Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Guðlaugur Þór dreifði Brexit-áróðri og mærir nú Boris Johnson: „Mjög hæfur“

Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son dreifði vill­andi boð­skap frá Brex­it-sinn­um í að­drag­anda at­kvæða­greiðsl­unn­ar 2016 um að út­ganga myndi spara Bret­um 350 millj­ón­ir punda sem yrði svo hægt að dæla í heil­brigðis­kerf­ið. Hann seg­ir Bor­is John­son hafa „skýra sýn“.

Guðlaugur Þór dreifði Brexit-áróðri og mærir nú Boris Johnson: „Mjög hæfur“

Guðlaugur Þór Þórðarson, núverandi utanríkisráðherra, dreifði sömu rangfærslunum og Boris Johnson í aðdraganda Brexit-atkvæðagreiðslunnar árið 2016. Þann 23. maí, mánuði áður en atkvæðagreiðslan fór fram, birti Guðlaugur áróðursmyndband á Facebook þar sem því er ranglega haldið fram að Bretland greiði Evrópusambandinu 350 milljónir punda vikulega og að fyrir sömu fjárhæð mætti byggja nýjan spítala í hverri viku og búa hann öllum nauðsynlegum tækjum.

Boris Johnson, sem nú er orðinn forsætisráðherra Bretlands, setti fram yfirlýsingar sama efnis í aðdraganda Brexit-atkvæðagreiðslunnar. Þann 29. maí síðastliðinn var honum skipað að mæta fyrir dóm vegna yfirlýsinganna eftir að borgari höfðaði mál á þeim grundvelli að Boris hefði villt um fyrir almenningi og þannig gerst sekur um brot í opinberu starfi sem borgarstjóri. Æðra dómsstig ógilti dómkvaðninguna nokkrum dögum síðar og þurfti því Boris ekki að svara fyrir ummælin í réttarsal.

Tölfræðistofnun Bretlands (UK Statistics Authority) gaf út yfirlýsingu þann 27. maí þar sem yfirlýsingar um 350 milljónirnar voru leiðréttar og bent á að þar væri horft fram hjá frádrætti (e. rebate) sem samið var um í ríkisstjórnartíð Margaret Thatcher auk greiðslna frá ESB til Breta, svo sem í formi landbúnaðarstyrkja. Rannsóknarstofnun ríkisfjármála (Institute for Fiscal Studies) tók í sama streng og sagði málflutninginn „absúrd“. Klukkustund eftir að ljóst varð að kosið hafði verið um útgöngu úr Evrópusambandinu aðfaranótt 24. júní 2016 viðurkenndi Nigel Farage, einn af lykilmönnum útgönguhreyfingarinnar, að slagorðið hefði verið mistök. 

Þótt ítrekað væri bent á rangfærslur lykilmanna útgönguhreyfingarinnar hélt Guðlaugur Þór áfram að deila áróðursefni frá þeim á Facebook. „Bretland býr ekki við viðskiptafrelsi á meðan það er í ESB. ESB er gamaldags tollabandalag,“ skrifaði hann og birti myndbönd frá Evrópuþingmanninum Daniel Hannan og hægrisinnuðu hugveitunni Adam Smith Institute. „Ef Bretland fer út mun það skapa mikla möguleika fyrir Ísland og önnur ríkin innan og utan álfunnar og mun örugglega leiða til mikillar gerjunnar á sviði fríverslunnar. Því eitt er víst að ef fólk vill viðskiptafrelsi þá velur það ekki ESB.“

Guðlaugur Þór var til viðtals á Bylgjunni í gær og mærði Boris Johnson. „Það fer ekkert á milli mála að hér er mjög hæfur stjórnmálamaður á ferðinni sem er með mjög skýra sýn um hvert hann vill fara, en er óhefðbundinn að mörgu leyti,“ sagði Guðlaugur.

„Ég sá í fjölmiðlum í gær að margir eru að líkja honum við Trump. Þar er ólíku saman að jafna. Trump hefur til dæmis lagt áherslu á innflytjendamálin, herðingu á þeim. Þú finnur ekki slíkt hjá Boris Johnson og það sem menn skilgreina oft sem popúlisma.“ 

Boris Johnson og Donald Trump eiga það sameiginlegt að tjá sig með óhefluðum hætti, en líkt og Trump hefur Boris verið gagnrýndur fyrir niðrandi tal um minnihlutahópa. Frægt varð þegar hann líkti hjónaböndum samkynhneigðra við að þrír menn giftist hundi og í skrifum sínum fyrir hægrisinnuð dagblöð í Bretlandi hefur hann fjallað af nostalgíu um breska heimsveldið, líkt konum sem klæðast búrkum við póstkassa og bankaræningja og sprellað með að hreinsa þurfi burt alla „dauðu búkana“ eftir Líbíustríðið. 

„Boris John­son er búinn að vera í stjórn­málum í ára­tugi og er frjáls­lyndur íhalds­mað­ur,“ segir Guðlaugur. „Hann hefur til dæmis verið borg­ar­stjóri í London þar sem hann vann London – sem á ekki að vera hægt fyrir íhalds­mann – og komst mjög vel frá því verk­efn­i.“ Guðlaugur bætti því við að sér hefði þótt gott að vinna með Boris Johnson þegar Boris var utanríkisráðherra í stjórn Theresu May. 

Forsíða The Sun í dag

Götublaðið The Sun fagnaði embættistöku Boris Johnson með afgerandi forsíðu í dag. Dagblöð nær miðjunni á hinu pólitíska litrófi hafa hins vegar ekki vandað Boris kveðjurnar.

„Loddari á Downing Street,“ er yfirskrift leiðara vikublaðsins New Statesman þar sem fullyrt er að Boris sé siðferðilega óhæfur til að gegna embætti forsætisráðherra eftir að hafa ítrekað orðið uppvís að óheiðarleika, bæði sem blaðamaður og stjórnmálamaður. 

Boris Johnson var á meðal lykilmanna í baráttunni fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu árið 2016, en kosningabaráttan byggði að verulegu leyti á afbökun staðreynda. Ein skýrasta birtingarmynd þess var Brexit-rútan með slagorði um 350 milljónirnar. Heilinn á bak við þetta, Dominic Cummings, hefur nú fengið lykilhlutverk í nýrri ríkisstjórn Borisar Johnson.

Lykilmaður í Brexit-hreyfingunni
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþjóðamál

Þunna línan á milli þjóðernisstolts og oflátungsháttar
GreiningUppgjörið við uppgjörið

Þunna lín­an á milli þjóð­ern­is­stolts og of­látungs­hátt­ar

InD­efence-hóp­ur­inn svo­kall­aði beitti þjóð­ern­is­legri orð­ræðu í áróð­urs­stríði við Breta, að mati Markús­ar Þór­halls­son­ar sagn­fræð­ings. Sótt var í 20. ald­ar sögu­skoð­un um gull­öld og nið­ur­læg­ing­ar­tíma­bil Ís­lend­inga­sög­unn­ar. 83 þús­und manns skrif­uðu und­ir „Iceland­ers are not terr­orists“-und­ir­skriftal­ist­ann og hóp­ur­inn or­sak­aði fyrstu þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu lýð­veld­is­tím­ans.
Misskiptingin eykst á feikihraða og ógnar lýðræðinu
ErlentAlþjóðamál

Mis­skipt­ing­in eykst á feik­i­hraða og ógn­ar lýð­ræð­inu

Sex ein­stak­ling­ar eiga nú jafn mik­ið og helm­ing­ur mann­kyns. Auð­ur­inn sóp­ast frá þeim sem minnst eiga og safn­ast á hend­ur hinna fáu sem eiga mest. Sér­fræð­ing­ar ótt­ast að hin sí­vax­andi mis­skipt­ing ýti enn frek­ar und­ir sókn hægri po­púl­ista á Vest­ur­lönd­um. Mis­skipt­ing­in minnst í þeim ríkj­um þar sem efna­hags­legt lýð­ræði er mest.

Mest lesið

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
3
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
5
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
5
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár