Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Hjónin í Borgarplasti græddu 800 milljónir í fyrra

Hjón­in Guðni Þórð­ar­son og Sjöfn Guð­munds­dótt­ir, sem stýrt hafa Borgarplasti und­an­farna ára­tugi, fengu 778 millj­ón­ir króna í fjár­magn­s­tekj­ur í fyrra. Þau seldu fyr­ir­tæk­ið til Al­fa fram­taks­sjóðs síð­asta haust.

Hjónin í Borgarplasti græddu 800 milljónir í fyrra
Kaupunum fagnað Alfa framtak, sem þá hét Framtakssjóðurinn Umbreyting, keypti og sameinaði Borgarplast og Plastgerð Suðurnesja.

Hjónin Guðni Þórðarson og Sjöfn Guðmundsdóttir fengu samtals um 808 milljónir króna í fjármagnstekjur í fyrra samkvæmt álagningarskrá ríkisskattstjóra. Guðni og Sjöfn hafa átt iðnaðarframleiðslufyrirtækisið Borgarplasts hf. sem selt var til fjárfestasjóðs síðasta haust.

Guðni, sem verður áttræður í haust, stofnaði Borgarplast ásamt sex öðrum Borgfirðingum árið 1971. Fyrirtækið er stærsti söluaðili einangraðra fiskikerja á Íslandi og flytur þau út til allra heimsálfa.

Fram­taks­sjóður­inn Umbreyt­ing keypti bæði Borgarplast hf. og Plast­gerð Suður­nesja ehf. í september 2018 og voru fyrirtækin sameinuð undir nafni Borgarplasts. Sjóðurinn er 7 milljarða króna fjárfestingasjóður sem heitir nú Alfa framtak. Guðni og Sjöfn voru tveir stærstu hluthafar Borgarplasts og námu fjármagnstekjur þeirra í fyrra 778 milljónum króna, sem að líkindum má mestmegnis rekja til þessara viðskipta.

Þar fyrir utan námu mánaðarlaun Guðna í fyrra 1.713.622 krónum og mánaðarlaun Sjafnar 757.877 krónum. 

Eftir kaupin á Alfa framtak 78% í sameinuðu fyrirtæki, að því er fram kom í tilkynningu við kaupin. „Verk­efnið er krefj­andi og fel­ur í sér umbreyt­ingu á rekstri og efna­hag sam­einaðs fé­lags. Fé­lög­in eru hins veg­ar rót­gró­in og rekst­ur þeirra traust­ur. Við hlökk­um til sam­starfs­ins við nýja lyk­il­stjórn­end­ur og meðeig­end­ur okk­ar og mun­um styðja fé­lagið til frek­ari vaxt­ar,” var haft eft­ir Gunn­ari Páli Tryggva­syni, fram­kvæmd­ar­stjóri Icora Partners, sem nú heitir Alfa framtak.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Tekjulistinn 2019

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár