Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

24 börn hælisleitenda í grunnskólum Reykjavíkur

Alls 24 börn frá Pak­ist­an, Ír­ak, Alban­íu, Af­gan­ist­an, Kosovo, Molda­víu, Tún­is og Níg­er­íu eru um þess­ar mund­ir við nám í grunn­skól­um Reykja­vík­ur, með­an þau bíða þess að yf­ir­völd kom­ist að nið­ur­stöðu um hvort þau fái að setj­ast hér að. Sér­deild fyr­ir börn hæl­is­leit­enda verð­ur opn­uð í Háa­leit­is­skóla á næstu haustönn.

24 börn hælisleitenda í grunnskólum Reykjavíkur
Skólakrakkar Frá og með næsta hausti munu börn umsækjenda um alþjóðlega vernd hefja nám í sérstakri stoðdeild í Háaleitisskóla, í stað þess að fara í sinn hverfisskóla. Mynd: Kristinn Magnússon

Um þessar mundir eru 24 börn hælisleitenda við nám í grunnskólum Reykjavíkur, meðan þau bíða niðurstöðu í málum fjölskyldna þeirra. Þetta sýna tölur frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Þrjú þeirra frá Pakistan, sex frá Írak, tvö frá Albaníu, fjögur frá Afganistan, tvö frá Kosovo, fjögur frá Moldavíu, eitt frá Túnis og tvö frá Nígeríu. Tölur um þróun fjöldans undanfarna mánuði lágu ekki fyrir þegar óskað var eftir þeim.

Á meðal þessara barna eru systkinin Zainab og Amil Safari.

Skólafélagar Zainab í Hagaskóla hafa barist fyrir því að fjölskyldan verði ekki send úr landi. Meðal þess sem lögmaður fjölskyldunnar hefur notað sem rök fyrir því að mál þeirra verði tekið fyrir hér, er að þau hafi myndað sterk tengsl við skólafélaga sína og nærumhverfi. Í síðustu viku hafnaði kærunefnd útlendingmála því að að mál þeirra verði tekið fyrir hér, á grundvelli þess að þau hafi þegar fengið alþjóðlega vernd í Grikklandi. Nefndin hafnaði auk þess frestun réttaráhrifa, sem hefði þýtt að þau fengju að dvelja hér meðan mál þeirra fer fyrir dóm. 

Tekin hefur verið ákvörðun að frá skólaárinu 2019–2020 fari börn á borð við þau, börn umsækjenda um alþjóðlega vernd, ásamt þeim sem hafa mjög rofna skólagöngu erlendis að baki, í sérstaka stoðdeild í Háaleitisskóla – Álftamýri. Þetta var samþykkt á fundi skóla- og frístundaráðs 9. apríl síðastliðinn. Um miðjan febrúar var tilkynnt að til stæði að opna slíka sérdeild í Vogaskóla. Ekki var samstaða um val á þeim skóla og því var ákveðið að deildin yrði opnuð í Háaleitisskóla.

Það vakti á sínum tíma talsverð viðbrögð þegar tilkynnt var að til stæði að opna sérdeild fyrir börn hælisleitenda í Vogaskóla. Helga Helgadóttir, deildarstjóri sérkennslu við skólann, sagði meðal annars í viðtali við RÚV að það væri í algjörri mótsögn og andstöðu við allt sem gert væri í skólanum. „Og ég get ekki betur séð en að þetta sé hreinlega lögbrot vegna þess að það sem kemur fram í lögum um grunnskóla, í aðalnámskrá og í barnasáttmálanum, sem er lögbundinn og lögfestur síðan 2013, bendir til þess að þetta sé ólöglegt.“

Helgi Grímsson, forstöðumaður skóla- og frístundasviðs, stendur með þeirri ákvörðun að opnuð verði sérdeild fyrir börnin og er ánægður með niðurstöðuna að deildin verði í Háaleitisskóla.

Helgi GrímssonForstöðumaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir að börnum hælisleitenda verði tryggð félagsleg tengsl við önnur börn, í gegnum list- og verkgreinar og íþróttastarf.

Markmiðið sé að gera móttöku barna hælisleitenda markvissari, byggja upp sérfræðiþekkingu og nota staðla til að vita hver skólaganga barnsins hefur verið, hver færni þeirra í eigin móðurmáli er. Þannig megi sníða nám þeirra að þörfum þeirra með markvissari hætti, meðan þau dvelja hér á landi. „Ef barn kemur hingað með mjög brotna skólagöngu, dúkkar upp í einhverjum hverfisskóla þar sem jafnvel er ekki fagþekking í að vinna með börnum af erlendum uppruna, er engum greiði gerður með því að hafa slíkt fyrirkomulag. Það er reynsla okkar og reynslan erlendis frá, að það þurfi að byggja upp fagþekkingu, að hafa einhvers konar miðstöð þar sem við getum tryggt sérfræðiþekkingu og mat á skólagöngu barnsins sé með samræmdum hætti. Það er stóra markmiðið með þessu hjá okkur.”

Hann segir að börnunum verði tryggð tengsl við önnur börn. Þau muni til að mynda sækja list- og verkgreinar með öðrum nemendum Háaleitisskóla. Þá muni íþróttafélagið Fram koma að starfi með börnunum. „Það er leynivopnið í samhenginu, því Fram er kappsamt um að vera með gott fjölmenningarlegt starf. Börnunum verður þannig tryggt farsælt skóla-, frístunda- og íþróttastarf.“

Markmiðið sé svo að börnin fari í sína hverfisskóla, hvort sem það verði í sömu viku eða eftir 2–3 mánuði, allt eftir því hvernig þeim gengur. Takist yfirvöldum hins vegar að hraða umsóknarferli umsækjenda um alþjóðlega vernd, eins og hefur verið boðað, geti verið að einhver börn fari aldrei í ákveðinn hverfisskóla. „Ef við vitum að einhver börn verði aðeins hér á landi í tvo til þrjá mánuði geri ég ráð fyrir því að þau yrðu hér þangað til þau fara. En það er enn óljóst og við munum teikna það upp með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Við munum tryggja þeim tengsl við önnur börn, rækta mennskuna og veita þeim eins góðar aðstæður og kostur er, meðan þau eru hérna, hvort sem það er í 3 mánuði eða lengur.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
3
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár