Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Frásagnir kvenna í læknastétt: „Það þarf nú bara að þvinga lykkjuna upp á ykkur “

Kon­ur í lækna­stétt senda frá sér yf­ir­lýs­ingu vegna kyn­bund­inn­ar mis­mun­un­ar, áreitni og kyn­ferð­is­legs of­beld­is í starfi. Hér má lesa tíu sög­ur kvenna úr þeirra röð­um.

<span>Frásagnir kvenna í læknastétt:</span> „Það þarf nú bara að þvinga lykkjuna upp á ykkur “

Undanfarnar vikur hafa konur í læknastétt deilt reynslusögum úr starfi í lokuðum hópi á samfélagsmiðlum en frásagnirnar bera vitni um kynbundið áreiti, mismunun og kynferðislegt ofbeldi í starfi. „Gerendur eru oftast karlkyns samstarfsmenn sem eru ofar í valdastiganum, en einnig eru dæmi um áreiti frá yngri samstarfsmönnum og frá skjólstæðingum,“ segir í yfirlýsingu frá konunum, en alls skrifa 341 kona undir yfirlýsinguna. „Svo virðist sem yngri kvenlæknar verði mest fyrir barðinu á kynbundnu áreiti og ofbeldi, en áreitni og mismunun gagnvart sérfræðilæknum birtist oftar í þöggun og jaðarsetningu.“

Þær segjast vænta þess að allir samstarfsmenn þeirra og stjórnendur taki höndum saman til að uppræta þennan ósóma. „Kynbundið ofbeldi, áreiti og mismunun á ekki að líðast, hvorki á vinnustöðum né annars staðar í samfélaginu.“

Meðfylgjandi eru 10 valdar frásagnir íslenskra kvenna í læknastétt hérlendis og erlendis.

Yfirlýsingin í heild

Í Siðareglum lækna segir í 22. grein: „Læknar skulu hafa góða samvinnu sín á milli og sýna hver öðrum fulla virðingu…“ Langflestir samstarfsmanna okkar eru heiðursmenn sem virða þessar reglur í hvívetna.

Síðastliðnar vikur hafa konur í læknastétt deilt reynslusögum úr starfi í lokuðum hópi á samfélagsmiðlum. Frásagnirnar bera því miður vitni um kynbundið áreiti, mismunun og kynferðislegt ofbeldi í starfi, jafnvel þannig að áhrif hafi haft á starfsferil viðkomandi konu. Það er óásættanlegt.

Gerendur eru oftast karlkyns samstarfsmenn sem eru ofar í valdastiganum, en einnig eru dæmi um áreiti frá yngri samstarfsmönnum og frá skjólstæðingum. Þá eru dæmi þess að aðrar starfsstéttir taki þátt í kynbundnu áreiti og mismunun. Svo virðist sem yngri kvenlæknar verði mest fyrir barðinu á kynbundnu áreiti og ofbeldi, en áreitni og mismunun gagnvart sérfræðilæknum birtist oftar í þöggun og jaðarsetningu.

Til þessa hefur kynbundið áreiti, mismunun og kynferðisofbeldi sjaldan verið tilkynnt, líklega vegna þess að sá sem fyrir áreitinu verður er oft í veikri stöðu gagnvart geranda. Þessu verður að breyta og er mikilvægt að verkferlar séu aðgengilegir og tekið sé á málum af festu.

Við væntum þess að allir samstarfsmenn okkar og stjórnendur taki höndum saman til að uppræta þennan ósóma. Kynbundið ofbeldi, áreiti og mismunun á ekki að líðast, hvorki á vinnustöðum né annars staðar í samfélaginu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

#metoo frásagnir

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár