Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Nýjar reglur skýra hvort Samherji veitti Eyþóri Arnalds kúlulán

For­sæt­is­nefnd Reykja­vík­ur­borg­ar hef­ur til með­ferð­ar end­ur­skoð­að­ar regl­ur um skrán­ingu fjár­hags­legra hags­muna. Verði þær sam­þykkt­ar mun Ey­þór Arn­alds þurfa að skrá 325 millj­ón króna lán sem hann fékk til kaupa á hlut í Morg­un­blað­inu sem Sam­herji seg­ir hafa ver­ið selj­endalán.

Nýjar reglur skýra hvort Samherji veitti Eyþóri Arnalds kúlulán
Eyþór Arnalds og Davíð Oddsson Eyþór er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og stærsti hluthafi Morgunblaðsins. Davíð er fyrrverandi borgarstjóri úr Sjálfstæðisflokki og ritstjóri Morgunblaðsins. Mynd: Mbl/Eggert Jóhannesson

Nýjar reglur um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum borgarfulltrúa munu krefja Eyþór Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins, svara um hvort Samherji veitti honum 325 milljóna króna kúlulán fyrir kaupum á hlut hans í Morgunblaðinu, verði þær samþykktar. Eyþór hefur ekki viljað svara því hver lánaði honum, en segir það hafa verið lánastofnun.

Í nýju reglunum, sem Helga Björk Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar, sendi forsætisnefnd 29. maí, er krafist ítarlegri upplýsinga um fjárhagslega hagsmuni borgarfulltrúa en áður var. Við reglurnar hefur bæst kafli um skráningu skulda, sjálfskuldarábyrgða og annarra ábyrgða, sem tengdar eru rekstri fasteignar eða atvinnurekstri félaga. Jafnframt skal skrá tegund skuldar eða ábyrgðar og skuldareiganda.

Staðfesti borgarstjórn reglurnar mun Eyþór þurfa að skrá hver lánaði félagi hans, Ramses II ehf., 325 milljóna króna kúlulán með gjalddaga árið 2020 til kaupa á tæplega 23 prósenta hlut í Morgunblaðinu. Í ársreikningi félagsins vegna ársins 2017, …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár