„Samkeppnin var ekkert tengd Kaupfélagi Skagfirðinga. Það var bara valið besta tilboðið sem sent var inn í þessa samkeppni,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við Stundina um fyrirtækið Lagardére Retail Services ehf. sem rekur sex verslanir og veitingastaði með mat og aðrar veitingar í Leifsstöð eftir útboðið sem fram fór um verslunarhúsnæðið í flugstöðinni í fyrra. Guðni segir að í útboðslýsingunni hafi einnig komið fram að gögnin um útboðið yrðu ekki birt.
Stundin fjallaði um fyrirtækið í gær og hafði meðal annars eftir Sigurði Skagfjörð Sigurðssyni, framkvæmdastjóra og hluthafa, fyrirtækisins að það gæti „ágætlega“. Franska flugvallarfyrirtækið Lagardére á 60 prósenta hlut í fyrirtækinu og íslenska eignarhaldsfélagið NQ ehf. á 40 prósenta hlut. Meðal eigenda NQ ehf. er eiginkona aðstoðarkaupfélagsstjórans í Skagafirði, Sigurjóni Rúnari Rafnssyni, en hún hefur hingað til ekki verið þekkt fyrir aðkomu sína að viðskiptum.
Athugasemdir