor­s­dottir
Hel­ena Stef­áns­dóttir
Elín Smára­dóttir
Diljá Ámunda­dóttir
Nanna Kristín Magn­ús­dóttir
Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dóttir
Hildur Selma Sig­berts­dóttir
Dan­­fríður Inga Brynj­­ólfs­dóttir
Kristín Lea Sigrìð­­ar­dóttir
Anna Lísa Björns­dóttir
Silja Björk Huld­u­dóttir
Nanna Gunn­­ars
Mar­grét Kristín Sig­­urð­­ar­dóttir
Guðrun Helga Sváfn­is­dóttir
Gríma Krist­jáns­dóttir
Helga Lúð­vík­s­dóttir
Vala Hösk­­ulds­dóttir
Þór­­dís Björk Þor­finns­dóttir
Andrea Katrín Guð­­munds­dóttir
Vil­­borg Hall­­dór­s­dóttir
Aðal­­heiður Hall­­dór­s­dóttir
Unnur María Máney Berg­­sveins­dóttir
Elín Reyn­is­dóttir
Ragn­hildur Stein­unn
Sunn­eva Ása Weis­s­happel
Hildur Ótt­­ar­s­dóttir
Stella Önn­u­dóttir Sig­­ur­­geir­s­dóttir
Birna Björns­dóttir
Margret Gutt­orms­dóttir
Steiney Skúla­dóttir
Ing­i­­leif Franz­­dóttir Wechner
Anita Rós Þor­­steins­dóttir
Eva Rut Hjalta­dóttir
Katrín Brynja Vald­i­mar­s­dóttir
Val­­dís Arn­­ar­dóttir
Ragn­hildur Ásta Vals­dóttir
Lovísa Ósk Gunn­­ar­s­dóttir
María Sig­­urð­­ar­dótt­­ir.
Begga Jóns­dóttir
Birna Hjalta­lín Pálma
Huld Ósk­­ar­s­dóttir
Vig­­dís Haf­liða­dóttir
Elsa Þur­íður Þór­is­dóttir .
Andrea Ösp Karsls­dóttir
Ásrún Magn­ús­dóttir
Mar­grét Seema Takyar
Hjör­­dís Lilja Örn­­ólfs­dóttir
Elísa­bet Ron­alds­dóttir
Elín Signý
Ninna Pálma­dóttir
Eyrún Unn­­ar­s­dóttir
Edda Arn­ljóts­dóttir
Tinna Ottesen
Magnea Ýr Gylfa­dóttir
Oddny Helga­dottir
Gulla Bjarna­dóttir
Þór­unn Haf­­stað
Ellen Mar­grét Bæhrenz
Sóley Elí­a­s­dóttir
Bryn­­dís Ein­­ar­s­dóttir
Karol­ina Boguslawska
Lóa Hlín Hjálmtýs­dóttir
Ása Bald­­ur­s­dóttir
Kol­brún Vaka Helga­dóttir
Berg­lind Halla Elí­a­s­dóttir
Alma Mjöll Ólafs­dóttir
Ást­hildur Úa Sig­­urð­­ar­dóttir
Mar­grét Bjarna­dóttir
Vig­­dís Gunn­­ar­s­dóttir
Frida Maria Hardar­dottir
Þór­unn Erna Clausen
Ísold Ing­v­­ar­s­dóttir
Karen Björg Þor­­steins­dóttir
Guja Sand­­holt
Lóa Björk Björns­dóttir
Hulda Rós Guðn­a­dóttir
Sig­rún Guð­­munds­dóttir
Unnur Elísa­bet Gunn­­ar­s­dóttir
Rebekka Atla Ragn­­ar­s­dóttir
Svan­hvít Thea Árna­dóttir
Thelma Marín Jóns­dóttir
Sara Gunn­­ar­s­dóttir
Hekla Elísa­bet Aðal­­­steins­dóttir
Nína Dögg Fil­ipp­us­dóttir
Sig­ríður Ásta Olgeir­s­dóttir
Rósa Rún
Kristín Ögmunds­dóttir
Anna Katrín Guð­­munds­dóttir
Andrea Gunn­laugs­dóttir
Íris María Stef­áns­dóttir
Maggý Dögg Emils­dóttir
Hall­­dóra Rut Bald­­ur­s­dóttir
Telma Erlends­dóttir
Mar­grét E. Kaaber
Rebekka Jóns­dóttir
Andrea Brabin.
Karen María Jóns­dóttir
Inga Lisa Midd­­leton
Maria Gisla­dottir
Selma Reyn­is­dóttir
Hrafn­hildur Ein­­ar­s­dóttir
Anna Berg­ljót Thoraren­­sen
Gunn­ella Hólmar­s­dóttir
Thorey Ein­­ar­s­dóttir
Áslaug Ein­­ar­s­dóttir
Jón­ína Björt Gunn­­ar­s­dóttir
Helga Ólafs­dóttir
María Dís Cilia
Ing­i­­björg Jara Sig­­urð­­ar­dóttir
Hrafn­hildur Bene­dikts­dóttir
Tatj­ana Dís
Þrúður Vil­hjálms­dóttir
Aude Bus­­son
M Car­­mela Torr­ini
Elisa­bet Agn­­­ar­s­dóttir
Dísa Bjarn­þór­s­dóttir
Kristín María Sig­þór­s­dóttir
Sól­­veig Páls­dóttir
Sara Friđ­­geir­s­dóttir
Ásdís Þula Þor­láks­dóttir
Ólöf Hug­rún Vald­i­mar­s­dóttir
Sig­rún Waage
Nína Rún Bergs­dóttir
Elma Lísa Gunn­­ar­s­dóttir
Hera Björk
Sara Mar­grét Ragn­­ar­s­dóttir
Ilmur Krist­jáns­dóttir
Brynja Schev­ing
Kristín B Thors
Hall­­dóra Þöll Þor­­steins
Unnur Ösp Stef­áns­dóttir
Sig­ríður Soffia Niels­dottir
Hildigunnur Þrá­ins­dóttir
Snæ­­fríður Ing­v­­ar­s­dóttir
Bjarney Krist­ins­dóttir
Elín Ágústa Birg­is­dóttir
Emilía Bene­dikta Gísla­dóttir
Ester Bibi Ásgeir­s­dóttir
Rebecca Erin Moran
Tinna Agusts­dottir
Selma Björns
Halla Kára­dóttir
Ísa­bella Leifs­dóttir
Hjör­­dís Jóhanns­dóttir
Berg­ljót Arn­alds
Erna Gunn­­ar­s­dóttir
Stein­unn Saga Guð­jóns­dóttir
Tanja Björk Ómar­s­dóttir
Thelma Hrönn Sig­­ur­­dór­s­dóttir
Kristín Ragn­hildur Sig­­urð­­ar­dóttir
Tinna Guð­laug Ómar­s­dóttir
Elísa­bet Birta Sveins­dóttir
Ylfa Ösp Áskels­dóttir
Lilja Jóns­dóttir
Rakel Ýr Stef­áns­dóttir
Anna Klara Georgs­dóttir
Sig­rún Sig­­urð­­ar­dóttir
Salka Guð­­munds­dótt­­ir.
Anna Kristín Úlf­­ar­s­dóttir
Erna Guð­rún Fritzdóttir
Hildur Berg­lind Arn­­dal
Álf­heiður Marta Kjart­ans­dóttir
Íris Krist­ins­dóttir
Mar­grét Björns­dóttir
Helga I. Stef­áns­dóttir
Una Björg Bjarna­dóttir
Stein­unn Knúts­dóttir
Anna Gunn­­dís Guð­­munds­dóttir
Frey­­dís Þrast­­ar­dóttir
Ninna Karla Katrín­­ar­dóttir
Ísgerður Elfa Gunn­­ar­s­dóttir
Regína Ósk Ósk­­ar­s­dóttir
Sara María Júl­­íu­dóttir
Hlin Pet­­ur­s­dottir Behrens
Dalla Johanns­dottir
Ant­onía Hevesi
Elísa­bet Elma Guð­rún­­­ar­dóttir
Hildur Magnea Jóns­dóttir
Árný Rún Árna­dóttir
Árný Fjóla Ásmunds­dóttir
Ásta Elín­­ar­dóttir
Selma Reyn­is­dóttir
Aníta Briem
Sól­­veig Ásta Sig­­urð­­ar­dóttir
Sig­rún Gyða Sveins­dóttir
Magga Stína
Jara Skag­fjord
Stella Rín Bielt­vedt
Sóley Frosta­dóttir
Hrund Atla­dóttir
Vig­­dís Jak­obs­dóttir
Tóta Van Helzing
Birgitta Ásbjörns­dóttir
Kristín Pét­­ur­s­dóttir
Þór­unn Ylfa Brynj­­ólfs­dóttir
Rósa Guðný Þór­s­dóttir
Lára Jóhanna Jóns­dóttir
Arn­­dís Bene­dikts­dóttir
Inga Maren Rún­­­ar­s­dóttir
Sig­­ur­­borg Iris Holm­­geir­s­dottir
Vaka Jóhann­es­dóttir
Fanney Sizemore
Elma Karen Sig­þór­s­dóttir
Kidda Rokk
Unnur Gísla­dóttir
Vil­­borg Eileen Reyn­is­dóttir
Harpa Elísa Þór­s­dóttir
Helga Rós V. Hannam
Birta Rán Björg­vins­dóttir
Katrín Helga Andr­é­s­dóttir
Þóra Ein­­ar­s­dóttir
Auður Bjarna­dóttir
Laufey Elí­a­s­dóttir
Þor­­gerður E. Sig­­urð­­ar­dótt­ir, útvarps­­­leik­hús­­stjóri
Ugla Egils­dottir
Eva Gunn­­björns­dóttir
Anna Katrín Ein­­ar­s­dóttir
Sig­ríður Láretta Jóns­dóttir
Þóra Kristín Þórð­­ar­dóttir
IngaMaría Eyj­­ólfs­dóttir
Ásdís Guðný Guð­­munds­dóttir
Rann­veig Gísla­dóttir
Bára Sig­­fús­dóttir
Tinna Proppé
Guð­rún Bjarna­dóttir
Rann­veig Jóns­dóttir
Jóhanna Heið­­dal Harð­­ar­dóttir
Hildur Elín Ólafs­dóttir
Guðný Lára
Ugla Hauks­dóttir
Sara Regal
Berg­lind Veig­­ar­s­dóttir
María Dögg Nel­­son
Svala Magnea
Ragn­hildur Ragn­­ar­s­dóttir
Harpa Más­dóttir
Bára Ein­­ar­s­dóttir
Bylgja Dís Gunn­­ar­s­dóttir
María Þórđ­­ar­dóttir
Sif Guð­­munds­dóttir
Sara Nassim
Þóra Björg Clausen
Soffía Jak­obs­dóttir
Þór­unn Sig­­urð­­ar­dóttir
Júlía Embla
Her­­dís Mjöll Eirík­s­dóttir
Alda Val­ent­ína Rós Haf­­steins­dóttir
Þór­anna Sig­­urð­­ar­dóttir
Björk Jóns­dóttir
Sól­­veig Sig­­urð­­ar­dóttir
Anna Vig­­dís Gísla­dóttir
Anna Sig­ríður Helga­dóttir
Guð­­björg Hul­­dís Krist­ins­dóttir
Björg Friður
Þyri Huld Árna­dóttir
Edda Mac­­Kenzie Juli­us­dottir Krist­ins­­son
Birgitta Jeanne Sig­­ur­­steins­dottir
Vig­­dís Hrefna Páls­dóttir
Stein­unn Þór­halls­dóttir
Björk jak­obs­dóttir
Kristín Amalía Atla­dóttir
Lilja Sig­­ur­lína Pálma­dóttir
Ágústa Skúla­dóttir
Sig­­ur­laug Þor­­steins­dóttir
Signý Páls­dóttir
Rann­veig Elsa Magn­ús­dóttir
Guð­­björg Guð­jóns­dóttir
Eygló Ásta Þor­­geir­s­dóttir
Brynja Bjarna­dóttir
Myrra Leifs­dóttir
Brynja Val­­dís Gísla­dóttir
Anna Kristín Arn­gríms­dóttir
Guð­f­inna Björns­dóttir
Gunn­þór­unn Jóns­dóttir
Harpa Ein­­ar­s­dóttir
María Lovísa Guð­jóns­dóttir
Hall­veig Kristín Eirík­s­dóttir
Laufey Har­alds­dóttir
Birna Rún Eirík­s­dóttir
Guð­­munda Pálma­dóttir
Mar­grét Buhl
Björk Jóns­dóttir
Andrea Brabin
Stef­anía Thors
Aðal­­heiður G. Sig­rún­­­ar­dóttir
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

#metoo frásagnir

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár