Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Jón Baldvin segir málaferli í uppsiglingu

Vil­hjálm­ur Vil­hjálms­son, lög­mað­ur Jóns Bald­vins Hanni­bals­son­ar, hef­ur sent út­varps­stjóra bréf með fyr­ir­spurn um hver bæri ábyrgð á um­mæl­um í Morg­unút­varpi Rás­ar 2. Jón Bald­vin seg­ir mála­ferli vænt­an­leg.

Jón Baldvin segir málaferli í uppsiglingu
Vilhjálmur Vilhjálmsson Hefur sent eitt bréf fyrir hönd Jóns Baldvins.

Lögmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar segir eina formlega erindið sem hann hafi sent fyrir hönd skjólstæðings síns til þessa hafa verið beint að RÚV. Í grein í Morgunblaðinu í dag segist Jón Baldvin hafa kært „slúðurbera í fjölmiðlum fyrir tilhæfulausar sakargiftir, ranghermi og gróf meiðyrði“. Þá segir hann einnig að málaferli séu væntanleg.

„Ég er búinn að skrifa eitt bréf til RÚV sem varðar það hver beri ábyrgð á tilteknum ummælum sem viðhöfð voru í Morgunútvarpi Rásar 2,“ segir Vilhjálmur Vilhjálmsson, lögmaður Jóns Baldvins. Það er eina bréfið sem ég hef sent frá mér og það var til útvarpsstjóra.“

Snýr málið að viðtali Sigmars Guðmundssonar og Helga Seljan í Morgunútvarpinu við Aldísi Schram, dóttur Jóns Baldvins. Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri sagði í grein í Morgunblaðinu 14. febrúar að umfjöllun RÚV um málið hafi verið vönduð og haft ótvírætt fréttagildi. Ekkert bendi til annars en að vinnureglur og siðareglur RÚV hafi verið virtar.

Jón Baldvin og eiginkona hans, Bryndís Schram, höfðu sett Magnúsi afarkosti í blaðagrein tveimur dögum áður. Sögðust þau mundu stefna útvarpsstjóra ef hann bæðist ekki afsökunar á fréttaflutningnum innan viku og drægi til baka fréttaflutning. Þá vildu þau að fréttamennirnir tveir úr Morgunútvarpi Rásar 2 yrðu áminntir.

Sjö konur hafa stigið fram undir nafni og sakað Jón Baldvin um kynferðislegra áreitni. Alls hafa 23 konur birt sögur sínar á vefsíðu og halda frásagnir áfram að berast í sérstökum MeToo hópi kvennanna á Facebook. Jón Baldvin hefur ítrekað sagt að sögurnar eigi allar rætur að rekja til veikinda Aldísar, dóttur sinnar, sem kom til viðtals í Morgunútvarpið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Metoo

Brotaþolinn tekur skellinn
LífiðMetoo

Brota­þol­inn tek­ur skell­inn

Kon­ur eru í mikl­um meiri­hluta þeirra sem verða fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni karl­kyns yf­ir­manns á vinnu­stöð­um. Drífa Snæ­dal, talskona Stíga­móta, seg­ir að slík áreitni geti orð­ið til þess að kon­ur upp­lifi jafn­vel skömm og sum­ar hrökklast úr starfi þeg­ar ástand­ið er orð­ið óbæri­legt. Þetta of­beldi get­ur haft áhrif á sjálfs­mynd og sjálfs­traust við­kom­andi konu og and­lega líð­an.
Grátt uppgjör blaðakonu við MeToo: „Blaðamenn eru ekki aktívistar“
MenningMetoo

Grátt upp­gjör blaða­konu við MeT­oo: „Blaða­menn eru ekki aktív­ist­ar“

Sænska blaða­kon­an Åsa Lind­er­borg hef­ur skrif­að bók þar sem hún ger­ir upp Met­oo-um­ræð­una í Sví­þjóð með gagn­rýn­um hætti. Lind­er­borg var í mót­sagna­kenndri stöðu í Met­oo-um­ræð­unni þar sem hún hef­ur bæði gagn­rýnt hana og líka ver­ið gagn­rýnd fyr­ir að hafa vald­ið sjálfs­morði leik­hús­stjór­ans Benny Fredrik­son með skrif­um sín­um um hann.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár