Nýjar reglur um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum borgarfulltrúa munu krefja Eyþór Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins, svara um hvort Samherji veitti honum 325 milljóna króna kúlulán fyrir kaupum á hlut hans í Morgunblaðinu, verði þær samþykktar. Eyþór hefur ekki viljað svara því hver lánaði honum, en segir það hafa verið lánastofnun.
Í nýju reglunum, sem Helga Björk Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar, sendi forsætisnefnd 29. maí, er krafist ítarlegri upplýsinga um fjárhagslega hagsmuni borgarfulltrúa en áður var. Við reglurnar hefur bæst kafli um skráningu skulda, sjálfskuldarábyrgða og annarra ábyrgða, sem tengdar eru rekstri fasteignar eða atvinnurekstri félaga. Jafnframt skal skrá tegund skuldar eða ábyrgðar og skuldareiganda.
Staðfesti borgarstjórn reglurnar mun Eyþór þurfa að skrá hver lánaði félagi hans, Ramses II ehf., 325 milljóna króna kúlulán með gjalddaga árið 2020 til kaupa á tæplega 23 prósenta hlut í Morgunblaðinu. Í ársreikningi félagsins vegna ársins 2017, …
Athugasemdir