Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sósíalistar vilja útsvar á fjármagnstekjur

Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir legg­ur fram til­lögu um að sveit­ar­fé­lög­in fái hlut­fall af fjár­magn­s­tekj­um ein­stak­linga. Bend­ir hún á að marg­ir af þeim auð­ug­ustu hafi ein­göngu fjár­magn­s­tekj­ur og greiði því ekk­ert til að fjár­magna þá þjón­ustu sem sveit­ar­fé­lög veita.

Sósíalistar vilja útsvar á fjármagnstekjur
Sanna Magdalena Mörtudóttir Borgarfulltrúi Sósíalista vill að sveitarfélögin fái hlutfall af fjármagnstekjum. Mynd: Kristinn Magnússon

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltúi Sósíalistaflokks Íslands, mun á morgun flytja tillögu í borgarstjórn um að útsvar verði lagt á fjármagnstekjur.

Samkvæmt tillögunni er þeim borgarfulltrúum sem sitja fyrir hönd Reykjavíkurborgar í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga falið að leggja tillöguna fyrir stjórn þess. „Öfugt við launatekjur bera fjármagnstekjur ekkert útsvar og hér er því um gríðarlega fjármuni að ræða fyrir sveitarfélögin,“ segir í tillögunni. „Þar sem sveitarfélög geta ekki lagt á umrædda skatta án laga frá Alþingi, er lagt til að tillagan verði tekin fyrir innan Sambandsins.“

Er bent á að sveitarfélögin sinni verkefnum á sviði skólamála, kjara- og starfsmannamála og umhverfis- og tæknimála, auk þess að veita félagsþjónustu, sinna málefnum sem falla undir lýðræði og mannréttindi, skipulags- og byggðamál og stjórnsýslu.

„Tekjur hinna allra auðugustu eru að miklu leyti fjármagnstekjur og greiða þeir aðilar því ekki sama hlutfall af tekjum sínum til sveitarfélaganna sem þeir búa í, líkt og launafólkið,“ segir í tillögunni. „Hafi einstaklingur einungis fjármagnstekjur en engar launatekjur greiðir viðkomandi ekkert útsvar til viðkomandi sveitarfélags sem hann býr í. Þ.e.a.s. viðkomandi greiðir því ekki í sameiginlegan sjóð borgar eða bæjar líkt og launafólk viðkomandi sveitarfélags. Til að vinna gegn þessu ósamræmi í skattlagningu og til að efla tekjustofna sveitarfélaganna er mikilvægt að leggja útsvar á fjármagnstekjur. Þannig má styrkja borgarsjóð og þar með borgina svo að hún hafi burði til að sinna öllum þeim verkefnum er koma inn á hennar borð og þannig getur hún veitt sem bestu þjónustuna.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Auðmenn

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár