Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Sólveig Anna: Forsíðufrétt Fréttablaðsins „yfirgengileg vitleysa“

Efl­ing stétt­ar­fé­lag seg­ir að ekki standi steinn yf­ir steini í frétta­flutn­ingi Frétta­blaðs­ins. Lág­tekju­fólk fengi hlut­falls­lega mesta hækk­un sam­kvæmt kröfu­gerð Starfs­greina­sam­bands­ins.

Sólveig Anna: Forsíðufrétt Fréttablaðsins „yfirgengileg vitleysa“

Kröfur Eflingar og Starfsgreinasambandsins snúast um flata krónutöluhækkun ofan á greidd grunnlaun, meðal annars lágmarkslaunatrygginguna sem nú er 300 þúsund krónur á mánuði. Með þessu yrði meðalhækkun launa yfir línuna í atvinnulífinu mun minni að meðaltali en hækkun lægstu launa og prósentuhækkun launa fallandi þegar sama krónutala kemur ofan á hærri laun.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Efling stéttarfélag hefur gefið út vegna forsíðuumfjöllunar Fréttablaðsins í dag. Í Fréttablaðinu er fullyrt að kröfurnar sem Starfsgreinasambandið hafi sett fram í kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins feli í sér að laun meginþorra félagsmanna í aðildarfélögum sambandsins „hækki á bilinu tæplega 70 prósent til 85 prósent á næstu þremur árum“ samkvæmt útreikningum blaðsins. Segir Fréttablaðið að gert sé ráð fyrir því í kröfugerð sambandsins að regluleg heildarmánaðarlaun hópbifreiðarstjóra innan Eflingar fari úr að meðaltali 493 þúsund krónum, eins og þau voru í fyrra, í 913 þúsund krónur árið 2021 og hækki þannig um 85 prósent. Er þá miðað við óbreyttan fjölda greiddra yfirvinnutíma.

Efling birtir þessa mynd með yfirlýsingu sinni.

Efling gagnrýnir fréttaflutninginn. „Allur þorri Eflingarfólks er á 300 þúsund króna lágmarkslaunatryggingunni (þeir sem eru á lægri taxta fá launin brúuð upp í 300.000). Sá hópur fær hlutfallslega mesta hækkun, eða 13,9% á ári og þrisvar sinnum það á þremur árum. Vegna þess að launahækkanir við flata krónutöluhækkun eru fallandi í prósentum þá verður hækkun meðallauna 6,5% og hækkun heildarlauna að öðru óbreyttu 5,4% á ári – og þrisvar sinnum það á þremur árum,“ segir í tilkynningu stéttarfélagsins. „Það er því vægast sagt villandi að tala eins og meðalhækkun launa yfir línuna yrði í tugum prósenta á þriggja ára tímabili þegar hún verður 16,2% til 19,4%. Það er ansi langt undir 82% hækkun launa bankastjóra Landsbankans.“

Fram kemur að kostnaðarauki atvinnulífsins við hina flötu krónutöluhækkun taki mið af meðalhækkun og dreifingu launafólks á launabil.

„Eins og sjá neðst í töflunni er nýjasta verðbólguspá Hagstofunnar fyrir 2019 3,8% og svigrúm til launahækkana samkvæmt formúlunni verðbólga + framleiðniaukning um 5,3% eða nálægt meðalhækkun heildarlauna (5,4%) að öðru óbreyttu. Svigrúmið til launahækkana er þannig nýtt hlutfallslega meira í þágu lægri launa – þó allir fái sömu krónutöluhækkun.“

Efling telur að íslenskt atvinnulíf geti „auðveldlega borið slíka meðalhækkun launa“ og að þeir sem hafi áhyggjur af óhóflegum og óábyrgum launahækkunum eigi að beina sjónum sínum annað en að verkalýðshreyfingunni.

Í tilkynningu Eflingar er eftirfarandi haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, sem beinir spjótum sínum sérstaklega að viðskiptaritstjóranum Herði Ægissyni, höfundi fréttarinnar og leiðarahöfundi:

„Öfgaskoðanir þær sem Hörður Ægisson aðhyllist þegar kemur að efnahagsmálum eru ekki lengur bundnar við leiðara eða skrif í Markaðinn. Nú er forsíða Fréttablaðsins undirlögð af þessari yfirgengilegu vitleysu. Það er ekki annað hægt en að hrista hausinn. Einhver örvænting hefur gripið um sig í hópi þeirra sem aðhyllast ofræði íslensku auðstéttarinnar. Þessi örvænting hefur drifið málflutning þeirra langt útfyrir öll siðferðismörk. Lágmarkskröfur um leiðréttingu launa eru kallaðar sturlun á meðan við eigum að trúa því að launahækkanir bankastjóra séu náttúrulögmál. Það er greinilegt að það fjarar stöðugt undan trúverðugleika þeirra, og þau finna það. Þau voru búin að telja sjálfum sér trú um að verka- og láglaunafólk á Íslandi væri búið að sætta sig við hlutskipti sitt, og þau einfaldlega sturlast þegar við segjum nei. Það er náttúrulega ótrúleg kaldhæðni fólgin í því að þegar það gerist, þá saka þau okkur um sturlun.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kjarabaráttan

Kjaraviðræður stranda á forsenduákvæðum og breiðfylkingin fundar um mögulegar verkfallsaðgerðir
GreiningKjarabaráttan

Kjara­við­ræð­ur stranda á for­sendu­ákvæð­um og breið­fylk­ing­in fund­ar um mögu­leg­ar verk­falls­að­gerð­ir

Formað­ur VR fékk í gær sam­þykkta heim­ild til þess að grípa til að­gerða og fé­lög inn­an breið­fylk­ing­ar­inn­ar hafa blás­ið til fund­ar í dag þar sem rætt verð­ur um næstu skref. Um tals­verð­an við­snún­ing er að ræða frá því að kjara­við­ræð­ur hóf­ust fyrst. Nú hafa við­ræð­urn­ar harðn­að og er það fyrst og fremst vegna ósætt­is um for­sendu­ákvæði í langa­tíma­kjara­samn­ingn­um.
Af hverju dó hamingjan milli breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins?
GreiningKjarabaráttan

Af hverju dó ham­ingj­an milli breið­fylk­ing­ar­inn­ar og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins?

Allt ann­ar tónn hef­ur ver­ið í kjara­bar­átt­unni nú en síð­ustu miss­eri. Við­semj­end­ur ætl­uðu að taka hönd­um sam­an og auka stöð­ug­leika í efna­hags­líf­inu. En svo heyrð­ist lít­ið af fram­gangi. Í þess­ari viku var við­ræð­um slit­ið og deil­unni vís­að til rík­is­sátta­semj­ara. Marg­ir klór­uðu sér í hausn­um og spurðu hvað hefði eig­in­lega gerst? Svar­ið við því er: ansi margt.

Mest lesið

Tími jaðranna er ekki núna
6
ViðtalFormannaviðtöl

Tími jaðr­anna er ekki núna

Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir er sá stjórn­mála­mað­ur sem mið­að við fylg­is­mæl­ing­ar og legu flokks­ins á hinum póli­tíska ás gæti helst lent í lyk­il­stöðu í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­um að lokn­um þing­kosn­ing­um. Þor­gerð­ur boð­ar fækk­un ráðu­neyta, frek­ari sölu á Ís­lands­banka og sterk­ara geð­heil­brigðis­kerfi. Hún vill koma að rík­is­stjórn sem mynd­uð er út frá miðju og seg­ir nóg kom­ið af því að ólík­ir flokk­ar reyni að koma sér sam­an um stjórn lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
4
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár