Tveir nýir sérfræðingar sem eru með bein tengsl við hagsmunaaðila í laxeldi hafa verið ráðnir til starfa á skrifstofu sjávarútvegs- og fiskeldis í sjávarútvegsráðuneyti Kristjáns Þórs Júlíussonar. Ráðningarnar koma fram í svörum frá sjávarútvegsráðuenytinu við fyrirspurn Stundarinnar.
Vann hjá fyrirtæki stjórnarformanns og hluthafa Arnarlax
Annar starfsmaðurinn er Jón Þrándur Stefánsson, sem starfaði um árabil fyrir ráðgjafarfyrirtækið Markó Partners, sem er í eigu stjórnarformanns Arnarlax, Kjartans Ólafssonar, sem einnig er nokkuð stór hluthafi í félaginu með ríflega 2 prósenta hlut, sem er mörg hundruð milljóna króna virði. Jón Þrándur starfaði hjá dótturfélagi Marko Partners, Seadatacenter, þar til í mars á þessu ári, segir hann.
Stundin fjallaði um það árið 2018 að þrátt fyrir störf sín fyrir Markó Partners hefði Jón
Þrándur einnig komið að stefnumótunarvinnu um laxeldi á Íslandi árið 2017 þegar hann var starfsmaður nefndar um stefnumótun í fiskeldi sem …
Athugasemdir