Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Guðlaugur Þór dreifði Brexit-áróðri og mærir nú Boris Johnson: „Mjög hæfur“

Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son dreifði vill­andi boð­skap frá Brex­it-sinn­um í að­drag­anda at­kvæða­greiðsl­unn­ar 2016 um að út­ganga myndi spara Bret­um 350 millj­ón­ir punda sem yrði svo hægt að dæla í heil­brigðis­kerf­ið. Hann seg­ir Bor­is John­son hafa „skýra sýn“.

Guðlaugur Þór dreifði Brexit-áróðri og mærir nú Boris Johnson: „Mjög hæfur“

Guðlaugur Þór Þórðarson, núverandi utanríkisráðherra, dreifði sömu rangfærslunum og Boris Johnson í aðdraganda Brexit-atkvæðagreiðslunnar árið 2016. Þann 23. maí, mánuði áður en atkvæðagreiðslan fór fram, birti Guðlaugur áróðursmyndband á Facebook þar sem því er ranglega haldið fram að Bretland greiði Evrópusambandinu 350 milljónir punda vikulega og að fyrir sömu fjárhæð mætti byggja nýjan spítala í hverri viku og búa hann öllum nauðsynlegum tækjum.

Boris Johnson, sem nú er orðinn forsætisráðherra Bretlands, setti fram yfirlýsingar sama efnis í aðdraganda Brexit-atkvæðagreiðslunnar. Þann 29. maí síðastliðinn var honum skipað að mæta fyrir dóm vegna yfirlýsinganna eftir að borgari höfðaði mál á þeim grundvelli að Boris hefði villt um fyrir almenningi og þannig gerst sekur um brot í opinberu starfi sem borgarstjóri. Æðra dómsstig ógilti dómkvaðninguna nokkrum dögum síðar og þurfti því Boris ekki að svara fyrir ummælin í réttarsal.

Tölfræðistofnun Bretlands (UK Statistics Authority) gaf út yfirlýsingu þann 27. maí þar sem yfirlýsingar um 350 milljónirnar voru leiðréttar og bent á að þar væri horft fram hjá frádrætti (e. rebate) sem samið var um í ríkisstjórnartíð Margaret Thatcher auk greiðslna frá ESB til Breta, svo sem í formi landbúnaðarstyrkja. Rannsóknarstofnun ríkisfjármála (Institute for Fiscal Studies) tók í sama streng og sagði málflutninginn „absúrd“. Klukkustund eftir að ljóst varð að kosið hafði verið um útgöngu úr Evrópusambandinu aðfaranótt 24. júní 2016 viðurkenndi Nigel Farage, einn af lykilmönnum útgönguhreyfingarinnar, að slagorðið hefði verið mistök. 

Þótt ítrekað væri bent á rangfærslur lykilmanna útgönguhreyfingarinnar hélt Guðlaugur Þór áfram að deila áróðursefni frá þeim á Facebook. „Bretland býr ekki við viðskiptafrelsi á meðan það er í ESB. ESB er gamaldags tollabandalag,“ skrifaði hann og birti myndbönd frá Evrópuþingmanninum Daniel Hannan og hægrisinnuðu hugveitunni Adam Smith Institute. „Ef Bretland fer út mun það skapa mikla möguleika fyrir Ísland og önnur ríkin innan og utan álfunnar og mun örugglega leiða til mikillar gerjunnar á sviði fríverslunnar. Því eitt er víst að ef fólk vill viðskiptafrelsi þá velur það ekki ESB.“

Guðlaugur Þór var til viðtals á Bylgjunni í gær og mærði Boris Johnson. „Það fer ekkert á milli mála að hér er mjög hæfur stjórnmálamaður á ferðinni sem er með mjög skýra sýn um hvert hann vill fara, en er óhefðbundinn að mörgu leyti,“ sagði Guðlaugur.

„Ég sá í fjölmiðlum í gær að margir eru að líkja honum við Trump. Þar er ólíku saman að jafna. Trump hefur til dæmis lagt áherslu á innflytjendamálin, herðingu á þeim. Þú finnur ekki slíkt hjá Boris Johnson og það sem menn skilgreina oft sem popúlisma.“ 

Boris Johnson og Donald Trump eiga það sameiginlegt að tjá sig með óhefluðum hætti, en líkt og Trump hefur Boris verið gagnrýndur fyrir niðrandi tal um minnihlutahópa. Frægt varð þegar hann líkti hjónaböndum samkynhneigðra við að þrír menn giftist hundi og í skrifum sínum fyrir hægrisinnuð dagblöð í Bretlandi hefur hann fjallað af nostalgíu um breska heimsveldið, líkt konum sem klæðast búrkum við póstkassa og bankaræningja og sprellað með að hreinsa þurfi burt alla „dauðu búkana“ eftir Líbíustríðið. 

„Boris John­son er búinn að vera í stjórn­málum í ára­tugi og er frjáls­lyndur íhalds­mað­ur,“ segir Guðlaugur. „Hann hefur til dæmis verið borg­ar­stjóri í London þar sem hann vann London – sem á ekki að vera hægt fyrir íhalds­mann – og komst mjög vel frá því verk­efn­i.“ Guðlaugur bætti því við að sér hefði þótt gott að vinna með Boris Johnson þegar Boris var utanríkisráðherra í stjórn Theresu May. 

Forsíða The Sun í dag

Götublaðið The Sun fagnaði embættistöku Boris Johnson með afgerandi forsíðu í dag. Dagblöð nær miðjunni á hinu pólitíska litrófi hafa hins vegar ekki vandað Boris kveðjurnar.

„Loddari á Downing Street,“ er yfirskrift leiðara vikublaðsins New Statesman þar sem fullyrt er að Boris sé siðferðilega óhæfur til að gegna embætti forsætisráðherra eftir að hafa ítrekað orðið uppvís að óheiðarleika, bæði sem blaðamaður og stjórnmálamaður. 

Boris Johnson var á meðal lykilmanna í baráttunni fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu árið 2016, en kosningabaráttan byggði að verulegu leyti á afbökun staðreynda. Ein skýrasta birtingarmynd þess var Brexit-rútan með slagorði um 350 milljónirnar. Heilinn á bak við þetta, Dominic Cummings, hefur nú fengið lykilhlutverk í nýrri ríkisstjórn Borisar Johnson.

Lykilmaður í Brexit-hreyfingunni
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþjóðamál

Þunna línan á milli þjóðernisstolts og oflátungsháttar
GreiningUppgjörið við uppgjörið

Þunna lín­an á milli þjóð­ern­is­stolts og of­látungs­hátt­ar

InD­efence-hóp­ur­inn svo­kall­aði beitti þjóð­ern­is­legri orð­ræðu í áróð­urs­stríði við Breta, að mati Markús­ar Þór­halls­son­ar sagn­fræð­ings. Sótt var í 20. ald­ar sögu­skoð­un um gull­öld og nið­ur­læg­ing­ar­tíma­bil Ís­lend­inga­sög­unn­ar. 83 þús­und manns skrif­uðu und­ir „Iceland­ers are not terr­orists“-und­ir­skriftal­ist­ann og hóp­ur­inn or­sak­aði fyrstu þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu lýð­veld­is­tím­ans.
Misskiptingin eykst á feikihraða og ógnar lýðræðinu
ErlentAlþjóðamál

Mis­skipt­ing­in eykst á feik­i­hraða og ógn­ar lýð­ræð­inu

Sex ein­stak­ling­ar eiga nú jafn mik­ið og helm­ing­ur mann­kyns. Auð­ur­inn sóp­ast frá þeim sem minnst eiga og safn­ast á hend­ur hinna fáu sem eiga mest. Sér­fræð­ing­ar ótt­ast að hin sí­vax­andi mis­skipt­ing ýti enn frek­ar und­ir sókn hægri po­púl­ista á Vest­ur­lönd­um. Mis­skipt­ing­in minnst í þeim ríkj­um þar sem efna­hags­legt lýð­ræði er mest.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár