Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Hjónin í Borgarplasti græddu 800 milljónir í fyrra

Hjón­in Guðni Þórð­ar­son og Sjöfn Guð­munds­dótt­ir, sem stýrt hafa Borgarplasti und­an­farna ára­tugi, fengu 778 millj­ón­ir króna í fjár­magn­s­tekj­ur í fyrra. Þau seldu fyr­ir­tæk­ið til Al­fa fram­taks­sjóðs síð­asta haust.

Hjónin í Borgarplasti græddu 800 milljónir í fyrra
Kaupunum fagnað Alfa framtak, sem þá hét Framtakssjóðurinn Umbreyting, keypti og sameinaði Borgarplast og Plastgerð Suðurnesja.

Hjónin Guðni Þórðarson og Sjöfn Guðmundsdóttir fengu samtals um 808 milljónir króna í fjármagnstekjur í fyrra samkvæmt álagningarskrá ríkisskattstjóra. Guðni og Sjöfn hafa átt iðnaðarframleiðslufyrirtækisið Borgarplasts hf. sem selt var til fjárfestasjóðs síðasta haust.

Guðni, sem verður áttræður í haust, stofnaði Borgarplast ásamt sex öðrum Borgfirðingum árið 1971. Fyrirtækið er stærsti söluaðili einangraðra fiskikerja á Íslandi og flytur þau út til allra heimsálfa.

Fram­taks­sjóður­inn Umbreyt­ing keypti bæði Borgarplast hf. og Plast­gerð Suður­nesja ehf. í september 2018 og voru fyrirtækin sameinuð undir nafni Borgarplasts. Sjóðurinn er 7 milljarða króna fjárfestingasjóður sem heitir nú Alfa framtak. Guðni og Sjöfn voru tveir stærstu hluthafar Borgarplasts og námu fjármagnstekjur þeirra í fyrra 778 milljónum króna, sem að líkindum má mestmegnis rekja til þessara viðskipta.

Þar fyrir utan námu mánaðarlaun Guðna í fyrra 1.713.622 krónum og mánaðarlaun Sjafnar 757.877 krónum. 

Eftir kaupin á Alfa framtak 78% í sameinuðu fyrirtæki, að því er fram kom í tilkynningu við kaupin. „Verk­efnið er krefj­andi og fel­ur í sér umbreyt­ingu á rekstri og efna­hag sam­einaðs fé­lags. Fé­lög­in eru hins veg­ar rót­gró­in og rekst­ur þeirra traust­ur. Við hlökk­um til sam­starfs­ins við nýja lyk­il­stjórn­end­ur og meðeig­end­ur okk­ar og mun­um styðja fé­lagið til frek­ari vaxt­ar,” var haft eft­ir Gunn­ari Páli Tryggva­syni, fram­kvæmd­ar­stjóri Icora Partners, sem nú heitir Alfa framtak.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Tekjulistinn 2019

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár