Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs innleiddi reglur úr þriðja orkupakkanum áður en EES-nefndin samþykkti þær

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son og Frosti Sig­ur­jóns­son greiddu báð­ir at­kvæði með fyrsta frum­varp­inu sem fól í sér inn­leið­ingu á regl­um þriðja orkupakk­ans. Þá greiddu þeir at­kvæði gegn til­lögu um að orða­sam­band­ið „raf­orku­flutn­ing til annarra landa“ yrði fellt brott.

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs innleiddi reglur úr þriðja orkupakkanum áður en EES-nefndin samþykkti þær
Til varnar fullveldinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Frosti Sigurjónsson berjast nú af krafti gegn innleiðingu þriðja orkupakkans sem þeir telja að ógni fullveldi Íslands. Mynd: Pressphotos.biz

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar átti frumkvæði að því árið 2014 að reglur úr þriðja orkupakkanum voru innleiddar í íslensk lög án þess að þær hefðu verið samþykktar í sameiginlegu EES-nefndinni og teknar upp í EES-samninginn.

Sumum þótti þetta óþarfa óðagot og eðlilegra að bíða með innleiðinguna en Sigmundur var á meðal þeirra sem greiddu atkvæði með frumvarpinu þann 28. maí 2015 – fyrsta lagafrumvarpinu sem samþykkt var vegna innleiðingar þriðja orkupakkans. Atkvæði Frosta Sigurjónssonar féll á sama veg en nú er hann einn helsti talsmaður samtaka sem beita sér gegn innleiðingu reglnanna.

Haft var eftir Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í viðtali á Mbl.is fyrr í vikunni að „þriðja orkupakk­an­um hafi ekki verið hleypt í gegn í tíð hans rík­is­stjórn­ar“. Benti hann á að pakk­inn hefði „ekki verið tek­inn upp í EES-samn­ing­inn í gegn­um sam­eig­in­legu EES-nefnd­ina fyrr en í maí 2017 í tíð rík­is­stjórn­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins, Viðreisn­ar og Bjartr­ar framtíðar“. Með þessu skautaði hann fram hjá þeirri staðreynd að hans eigin ríkisstjórn kaus að lögfesta ákvæði úr þriðja orkupakkanum áður en tilskipunin var tekin fyrir á vettvangi EES-nefndarinnar.

Á meðal annarra sem studdu þingmálið eru tveir núverandi þingmenn Miðflokksins, Þorsteinn Sæmundsson og Gunnar Bragi Sveinsson.

Markmiðið að „stuðla að betri tengingu innri markaðarins“

Um er að ræða 22. gr. tilskipunar nr. 2009/72/EB um kerfisáætlun flutningsfyrirtækja. 

„Markmiðið með því ákvæði tilskipunarinnar er að stuðla að betri tengingu innri markaðarins þannig að raforkuþörf hans verði betur mætt með ásættanlegu afhendingaröryggi,“ segir í greinargerð stjórnarfrumvarpsins sem Ragnheiður Elín Árnadóttir iðanaðarráðherra lagði fram árið 2014.

Mælti fyrir frumvarpinuRagnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðarráðherra, taldi rétt að innleiða ákvæði úr tilskipun 2009/72/EB þótt tilskipunin hefði ekki verið tekin upp í EES-samninginn.

„Taka ber fram að tilskipun 2009/72/EB hefur ekki enn verið tekin upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Engu að síður þykir rétt, eins og nánari grein er gerð fyrir í athugasemdum með frumvarpinu, að innleiða þegar hluta hennar, þ.e. 22. gr., með frumvarpi því sem hér er lagt fram.“

Hugað að flutningi
raforku til útlanda

Með frumvarpinu var kerfisáætlun Landsnets veitt aukið vægi gagnvart skipulagsvaldi sveitarfélaga og Orkustofnun fengið eftirlitshlutverk með framkvæmd áætlunarinnar. Auk þess var lögfest að við gerð kerfisáætlunar um flutning rafmagns skyldi meðal annars byggja á raunhæfum sviðsmyndum um þróun „raforkuflutnings til annarra landa“. Þetta og fleira var gagnrýnt af þingmönnum stjórnarandstöðunnar á þeim tíma.

Lilja Rafney Magnúsdóttirþingkona Vinstri grænna

„Minni hlutinn telur engan veginn tímabært að lögfesta ákvæði í þessa veru hér á landi og leggur til að tilvísun í raforkuflutning til annarra landa falli brott,“ sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingkona Vinstri grænna í minnihlutaáliti. Taldi hún „réttara að bíða með lögfestingu þessa frumvarps og samþykkt tillögu um stefnu stjórnvalda um lagningu raflína þar til þriðja raforkutilskipun ESB hefur verið tekin upp í EES-samninginn og innleidd hér á landi, í stað þess að innleiða aðeins og án samhengis við önnur ákvæði efni 22. gr. tilskipunarinnar eins og hér er lagt til“. 

Lilja Rafney lagði fram breytingartillögu þar sem lagt var til að vísan til „raforkuflutnings til annarra landa“ yrði felld brott. Athygli vekur að Sigmundur Davíð, Frosti Sigurjónsson, Gunnar Bragi og Þorsteinn Sæmundsson greiddu allir atkvæði gegn þeirri tillögu. 

Segist aldrei hafa stuðlað að innleiðingu

Nýlega birti Sigmundur Davíð færslu á Facebook þar sem hann gagnrýndi málflutning utanríkisráðherra um að innleiðing þriðja orkupakkans sé óhjákvæmileg afleiðing af ákvörðunum sem teknar hafi verið af fyrri ríkisstjórnum og innan sameiginlegu EES-nefndarinnar. 

„Orkupakkinn kom reyndar ekki inn í sameiginlegu EES-nefndina fyrr en 2017. Ákvörðun verður fyrst tekin núna og ég hef aldrei gert neitt til að stuðla að innleiðingu hans, þvert á móti,“ skrifaði Sigmundur, sem eins og áður segir leiddi þá ríkisstjórn sem stóð að fyrsta frumvarpinu vegna innleiðingar þriðja orkupakkans og greiddi sjálfur atkvæði með því.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Þriðji orkupakkinn

Frosti: „Hneyksli“ að ECT-samningurinn hafi ekki verið borinn undir Alþingi
FréttirÞriðji orkupakkinn

Frosti: „Hneyksli“ að ECT-samn­ing­ur­inn hafi ekki ver­ið bor­inn und­ir Al­þingi

Frosti Sig­ur­jóns­son, fyrr­ver­andi þing­mað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins og einn af tals­mönn­um Ork­unn­ar okk­ar, tel­ur það stjórn­ar­skrár­brot að Ís­land hafi und­ir­geng­ist skuld­bind­ing­ar ECT-samn­ings­ins án að­komu Al­þing­is. Gunn­ar Bragi Sveins­son stóð að full­gild­ingu samn­ings­ins í rík­is­stjórn­ar­tíð Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar.
Aðstoðarmaður Sigmundar réttlætir fullgildingu ECT-samningsins: „Stundum er hlutum blandað inn í umræðuna“
FréttirÞriðji orkupakkinn

Að­stoð­ar­mað­ur Sig­mund­ar rétt­læt­ir full­gild­ingu ECT-samn­ings­ins: „Stund­um er hlut­um bland­að inn í um­ræð­una“

Hinn um­deildi samn­ing­ur um vernd orku­fjár­fest­inga varð ekki bind­andi fyr­ir Ís­land fyrr en rík­is­stjórn Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar full­gilti hann ár­ið 2015. Ólíkt því sem lagt var upp með við und­ir­rit­un samn­ings­ins 20 ár­um áð­ur var full­gild­ing­in ekki bor­in und­ir Al­þingi. Að­stoð­ar­mað­ur Sig­mund­ar Dav­íðs gef­ur lít­ið fyr­ir frétta­flutn­ing af mál­inu, en önn­ur Evr­ópu­ríki töldu ástæðu til að sam­þykkja sér­staka yf­ir­lýs­ingu um for­ræði yf­ir sæ­strengj­um og olíu­leiðsl­um. Með und­ir­rit­un Gunn­ars Braga Sveins­son­ar og Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar ár­ið 2015 skuld­bundu ís­lensk stjórn­völd sig til að fram­fylgja samn­ingn­um í hví­vetna.
Stjórn Sigmundar fullgilti umdeildan samning um vernd orkufjárfestinga
FréttirÞriðji orkupakkinn

Stjórn Sig­mund­ar full­gilti um­deild­an samn­ing um vernd orku­fjár­fest­inga

Með full­gild­ingu ECT-samn­ings­ins hafa ís­lensk stjórn­völd skuld­bund­ið sig til að liðka fyr­ir frjáls­um við­skipt­um með orku­auð­lind­ir og að beita sér fyr­ir sam­keppni, mark­aðsvæð­ingu og sam­vinnu á sviði orku­flutn­inga. Reynt gæti á ákvæði samn­ings­ins ef upp koma deil­ur um lagn­ingu sæ­strengs, en fjár­fest­ar hafa með­al ann­ars not­að samn­ing­inn sem vopn gegn stjórn­valds­að­gerð­um sem er ætl­að að halda niðri raf­orku­verði til al­menn­ings.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár