Hjónin Guðni Þórðarson og Sjöfn Guðmundsdóttir fengu samtals um 808 milljónir króna í fjármagnstekjur í fyrra samkvæmt álagningarskrá ríkisskattstjóra. Guðni og Sjöfn hafa átt iðnaðarframleiðslufyrirtækisið Borgarplasts hf. sem selt var til fjárfestasjóðs síðasta haust.
Guðni, sem verður áttræður í haust, stofnaði Borgarplast ásamt sex öðrum Borgfirðingum árið 1971. Fyrirtækið er stærsti söluaðili einangraðra fiskikerja á Íslandi og flytur þau út til allra heimsálfa.
Framtakssjóðurinn Umbreyting keypti bæði Borgarplast hf. og Plastgerð Suðurnesja ehf. í september 2018 og voru fyrirtækin sameinuð undir nafni Borgarplasts. Sjóðurinn er 7 milljarða króna fjárfestingasjóður sem heitir nú Alfa framtak. Guðni og Sjöfn voru tveir stærstu hluthafar Borgarplasts og námu fjármagnstekjur þeirra í fyrra 778 milljónum króna, sem að líkindum má mestmegnis rekja til þessara viðskipta.
Þar fyrir utan námu mánaðarlaun Guðna í fyrra 1.713.622 krónum og mánaðarlaun Sjafnar 757.877 krónum.
Eftir kaupin á Alfa framtak 78% í sameinuðu fyrirtæki, að því er fram kom í tilkynningu við kaupin. „Verkefnið er krefjandi og felur í sér umbreytingu á rekstri og efnahag sameinaðs félags. Félögin eru hins vegar rótgróin og rekstur þeirra traustur. Við hlökkum til samstarfsins við nýja lykilstjórnendur og meðeigendur okkar og munum styðja félagið til frekari vaxtar,” var haft eftir Gunnari Páli Tryggvasyni, framkvæmdarstjóri Icora Partners, sem nú heitir Alfa framtak.
Athugasemdir