Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Utanríkismálanefnd bað Jón Baldvin um umsögn vegna þriðja orkupakkans

Ut­an­rík­is­mála­nefnd Al­þing­is leit­aði álits fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra sem hef­ur ít­rek­að ver­ið sak­að­ur um kyn­ferð­is­lega áreitni og ósæmi­lega hátt­semi gagn­vart kon­um og stúlk­um. Að­eins einn ann­ar ein­stak­ling­ur fékk um­sagn­ar­beiðni.

Utanríkismálanefnd bað Jón Baldvin um umsögn vegna þriðja orkupakkans

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, var beðinn um að veita utanríkismálanefnd Alþingis umsögn um innleiðingu þriðja orkupakkans.

Nefndin sendi 127 aðilum umsagnarbeiðnir þann 11. apríl síðastliðinn vegna umfjöllunar um þingsályktunartillögu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkismálaráðherra þess efnis að ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka við EES-samninginn verði staðfest.

Var einkum leitað til samtaka, stofnana og sveitarfélaga, en auk þess voru tveir einstaklingar beðnir um að veita umsögn. Þetta eru þau Jón Baldvin, sem lék lykilhlutverk við undirritun og lögfestingu EES-samningsins á Íslandi, og Maria Elvira Mendez Pinedo, lagaprófessor og sérfræðingur í Evrópurétti við Háskóla Íslands. 

Jón Baldvin hefur ítrekað verið sakaður um kynferðislega áreitni en fjórar konur stigu fram í Stundinni í janúar síðastliðnum og lýstu framgöngu hans.

Nýjasta atvikið mun hafa átt sér stað á heimili Jóns Baldvins og Bryndísar Schram, eiginkonu hans, á Spáni síðasta sumar en það elsta varðar meinta áreitni hans gagnvart tveimur 13 og 14 ára nemendum sínum þegar hann var kennari í Hagaskóla.

Þá steig mágkona hans fram í viðtali við Stundina og sagði frá meintri áreitni hans, auk þess sem nemendur við Menntaskólann á Ísafirði lýstu atvikum frá því hann var skólameistari þar.

Jón Baldvin hefur sagt frásagnirnar uppspuna sem runninn sé undan rifjum dóttur hans. Að því er fram kom í viðtali við Jón Baldvin í Silfri Egils í febrúar vinnur hann nú að bók um ásakanirnar á hendur sér sem ber titilinn Vörn fyrir æru: Hvernig fámennur hópur öfgafemínista hefur sagt réttarríkinu stríð á hendur. Hefur hann skrifað fjölda greina þar sem hann varar við því að mannorð fólks sé eyðilagt, án dóms og laga, í nafni kynjajafnréttis.  

Jón Baldvin, sem nú er einn af talsmönnum samtakanna Orkan okkarsendi Alþingi umsögn um innleiðingu þriðja orkupakkans þann 17. apríl síðastliðinn. Í umsögninni segist Jón Baldvin andvígur einkavæðingu orkufyrirtækja og því að fjárfestar, innlendir jafnt sem erlendir, geti keypt virkjanarétt og forræði yfir nýtingu auðlindarinnar.

„Þetta er og hefur verið grundvallarafstaða okkar jafnaðarmanna varðandi eignarhald á og nýtingu þjóðarauðlinda. Þessi afstaða er studd reynslu annarra þjóða, þar sem vanhugsaðar tilraunir með einkavæðingu grunnþjónustu af þessu tagi hafa skaðað almannahagsmuni. Þess vegna vara ég eindregið við að innleiða löggjöf, sem til skamms tíma virðist vera meinlaus, en getur haft ófyrirséðar og skaðlegar afleiðingar síðar,“ skrifar hann. 

Óttast fyrrverandi utanríkisráðherra að þeir fyrirvarar sem ríkisstjórnin hefur kynnt vegna orkupakkans reynist haldlitlir. Þá telur hann ljóst að sameiginleg yfirlýsing núverandi orkumálastjóra ESB og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra muni reynast marklaus. Hann bendir á að EES-samningurinn veiti aðildarríkjum rétt til að hafna innleiðingu löggjafar á tilteknu málefnasviði ef hún er ekki talin eiga við. „Fyrir þessu eru mörg fordæmi. Höfnun innleiðingar hefur ekki í för með sér nein viðurlög. Afleiðingin er sú, að málinu er vísað til sameiginlegu EES-nefndarinnar, þar sem samið er um málið. Þar með fást þeir einu fyrirvarar, sem öruggt hald er í.“

Loks segir hann að ef Evrópusambandið hætti að virða vilja kjósenda í aðildarríkjum EES-samningsins sé hætt við að stuðningur við EES- samninginn fari þverrandi. „Þar með getur EES-samningurinn, með öllum þeim ávinningi sem hann hefur tryggt Íslandi á undanförnum aldarfjórðungi, verið í uppnámi. Á því bera þá þeir einir ábyrgð, sem vilja þröngva þriðja orkupakkanum upp á þjóðina – með ófyrirséðum afleiðingum og í trássi við þjóðarviljann.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Þriðji orkupakkinn

Frosti: „Hneyksli“ að ECT-samningurinn hafi ekki verið borinn undir Alþingi
FréttirÞriðji orkupakkinn

Frosti: „Hneyksli“ að ECT-samn­ing­ur­inn hafi ekki ver­ið bor­inn und­ir Al­þingi

Frosti Sig­ur­jóns­son, fyrr­ver­andi þing­mað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins og einn af tals­mönn­um Ork­unn­ar okk­ar, tel­ur það stjórn­ar­skrár­brot að Ís­land hafi und­ir­geng­ist skuld­bind­ing­ar ECT-samn­ings­ins án að­komu Al­þing­is. Gunn­ar Bragi Sveins­son stóð að full­gild­ingu samn­ings­ins í rík­is­stjórn­ar­tíð Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar.
Aðstoðarmaður Sigmundar réttlætir fullgildingu ECT-samningsins: „Stundum er hlutum blandað inn í umræðuna“
FréttirÞriðji orkupakkinn

Að­stoð­ar­mað­ur Sig­mund­ar rétt­læt­ir full­gild­ingu ECT-samn­ings­ins: „Stund­um er hlut­um bland­að inn í um­ræð­una“

Hinn um­deildi samn­ing­ur um vernd orku­fjár­fest­inga varð ekki bind­andi fyr­ir Ís­land fyrr en rík­is­stjórn Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar full­gilti hann ár­ið 2015. Ólíkt því sem lagt var upp með við und­ir­rit­un samn­ings­ins 20 ár­um áð­ur var full­gild­ing­in ekki bor­in und­ir Al­þingi. Að­stoð­ar­mað­ur Sig­mund­ar Dav­íðs gef­ur lít­ið fyr­ir frétta­flutn­ing af mál­inu, en önn­ur Evr­ópu­ríki töldu ástæðu til að sam­þykkja sér­staka yf­ir­lýs­ingu um for­ræði yf­ir sæ­strengj­um og olíu­leiðsl­um. Með und­ir­rit­un Gunn­ars Braga Sveins­son­ar og Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar ár­ið 2015 skuld­bundu ís­lensk stjórn­völd sig til að fram­fylgja samn­ingn­um í hví­vetna.
Stjórn Sigmundar fullgilti umdeildan samning um vernd orkufjárfestinga
FréttirÞriðji orkupakkinn

Stjórn Sig­mund­ar full­gilti um­deild­an samn­ing um vernd orku­fjár­fest­inga

Með full­gild­ingu ECT-samn­ings­ins hafa ís­lensk stjórn­völd skuld­bund­ið sig til að liðka fyr­ir frjáls­um við­skipt­um með orku­auð­lind­ir og að beita sér fyr­ir sam­keppni, mark­aðsvæð­ingu og sam­vinnu á sviði orku­flutn­inga. Reynt gæti á ákvæði samn­ings­ins ef upp koma deil­ur um lagn­ingu sæ­strengs, en fjár­fest­ar hafa með­al ann­ars not­að samn­ing­inn sem vopn gegn stjórn­valds­að­gerð­um sem er ætl­að að halda niðri raf­orku­verði til al­menn­ings.

Mest lesið

Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
5
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár