Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Björn sakar Frosta og Sigmund um „dæmalausa tækifærismennsku“

Frosti Sig­ur­jóns­son seg­ist ætíð hafa ver­ið öt­ull tals­mað­ur gegn þriðja orkupakk­an­um þótt hann hafi sam­þykkt inn­leið­ingu á „mein­litl­um“ regl­um úr pakk­an­um. „Það var Ragn­heið­ur El­ín sem barð­ist fyr­ir þessu frum­varpi,“ skrif­ar hann.

Björn sakar Frosta og Sigmund um „dæmalausa tækifærismennsku“

Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, gagnrýnir Frosta Sigurjónsson harðlega og sakar þá Sigmund Davíð Gunnlaugsson um pólitíska tækifærismennsku vegna andstöðunnar við innleiðingu þriðja orkupakkans. „Þú studdir mikilvægt ákvæði í þriðja orkupakkanum en fórst leynt með það,“ segir Björn við Frosta í umræðu á Facebook.

Eins og Stundin fjallar um í dag átti ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar frumkvæði að því árið 2014 að reglur úr þriðja orkupakkanum voru innleiddar í íslenskan rétt án þess að þær hefðu verið samþykktar á vettvangi sameiginlegu EES-nefndarinnar og teknar upp í EES-samninginn. 

Frosti, sem á þeim tíma var þingmaður Framsóknarflokksins en er nú talsmaður baráttuhreyfingar gegn þriðja orkupakkanum, var í hópi þeirra sem greiddu atkvæði með frumvarpinu. Slíkt hið sama gerðu þrír núverandi þingmenn Miðflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Þorsteinn Sæmundsson.

Björn Bjarnason vekur athygli á umfjöllun Stundarinnar á Facebook og skrifar: „Að Sigmundur Davíð, Frosti Sigurjonsson og Þorsteinn Sæmundsson komi nú fram og tali eins og þeir gera um innleiðingu þriðja orkupakkans og tengingar við önnur raforkukerfi afhjúpar dæmalausa tækifærismennsku eins og þessi frásögn sem hér fylgir sýnir. (…) Skyldu þingmenn Miðflokksins og Frosti biðja þá afsökunar sem þeir hafa blekkt undanfarnar vikur og mánuði? Skyldu framsóknarmenn átta sig á hve varasamt er að fylgja Frosta á leið hans til Miðflokksins?“

Frosti bregst við og segir að ákvæðin í frumvarpi Ragnheiðar Elínar Árnadóttur þáverandi iðnaðarráðherra hafi verið „meinlítil“ og meðal annars snúist um að stuðla að nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa og að „bæta upplýsingagjöf og náttúruvernd“. 

Björn bendir hins vegar á að í vikið hafi verið að flutningi raforku til útlanda í frumvarpinu.

„Í flýtisamþykkt ykkar SDG fólst stuðningur við þriðja orkupakkann, sumt í honum tölduð þið svo merkilegt að það yrði að flýta afgreiðslu þess, það er að Íslendingar gætu lagt sitt af mörkum til loftslagsmála með því að framleiða umhverfisvæna orku til útflutnings um sæstreng og þess vegna bæri að flýta afgreiðslu þess þáttar hvað sem liði athugun á stjórnlagaþættinum,“ skrifar Björn. „Þetta var einmitt það sem SDG ræddi við David Cameron 28. október 2015. Nú þegar á að innleiða ákvæði úr pakkanum sem snertir aukið sjálfstæði Orkustofnunar til neytendaverndar rísið þið upp í von um að koma illu af stað innan Framsóknarflokksins.“

Frosti svarar á þessa leið: „Þessi grein Stundarinnar og stagl hér breytir því ekki að - Ég er ekki í Miðflokknum. - Ég hef aldrei stutt þriðja orkupakkann og mun ekki gera. - Ég hef aldrei stutt lagningu sæstrengs.“

Ragnheiður Elín Árnadóttirfyrrverandi iðnaðarráðherra

Í greinargerð frumvarpsins sem Björn og Frosti rífast um er meginefni lagabreytinganna lýst með eftirfarandi hætti:

Með frumvarpinu er lögð til innleiðing á 22. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/72/EB um sameiginlegar reglur fyrir innri markað raforku. Í því felst að settar eru sameiginlegar reglur um framleiðslu, flutning, dreifingu og afhendingu rafmagns, auk ákvæða er snúa að neytendavernd, með það að markmiði að bæta og samþætta samkeppnishæfa raforkumarkaði innan bandalagsins. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að flutningsfyrirtæki raforku skuli árlega leggja fyrir Orkustofnun kerfisáætlun um uppbyggingu flutningskerfisins. Í því felst annars vegar langtímaáætlun kerfisáætlunar sem sýni hvaða þætti í kerfinu reiknað er með að byggja þurfi upp eða uppfæra á næstu tíu árum og hins vegar framkvæmdaáætlun kerfisáætlunar sem sýni hvaða ákvarðanir um fjárfestingar í flutningskerfinu hafi þegar verið teknar og hvaða fjárfestingar þurfi að ráðast í á næstu þremur árum.

Björn segir að þarna hafi verið lögfest „mikilvægt ákvæði þriðja orkupakkans sem snertir kerfisáætlanir innan orkukerfisins þegar sæstrengur var á döfinni“ og bætir við: „Þú studdir mikilvægt ákvæði í þriðja orkupakkanum en fórst leynt með það. Þú stóðst að ákvörðunum um kerfisáætlanir um raforku þegar sæstrengur var enn til umræðu og studdir Sigmund Davíð þegar hann ræddi um lagningu sæstrengs við David Cameron áður en því máli var lagt innan stjórnarráðsins sumarið 2016 en þá hafði SDG hrökklast frá völdum. Þetta er ekki stagl heldur lýsing á ótrúlegri pólitískri tækifærismennsku.“

Frosti svarar á þessa leið: „Ég talaði alltaf gegn sæstreng. Það var Ragnheiður Elín sem barðist fyrir þessu frumvarpi.“

„Það var Ragnheiður Elín sem
barðist fyrir þessu frumvarpi“

Eins og fram kemur í umfjöllun Stundarinnar í dag lagði Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingkona Vinstri grænna, lagði fram breytingartillögu þar sem lagt var til að vísan til „raforkuflutnings til annarra landa“ yrði felld út úr frumvarpinu. Frosti Sigurjónsson og Sigmundur Davíð voru á meðal þeirra sem greiddu atkvæði gegn þeirri tillögu. 

Frumvarp Ragnheiðar Elínar var fyrsta frumvarpið sem fól í sér innleiðingu á reglum úr þriðja orkupakkanum í íslenskan rétt, en annað slíkt frumvarp var samþykkt á Alþingi í fyrra.

Frosti Sigurjónsson birtir athugasemd undir frétt Stundarinnar og bendir réttilega á að ekkert í frumvarpi Ragnheiðar Elínar Árnadóttur skuldbatt Ísland til að innleiða þriðja orkupakkann í heild eða leggja sæstreng til ESB.

„Enda hefði ég ekki samþykkt það. Það er fyrst núna sem Alþingi stendur frammi fyrir því að samþykkja pakkann með atkvæðagreiðslu sem bindur okkur að þjóðarétti. Ég hef ætíð verið ötull talsmaður gegn þriðja orkupakkanum og lagningu sæstrengs og verð það áfram,“ skrifar hann. 

Björn Bjarnason birtir pistil um málið á bloggsíðu sinni. „Frosti segist ekki vera í Miðflokknum en í þessu máli stillir hann sér upp við hlið flokksmanna þar gegn Framsóknarflokknum. Sama gerir Guðni Ágústsson, fyrrv. formaður Framsóknarflokksins, og sýnir þar með ótrúlegt ístöðuleysi gagnvart miðflokksmönnum,“ skrifar hann. „Þá leyfir Frosti Sigurjónsson sér að rökstyðja stuðning sinn við flýtifrumvarpið um gildistöku ákvæða þriðja orkupakkans með því að hann hafi verið að stuðla að umhverfis- og náttúruvernd! Vorkunnsemi kemur helst í hugann þegar litið er til þess fólks sem lætur þessa menn leiða sig.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Þriðji orkupakkinn

Frosti: „Hneyksli“ að ECT-samningurinn hafi ekki verið borinn undir Alþingi
FréttirÞriðji orkupakkinn

Frosti: „Hneyksli“ að ECT-samn­ing­ur­inn hafi ekki ver­ið bor­inn und­ir Al­þingi

Frosti Sig­ur­jóns­son, fyrr­ver­andi þing­mað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins og einn af tals­mönn­um Ork­unn­ar okk­ar, tel­ur það stjórn­ar­skrár­brot að Ís­land hafi und­ir­geng­ist skuld­bind­ing­ar ECT-samn­ings­ins án að­komu Al­þing­is. Gunn­ar Bragi Sveins­son stóð að full­gild­ingu samn­ings­ins í rík­is­stjórn­ar­tíð Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar.
Aðstoðarmaður Sigmundar réttlætir fullgildingu ECT-samningsins: „Stundum er hlutum blandað inn í umræðuna“
FréttirÞriðji orkupakkinn

Að­stoð­ar­mað­ur Sig­mund­ar rétt­læt­ir full­gild­ingu ECT-samn­ings­ins: „Stund­um er hlut­um bland­að inn í um­ræð­una“

Hinn um­deildi samn­ing­ur um vernd orku­fjár­fest­inga varð ekki bind­andi fyr­ir Ís­land fyrr en rík­is­stjórn Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar full­gilti hann ár­ið 2015. Ólíkt því sem lagt var upp með við und­ir­rit­un samn­ings­ins 20 ár­um áð­ur var full­gild­ing­in ekki bor­in und­ir Al­þingi. Að­stoð­ar­mað­ur Sig­mund­ar Dav­íðs gef­ur lít­ið fyr­ir frétta­flutn­ing af mál­inu, en önn­ur Evr­ópu­ríki töldu ástæðu til að sam­þykkja sér­staka yf­ir­lýs­ingu um for­ræði yf­ir sæ­strengj­um og olíu­leiðsl­um. Með und­ir­rit­un Gunn­ars Braga Sveins­son­ar og Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar ár­ið 2015 skuld­bundu ís­lensk stjórn­völd sig til að fram­fylgja samn­ingn­um í hví­vetna.
Stjórn Sigmundar fullgilti umdeildan samning um vernd orkufjárfestinga
FréttirÞriðji orkupakkinn

Stjórn Sig­mund­ar full­gilti um­deild­an samn­ing um vernd orku­fjár­fest­inga

Með full­gild­ingu ECT-samn­ings­ins hafa ís­lensk stjórn­völd skuld­bund­ið sig til að liðka fyr­ir frjáls­um við­skipt­um með orku­auð­lind­ir og að beita sér fyr­ir sam­keppni, mark­aðsvæð­ingu og sam­vinnu á sviði orku­flutn­inga. Reynt gæti á ákvæði samn­ings­ins ef upp koma deil­ur um lagn­ingu sæ­strengs, en fjár­fest­ar hafa með­al ann­ars not­að samn­ing­inn sem vopn gegn stjórn­valds­að­gerð­um sem er ætl­að að halda niðri raf­orku­verði til al­menn­ings.

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár