Hjónin í Borgarplasti græddu 800 milljónir í fyrra

Hjón­in Guðni Þórð­ar­son og Sjöfn Guð­munds­dótt­ir, sem stýrt hafa Borgarplasti und­an­farna ára­tugi, fengu 778 millj­ón­ir króna í fjár­magn­s­tekj­ur í fyrra. Þau seldu fyr­ir­tæk­ið til Al­fa fram­taks­sjóðs síð­asta haust.

Hjónin í Borgarplasti græddu 800 milljónir í fyrra
Kaupunum fagnað Alfa framtak, sem þá hét Framtakssjóðurinn Umbreyting, keypti og sameinaði Borgarplast og Plastgerð Suðurnesja.

Hjónin Guðni Þórðarson og Sjöfn Guðmundsdóttir fengu samtals um 808 milljónir króna í fjármagnstekjur í fyrra samkvæmt álagningarskrá ríkisskattstjóra. Guðni og Sjöfn hafa átt iðnaðarframleiðslufyrirtækisið Borgarplasts hf. sem selt var til fjárfestasjóðs síðasta haust.

Guðni, sem verður áttræður í haust, stofnaði Borgarplast ásamt sex öðrum Borgfirðingum árið 1971. Fyrirtækið er stærsti söluaðili einangraðra fiskikerja á Íslandi og flytur þau út til allra heimsálfa.

Fram­taks­sjóður­inn Umbreyt­ing keypti bæði Borgarplast hf. og Plast­gerð Suður­nesja ehf. í september 2018 og voru fyrirtækin sameinuð undir nafni Borgarplasts. Sjóðurinn er 7 milljarða króna fjárfestingasjóður sem heitir nú Alfa framtak. Guðni og Sjöfn voru tveir stærstu hluthafar Borgarplasts og námu fjármagnstekjur þeirra í fyrra 778 milljónum króna, sem að líkindum má mestmegnis rekja til þessara viðskipta.

Þar fyrir utan námu mánaðarlaun Guðna í fyrra 1.713.622 krónum og mánaðarlaun Sjafnar 757.877 krónum. 

Eftir kaupin á Alfa framtak 78% í sameinuðu fyrirtæki, að því er fram kom í tilkynningu við kaupin. „Verk­efnið er krefj­andi og fel­ur í sér umbreyt­ingu á rekstri og efna­hag sam­einaðs fé­lags. Fé­lög­in eru hins veg­ar rót­gró­in og rekst­ur þeirra traust­ur. Við hlökk­um til sam­starfs­ins við nýja lyk­il­stjórn­end­ur og meðeig­end­ur okk­ar og mun­um styðja fé­lagið til frek­ari vaxt­ar,” var haft eft­ir Gunn­ari Páli Tryggva­syni, fram­kvæmd­ar­stjóri Icora Partners, sem nú heitir Alfa framtak.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Tekjulistinn 2019

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár