Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Sósíalistar vilja útsvar á fjármagnstekjur

Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir legg­ur fram til­lögu um að sveit­ar­fé­lög­in fái hlut­fall af fjár­magn­s­tekj­um ein­stak­linga. Bend­ir hún á að marg­ir af þeim auð­ug­ustu hafi ein­göngu fjár­magn­s­tekj­ur og greiði því ekk­ert til að fjár­magna þá þjón­ustu sem sveit­ar­fé­lög veita.

Sósíalistar vilja útsvar á fjármagnstekjur
Sanna Magdalena Mörtudóttir Borgarfulltrúi Sósíalista vill að sveitarfélögin fái hlutfall af fjármagnstekjum. Mynd: Kristinn Magnússon

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltúi Sósíalistaflokks Íslands, mun á morgun flytja tillögu í borgarstjórn um að útsvar verði lagt á fjármagnstekjur.

Samkvæmt tillögunni er þeim borgarfulltrúum sem sitja fyrir hönd Reykjavíkurborgar í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga falið að leggja tillöguna fyrir stjórn þess. „Öfugt við launatekjur bera fjármagnstekjur ekkert útsvar og hér er því um gríðarlega fjármuni að ræða fyrir sveitarfélögin,“ segir í tillögunni. „Þar sem sveitarfélög geta ekki lagt á umrædda skatta án laga frá Alþingi, er lagt til að tillagan verði tekin fyrir innan Sambandsins.“

Er bent á að sveitarfélögin sinni verkefnum á sviði skólamála, kjara- og starfsmannamála og umhverfis- og tæknimála, auk þess að veita félagsþjónustu, sinna málefnum sem falla undir lýðræði og mannréttindi, skipulags- og byggðamál og stjórnsýslu.

„Tekjur hinna allra auðugustu eru að miklu leyti fjármagnstekjur og greiða þeir aðilar því ekki sama hlutfall af tekjum sínum til sveitarfélaganna sem þeir búa í, líkt og launafólkið,“ segir í tillögunni. „Hafi einstaklingur einungis fjármagnstekjur en engar launatekjur greiðir viðkomandi ekkert útsvar til viðkomandi sveitarfélags sem hann býr í. Þ.e.a.s. viðkomandi greiðir því ekki í sameiginlegan sjóð borgar eða bæjar líkt og launafólk viðkomandi sveitarfélags. Til að vinna gegn þessu ósamræmi í skattlagningu og til að efla tekjustofna sveitarfélaganna er mikilvægt að leggja útsvar á fjármagnstekjur. Þannig má styrkja borgarsjóð og þar með borgina svo að hún hafi burði til að sinna öllum þeim verkefnum er koma inn á hennar borð og þannig getur hún veitt sem bestu þjónustuna.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Auðmenn

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár