Fjárfestingar auðkýfingsins James Ratcliffe í landareignum og veiðiréttindum námu að minnsta kosti tæpum 2,2 milljörðum króna í lok árs 2017. Líklegt er að fjárfesting hans í jörðum nemi töluvert hærri upphæð, en hann hefur bætt við sig eignum undanfarin misseri. Nýjustu kaup Ratcliffe eru á jörðinni Brúarlandi 2 í gegnum félag hans, Sólarsali, og eignaðist hann þar með meirihluta veiðiréttar í Hafralónsá í Þistilfirði.
Í ársreikningi félagsins Halicilla Limited Company, sem alfarið er í eigu Ratcliffe, kemur fram að hann hafi í lok árs 2017 lánað félaginu alls 15.389.304 pund til fjárfestinga á Íslandi í gegnum dótturfélögin Fálkaþing og Grenisali, félagið sem á jörðina Grímsstaði á Fjöllum. Jafngildir sú upphæð 2.169.584.078 krónum á gengi í lok árs 2017. Er sama upphæð skráð undir liðnum fjárfestingar í ársreikningnum og hyggst Ratcliffe ekki ætla að sækjast eftir endurgreiðslu á láninu.
En fjárfestingar aðila í tengslum við Ratcliffe eru enn fleiri. Á huldu …
Athugasemdir