Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

Helm­ing­ur yf­ir­stjórn­enda lög­reglu fékk stöð­una án aug­lýs­ing­ar. Einn þeirra er bróð­ir ráð­herr­ans sem skip­aði Sig­ríði í embætti lög­reglu­stjóra án aug­lýs­ing­ar ár­ið 2014 þeg­ar Sig­ríð­ur þagði um upp­lýs­ing­ar í leka­mál­inu sem rann­sak­end­ur hefðu vilj­að búa yf­ir.

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, sem var skipuð lögreglustjóri af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur fyrrverandi dómsmálaráðherra án auglýsingar, skipaði síðar bróður ráðherrans í yfirmannsstöðu án auglýsingar.

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í ítarlegri umfjöllun Stundarinnar um ráðningarmál hjá lögreglu í nýjasta tölublaði, en fimm af tíu yfirstjórnendum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegna stjórnunarstöðu sem þeir fengu á grundvelli undanþága frá meginreglu starfsmannalaga um að auglýsa skuli laus störf.

Sigríður Björk Guðjónsdóttir var skipuð lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu haustið 2014. Málið vakti mikla athygli, enda var staðan ekki auglýst heldur Sigríður flutt í embættið á grundvelli 36. gr. starfsmannalaga sem veitir stjórnvöldum undanþágu frá auglýsingaskyldunni og heimilar flutning milli embætta. 

Mikið hefur verið um stöðuveitingar án auglýsingar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu síðan veitingarvaldið féll Sigríði Björk í skaut og þetta valdið talsverðri ólgu.

Einn þeirra sem fengið hafa yfirmannsstöðu hjá lögreglu án auglýsingar í tíð Sigríðar er Theodór Kristjánsson, bróðir Hönnu Birnu, ráðherrans sem gerði Sigríði Björk að lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins án auglýsingar á sínum tíma.

Theodór var ráðinn aðstoðaryfirlögregluþjónn 1. janúar 2008 samkvæmt auglýsingu og fluttur tímabundið í stöðu yfirlögregluþjóns þann 1. apríl 2019 á grundvelli 36. gr. starfsmannalaga. Hann hafði þó setið í yfirstjórninni síðan 2017, en það ár tók hann við stöðu yfirmanns kynferðisbrotadeildar. Eru yfirlögregluþjónar skipaðir af lögreglustjóra samkvæmt 28. gr. lögreglulaga.

Fram kemur í svörum lögreglu við fyrirspurn Stundarinnar um málið að Theodór hafi verið „fluttur tímabundið í stöðu yfirlögregluþjóns þann 1. apríl 2019 á grundvelli 36. gr.“. Samkvæmt bréfi sem dómsmálaráðuneytið sendi lögreglustjórum landsins í vor á hins vegar 36. gr. starfsmannalaga fyrst og fremst við þegar um varanlega ráðstöfun er að ræða, enda hvergi í 36. gr. kveðið á um heimild til að flytja menn tímabundið á milli embætta í formi setningar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lekamálið

Umboðsmaður Alþingis: Borgarar verða að geta treyst því að stjórnmálamenn skipti sér ekki af lögreglurannsóknum
Fréttir

Um­boðs­mað­ur Al­þing­is: Borg­ar­ar verða að geta treyst því að stjórn­mála­menn skipti sér ekki af lög­reglu­rann­sókn­um

„Ég tel nauð­syn­legt sem um­boðs­mað­ur Al­þing­is að vera á varð­bergi um að slík þró­un verði ekki í ís­lenskri stjórn­sýslu,“ seg­ir um­boðs­mað­ur í um­fjöll­un sinni um hátt­semi Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ur í árs­skýrslu fyr­ir 2015. Af­skipti ráð­herra af störf­um lög­regl­unn­ar drógu dilk á eft­ir sér.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár