Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Hjónin í Borgarplasti græddu 800 milljónir í fyrra

Hjón­in Guðni Þórð­ar­son og Sjöfn Guð­munds­dótt­ir, sem stýrt hafa Borgarplasti und­an­farna ára­tugi, fengu 778 millj­ón­ir króna í fjár­magn­s­tekj­ur í fyrra. Þau seldu fyr­ir­tæk­ið til Al­fa fram­taks­sjóðs síð­asta haust.

Hjónin í Borgarplasti græddu 800 milljónir í fyrra
Kaupunum fagnað Alfa framtak, sem þá hét Framtakssjóðurinn Umbreyting, keypti og sameinaði Borgarplast og Plastgerð Suðurnesja.

Hjónin Guðni Þórðarson og Sjöfn Guðmundsdóttir fengu samtals um 808 milljónir króna í fjármagnstekjur í fyrra samkvæmt álagningarskrá ríkisskattstjóra. Guðni og Sjöfn hafa átt iðnaðarframleiðslufyrirtækisið Borgarplasts hf. sem selt var til fjárfestasjóðs síðasta haust.

Guðni, sem verður áttræður í haust, stofnaði Borgarplast ásamt sex öðrum Borgfirðingum árið 1971. Fyrirtækið er stærsti söluaðili einangraðra fiskikerja á Íslandi og flytur þau út til allra heimsálfa.

Fram­taks­sjóður­inn Umbreyt­ing keypti bæði Borgarplast hf. og Plast­gerð Suður­nesja ehf. í september 2018 og voru fyrirtækin sameinuð undir nafni Borgarplasts. Sjóðurinn er 7 milljarða króna fjárfestingasjóður sem heitir nú Alfa framtak. Guðni og Sjöfn voru tveir stærstu hluthafar Borgarplasts og námu fjármagnstekjur þeirra í fyrra 778 milljónum króna, sem að líkindum má mestmegnis rekja til þessara viðskipta.

Þar fyrir utan námu mánaðarlaun Guðna í fyrra 1.713.622 krónum og mánaðarlaun Sjafnar 757.877 krónum. 

Eftir kaupin á Alfa framtak 78% í sameinuðu fyrirtæki, að því er fram kom í tilkynningu við kaupin. „Verk­efnið er krefj­andi og fel­ur í sér umbreyt­ingu á rekstri og efna­hag sam­einaðs fé­lags. Fé­lög­in eru hins veg­ar rót­gró­in og rekst­ur þeirra traust­ur. Við hlökk­um til sam­starfs­ins við nýja lyk­il­stjórn­end­ur og meðeig­end­ur okk­ar og mun­um styðja fé­lagið til frek­ari vaxt­ar,” var haft eft­ir Gunn­ari Páli Tryggva­syni, fram­kvæmd­ar­stjóri Icora Partners, sem nú heitir Alfa framtak.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Tekjulistinn 2019

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár