Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Björn sakar Frosta og Sigmund um „dæmalausa tækifærismennsku“

Frosti Sig­ur­jóns­son seg­ist ætíð hafa ver­ið öt­ull tals­mað­ur gegn þriðja orkupakk­an­um þótt hann hafi sam­þykkt inn­leið­ingu á „mein­litl­um“ regl­um úr pakk­an­um. „Það var Ragn­heið­ur El­ín sem barð­ist fyr­ir þessu frum­varpi,“ skrif­ar hann.

Björn sakar Frosta og Sigmund um „dæmalausa tækifærismennsku“

Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, gagnrýnir Frosta Sigurjónsson harðlega og sakar þá Sigmund Davíð Gunnlaugsson um pólitíska tækifærismennsku vegna andstöðunnar við innleiðingu þriðja orkupakkans. „Þú studdir mikilvægt ákvæði í þriðja orkupakkanum en fórst leynt með það,“ segir Björn við Frosta í umræðu á Facebook.

Eins og Stundin fjallar um í dag átti ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar frumkvæði að því árið 2014 að reglur úr þriðja orkupakkanum voru innleiddar í íslenskan rétt án þess að þær hefðu verið samþykktar á vettvangi sameiginlegu EES-nefndarinnar og teknar upp í EES-samninginn. 

Frosti, sem á þeim tíma var þingmaður Framsóknarflokksins en er nú talsmaður baráttuhreyfingar gegn þriðja orkupakkanum, var í hópi þeirra sem greiddu atkvæði með frumvarpinu. Slíkt hið sama gerðu þrír núverandi þingmenn Miðflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Þorsteinn Sæmundsson.

Björn Bjarnason vekur athygli á umfjöllun Stundarinnar á Facebook og skrifar: „Að Sigmundur Davíð, Frosti Sigurjonsson og Þorsteinn Sæmundsson komi nú fram og tali eins og þeir gera um innleiðingu þriðja orkupakkans og tengingar við önnur raforkukerfi afhjúpar dæmalausa tækifærismennsku eins og þessi frásögn sem hér fylgir sýnir. (…) Skyldu þingmenn Miðflokksins og Frosti biðja þá afsökunar sem þeir hafa blekkt undanfarnar vikur og mánuði? Skyldu framsóknarmenn átta sig á hve varasamt er að fylgja Frosta á leið hans til Miðflokksins?“

Frosti bregst við og segir að ákvæðin í frumvarpi Ragnheiðar Elínar Árnadóttur þáverandi iðnaðarráðherra hafi verið „meinlítil“ og meðal annars snúist um að stuðla að nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa og að „bæta upplýsingagjöf og náttúruvernd“. 

Björn bendir hins vegar á að í vikið hafi verið að flutningi raforku til útlanda í frumvarpinu.

„Í flýtisamþykkt ykkar SDG fólst stuðningur við þriðja orkupakkann, sumt í honum tölduð þið svo merkilegt að það yrði að flýta afgreiðslu þess, það er að Íslendingar gætu lagt sitt af mörkum til loftslagsmála með því að framleiða umhverfisvæna orku til útflutnings um sæstreng og þess vegna bæri að flýta afgreiðslu þess þáttar hvað sem liði athugun á stjórnlagaþættinum,“ skrifar Björn. „Þetta var einmitt það sem SDG ræddi við David Cameron 28. október 2015. Nú þegar á að innleiða ákvæði úr pakkanum sem snertir aukið sjálfstæði Orkustofnunar til neytendaverndar rísið þið upp í von um að koma illu af stað innan Framsóknarflokksins.“

Frosti svarar á þessa leið: „Þessi grein Stundarinnar og stagl hér breytir því ekki að - Ég er ekki í Miðflokknum. - Ég hef aldrei stutt þriðja orkupakkann og mun ekki gera. - Ég hef aldrei stutt lagningu sæstrengs.“

Ragnheiður Elín Árnadóttirfyrrverandi iðnaðarráðherra

Í greinargerð frumvarpsins sem Björn og Frosti rífast um er meginefni lagabreytinganna lýst með eftirfarandi hætti:

Með frumvarpinu er lögð til innleiðing á 22. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/72/EB um sameiginlegar reglur fyrir innri markað raforku. Í því felst að settar eru sameiginlegar reglur um framleiðslu, flutning, dreifingu og afhendingu rafmagns, auk ákvæða er snúa að neytendavernd, með það að markmiði að bæta og samþætta samkeppnishæfa raforkumarkaði innan bandalagsins. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að flutningsfyrirtæki raforku skuli árlega leggja fyrir Orkustofnun kerfisáætlun um uppbyggingu flutningskerfisins. Í því felst annars vegar langtímaáætlun kerfisáætlunar sem sýni hvaða þætti í kerfinu reiknað er með að byggja þurfi upp eða uppfæra á næstu tíu árum og hins vegar framkvæmdaáætlun kerfisáætlunar sem sýni hvaða ákvarðanir um fjárfestingar í flutningskerfinu hafi þegar verið teknar og hvaða fjárfestingar þurfi að ráðast í á næstu þremur árum.

Björn segir að þarna hafi verið lögfest „mikilvægt ákvæði þriðja orkupakkans sem snertir kerfisáætlanir innan orkukerfisins þegar sæstrengur var á döfinni“ og bætir við: „Þú studdir mikilvægt ákvæði í þriðja orkupakkanum en fórst leynt með það. Þú stóðst að ákvörðunum um kerfisáætlanir um raforku þegar sæstrengur var enn til umræðu og studdir Sigmund Davíð þegar hann ræddi um lagningu sæstrengs við David Cameron áður en því máli var lagt innan stjórnarráðsins sumarið 2016 en þá hafði SDG hrökklast frá völdum. Þetta er ekki stagl heldur lýsing á ótrúlegri pólitískri tækifærismennsku.“

Frosti svarar á þessa leið: „Ég talaði alltaf gegn sæstreng. Það var Ragnheiður Elín sem barðist fyrir þessu frumvarpi.“

„Það var Ragnheiður Elín sem
barðist fyrir þessu frumvarpi“

Eins og fram kemur í umfjöllun Stundarinnar í dag lagði Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingkona Vinstri grænna, lagði fram breytingartillögu þar sem lagt var til að vísan til „raforkuflutnings til annarra landa“ yrði felld út úr frumvarpinu. Frosti Sigurjónsson og Sigmundur Davíð voru á meðal þeirra sem greiddu atkvæði gegn þeirri tillögu. 

Frumvarp Ragnheiðar Elínar var fyrsta frumvarpið sem fól í sér innleiðingu á reglum úr þriðja orkupakkanum í íslenskan rétt, en annað slíkt frumvarp var samþykkt á Alþingi í fyrra.

Frosti Sigurjónsson birtir athugasemd undir frétt Stundarinnar og bendir réttilega á að ekkert í frumvarpi Ragnheiðar Elínar Árnadóttur skuldbatt Ísland til að innleiða þriðja orkupakkann í heild eða leggja sæstreng til ESB.

„Enda hefði ég ekki samþykkt það. Það er fyrst núna sem Alþingi stendur frammi fyrir því að samþykkja pakkann með atkvæðagreiðslu sem bindur okkur að þjóðarétti. Ég hef ætíð verið ötull talsmaður gegn þriðja orkupakkanum og lagningu sæstrengs og verð það áfram,“ skrifar hann. 

Björn Bjarnason birtir pistil um málið á bloggsíðu sinni. „Frosti segist ekki vera í Miðflokknum en í þessu máli stillir hann sér upp við hlið flokksmanna þar gegn Framsóknarflokknum. Sama gerir Guðni Ágústsson, fyrrv. formaður Framsóknarflokksins, og sýnir þar með ótrúlegt ístöðuleysi gagnvart miðflokksmönnum,“ skrifar hann. „Þá leyfir Frosti Sigurjónsson sér að rökstyðja stuðning sinn við flýtifrumvarpið um gildistöku ákvæða þriðja orkupakkans með því að hann hafi verið að stuðla að umhverfis- og náttúruvernd! Vorkunnsemi kemur helst í hugann þegar litið er til þess fólks sem lætur þessa menn leiða sig.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Þriðji orkupakkinn

Frosti: „Hneyksli“ að ECT-samningurinn hafi ekki verið borinn undir Alþingi
FréttirÞriðji orkupakkinn

Frosti: „Hneyksli“ að ECT-samn­ing­ur­inn hafi ekki ver­ið bor­inn und­ir Al­þingi

Frosti Sig­ur­jóns­son, fyrr­ver­andi þing­mað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins og einn af tals­mönn­um Ork­unn­ar okk­ar, tel­ur það stjórn­ar­skrár­brot að Ís­land hafi und­ir­geng­ist skuld­bind­ing­ar ECT-samn­ings­ins án að­komu Al­þing­is. Gunn­ar Bragi Sveins­son stóð að full­gild­ingu samn­ings­ins í rík­is­stjórn­ar­tíð Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar.
Aðstoðarmaður Sigmundar réttlætir fullgildingu ECT-samningsins: „Stundum er hlutum blandað inn í umræðuna“
FréttirÞriðji orkupakkinn

Að­stoð­ar­mað­ur Sig­mund­ar rétt­læt­ir full­gild­ingu ECT-samn­ings­ins: „Stund­um er hlut­um bland­að inn í um­ræð­una“

Hinn um­deildi samn­ing­ur um vernd orku­fjár­fest­inga varð ekki bind­andi fyr­ir Ís­land fyrr en rík­is­stjórn Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar full­gilti hann ár­ið 2015. Ólíkt því sem lagt var upp með við und­ir­rit­un samn­ings­ins 20 ár­um áð­ur var full­gild­ing­in ekki bor­in und­ir Al­þingi. Að­stoð­ar­mað­ur Sig­mund­ar Dav­íðs gef­ur lít­ið fyr­ir frétta­flutn­ing af mál­inu, en önn­ur Evr­ópu­ríki töldu ástæðu til að sam­þykkja sér­staka yf­ir­lýs­ingu um for­ræði yf­ir sæ­strengj­um og olíu­leiðsl­um. Með und­ir­rit­un Gunn­ars Braga Sveins­son­ar og Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar ár­ið 2015 skuld­bundu ís­lensk stjórn­völd sig til að fram­fylgja samn­ingn­um í hví­vetna.
Stjórn Sigmundar fullgilti umdeildan samning um vernd orkufjárfestinga
FréttirÞriðji orkupakkinn

Stjórn Sig­mund­ar full­gilti um­deild­an samn­ing um vernd orku­fjár­fest­inga

Með full­gild­ingu ECT-samn­ings­ins hafa ís­lensk stjórn­völd skuld­bund­ið sig til að liðka fyr­ir frjáls­um við­skipt­um með orku­auð­lind­ir og að beita sér fyr­ir sam­keppni, mark­aðsvæð­ingu og sam­vinnu á sviði orku­flutn­inga. Reynt gæti á ákvæði samn­ings­ins ef upp koma deil­ur um lagn­ingu sæ­strengs, en fjár­fest­ar hafa með­al ann­ars not­að samn­ing­inn sem vopn gegn stjórn­valds­að­gerð­um sem er ætl­að að halda niðri raf­orku­verði til al­menn­ings.

Mest lesið

Baráttan fyrir því „dýrmætasta og fallegasta“
2
Viðtal

Bar­átt­an fyr­ir því „dýr­mæt­asta og fal­leg­asta“

Bar­átta fyr­ir vernd­un út­sýn­is­ins úr Laug­ar­nesi yf­ir í Við­ey hef­ur leitt sam­an þær Þuríði Sig­urð­ar­dótt­ur og Stein­unni Jó­hann­es­dótt­ur sem telja okk­ur sem nú lif­um ekki hafa leyfi til þess að eyði­leggja þá fögru sjónása sem Reyk­vík­ing­ar hafa getað not­ið um ald­ir. „Þetta er lít­ill blett­ur sem við þurf­um að slást um al­gjör­lega upp á líf og dauða,“ seg­ir Stein­unn.
Ekki hægt að friðlýsa útsýnið
3
Úttekt

Ekki hægt að frið­lýsa út­sýn­ið

All­víða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stend­ur venju­legt fólk í slag um út­sýni til hafs, fjalla og eyja. Einn slík­ur slag­ur varð­ar Laug­ar­nes­ið, sem Minja­stofn­un hef­ur vilj­að frið­lýsa, reynd­ar í óþökk Reykja­vík­ur­borg­ar. Jarð­efni sem fært var úr grunni nýs Land­spít­ala mynd­ar nú land­fyll­ingu sem senn verð­ur enn stærri. Út­sýni til Við­eyj­ar gæti tap­ast, óháð öll­um frið­lýs­ingaráform­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
6
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
4
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár