Raunverulega sjálfstætt eftirlit með störfum lögreglu skortir enn á Íslandi, enda hefur eftirlitsnefndin sem sett var á fót með lögum árið 2016 hvorki heimildir né fjármagn til rannsókna og beitingu viðurlaga. Þetta er mat þingmanna Pírata sem hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að stofnuð verði sérstök eftirlitsstofnun á vegum Alþingis sem hafi eftirlit með lögreglunni. Þannig megi tryggja sjálfstæði rannsakenda frá handhöfum allsherjarvalds.
Að mati þingmannanna stenst eftirlit með lögreglu á Íslandi illa þær kröfur sem leiða af Mannréttindasáttmála Evrópu, enda hafi Mannréttindadómstóll Evrópu lagt áherslu á að við rannsóknir á valdbeitingu og réttmæti hennar þurfi rannsóknaraðili að vera með öllu sjálfstæður og ótengdur rannsóknarþola; dugi þá ekki að viðkomandi sé aðskilinn stjórnsýslulegu skipuriti þeirrar greinar ríkisvaldsins sem er til rannsóknar heldur þurfi aðilinn „einnig að vera ótengdur henni í raun“.
Meginhlutverk þeirrar nefndar um eftirlit með lögreglu sem nú starfar er að greina erindi, koma kvörtunum og athugasemdum vegna …
Athugasemdir