„Stundum fannst mér eins og það væri að kvikna í maganum á mér og lömun færðist yfir líkamann,“ segir Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir um fátæktina sem hún þekkir svo vel. Ásta er dóttir einstæðrar, hreyfihamlaðrar móður og var sjálf einstæð móðir með veikt barn þegar hún varð veik.
Hún er öryrki og er á örorkulífeyri og segir að þar sem hún sé gift sé hún á betri stað í lífinu en ella. „Hugarfarið skiptir líka miklu máli – að viðkomandi vinni jákvætt og lausnamiðað og ég held að valdefling sé stærsta lausnin í þessu máli.“
Ásta vill segja sögu sína en hún hefði ekki treyst sér til þess þegar hún var í fátæktargildrunni á sínum tíma. Hún segir að skömmin sem fylgi fátækt sé mikil.
Sonurinn vakti athygli í móðurkviði
„Ég fæddist og ólst upp á Vestfjörðum og flutti til Reykjavíkur þegar ég var 17 ára. Ég vann til að …
Athugasemdir