Þriðjungshlutur í eignarhaldsfélaginu NQ ehf., sem á hlut í langstærsta veitingafyrirtækinu í Flugsstöð Leifs Eiríkssonar eftir umdeilt útboð ríkisfyrirtækisins Isavia árið 2014, var seldur á rúmlega 67 milljónir króna.
Þetta kemur fram í ársreikningi fyrirtækisins Silo ehf., kaupanda hlutabréfanna, fyrir árið 2016. Eigandi hlutarins var María Kristín Sævarsdóttir, sem er eiginkona Sigurjóns Rúnars Rafnssonar, sem er aðstoðarkaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki. Sigurjón Rúnar stýrði fjárfestingunni í félaginu, samkvæmt þinglýstum opinberum gögnum, en ekki María Kristín.
NQ ehf. á 40 prósenta hlut í félaginu Lagardére Travel Retail í Leifsstöð á móti franska flugvallarrisanum Lagardére. Fyrirtækið nær einokar matarsölu í Leifsstöð og rekur þar Mathús, veitingastaðinn Nord, barinn Loksins, Pure Food Hall og kaffihúsið Segafredo.
„Besta markaðstorg á Íslandi“
Fyrirtækið Lagardére Travel Retail er tekju- og hagnaðarvél enda hefur Leifsstöð verið kölluð „besta markaðstorg á …
Athugasemdir