Jarðir Ratcliffe keyptar á 2,2 milljarða hið minnsta

Breski auð­kýf­ing­ur­inn James Ratclif­fe hef­ur lán­að eig­in fé­lagi til jarða- og veiðirétt­inda­kaupa á Ís­landi sem hann hyggst ekki fá end­ur­greitt. Und­an­far­ið ár hef­ur hann bætt við sig jörð­um, sem sum­ar voru áð­ur í eigu við­skipta­fé­laga. Frum­varp er í bí­gerð til að þrengja skil­yrði til jarða­kaupa.

Jarðir Ratcliffe keyptar á 2,2 milljarða hið minnsta
James Ratcliffe Auðmaðurinn er nú talinn sá þriðji ríkasti á Bretlandi af The Sunday Times. Mynd: Ineos.com

Fjárfestingar auðkýfingsins James Ratcliffe í landareignum og veiðiréttindum námu að minnsta kosti tæpum 2,2 milljörðum króna í lok árs 2017. Líklegt er að fjárfesting hans í jörðum nemi töluvert hærri upphæð, en hann hefur bætt við sig eignum undanfarin misseri. Nýjustu kaup Ratcliffe eru á jörðinni Brúarlandi 2 í gegnum félag hans, Sólarsali, og eignaðist hann þar með meirihluta veiðiréttar í Hafralónsá í Þistilfirði.

Í ársreikningi félagsins Halicilla Limited Company, sem alfarið er í eigu Ratcliffe, kemur fram að hann hafi í lok árs 2017 lánað félaginu alls 15.389.304 pund til fjárfestinga á Íslandi í gegnum dótturfélögin Fálkaþing og Grenisali, félagið sem á jörðina Grímsstaði á Fjöllum. Jafngildir sú upphæð 2.169.584.078 krónum á gengi í lok árs 2017. Er sama upphæð skráð undir liðnum fjárfestingar í ársreikningnum og hyggst Ratcliffe ekki ætla að sækjast eftir endurgreiðslu á láninu.

En fjárfestingar aðila í tengslum við Ratcliffe eru enn fleiri. Á huldu …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Auðmenn

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár