Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Segjast stefna útvarpsstjóra ef hann biðst ekki afsökunar innan viku

Jón Bald­vin Hanni­bals­son og Bryn­dís Schram hóta að stefna Rík­is­út­varp­inu fyr­ir meið­yrði muni Magnús Geir Þórð­ar­son út­varps­stjóri ekki draga til baka frétta­flutn­ing, biðja hlust­end­ur af­sök­un­ar og áminna frétta­menn­ina Helga Selj­an og Sig­mar Guð­munds­son.

Segjast stefna útvarpsstjóra ef hann biðst ekki afsökunar innan viku

Jón Baldvin Hannibalsson og Bryndís Schram segjast munu stefna útvarpsstjóra verði fréttaflutningur af ásökunum dóttur þeirra á hendur föður sínum ekki dreginn til baka.

Í opnu bréfi til Magnúsar Geirs Þórðarsonar útvarpsstjóra í Morgunblaðinu í dag skrifa hjónin um fréttaflutning Helga Seljan og Sigmars Guðmundssonar í Morgunútvarpinu á Rás 2. Höfðu þeir tekið viðtal við Aldísi Schram, dóttur hjónanna, sem hefur sex sinnum verið nauðungarvistuð á geðdeild Landspítalans. Hefur hún borið föður sinn þeim sökum að hafa farið fram á vistunina í kjölfar ásakana um kynferðislega áreitni og ofbeldi. Hann hefur hafnað því. Fjórar beiðnir um nauðungarvistun bárust frá honum á meðan hann var erlendis að störfum sem sendiherra. 

„Fréttamennirnir fullyrða, að þeir séu „ekki ábyrgir fyrir orðum viðmælenda sinna …“,“ skrifa Jón Baldvin og Bryndís. „Sé það rétt, þá hlýtur að vakna sú spurning, hvort þeir megi þá að ósekju lepja upp slúður, gróusögur, persónuníð eða aðra illmælgi – í útvarpi allra landsmanna? Og fá níðið niðurgreitt hjá skattgreiðendum. Það væri þá bara á ábyrgð þeirra, sem ljúga að þeim. Eruð þér, herra útvarpsstjóri, sammála þessari starfslýsingu handa fréttamönnum Ríkisútvarpsins?“

Sjö konur hafa stigið fram undir nafni og sakað Jón Baldvin um kynferðislegra áreitni. Alls hafa 23 konur birt sögur sínar á vefsíðu og halda frásagnir áfram að berast í sérstökum MeToo hópi kvennanna á Facebook. Jón Baldvin hefur ítrekað sagt að sögurnar eigi allar rætur að rekja til veikinda dóttur sinnar.

Jón Baldvin og Bryndís segja að Aldís verði ekki tekin trúanleg vegna meintrar geðhvarfasýki sinnar. „Geðhvarfasjúklingur í maníu er almennt séð ekki talinn ábyrgur orða sinna eða gerða, heldur er hann talinn þarfnast umönnunar og læknishjálpar,“ skrifa þau. „En hvað um starfsmenn yðar, dagskrárgerðarmenn á RÚV? Þeir hafa a.m.k. hingað til verið taldir vera með fullu viti. En eru þeir samt sem áður, að þeirra eigin áliti og yðar, hvorki ábyrgir orða sinna né gerða? Mega þeir umvöndunarlaust bera á borð, að óathuguðu máli, tilhæfulausar ásakanir, rangar fullyrðingar og gróf meiðyrði?“

Í framhaldinu telja þau upp fjórtán atriði úr viðtalinu sem þau segja vera ósönn. „Það má heita að viðtal þeirra tvímenninga á Rás 2 sé einn samfelldur ósannindavaðall. Þótt flestar hinna ósönnu fullyrðinga séu hafðar eftir viðmælanda þeirra er það eftir sem áður staðreynd að oftar en einu sinni gera þeir þessar fullyrðingar að sínum,“ skrifa þau.

Að lokum krefjast þau þess að útvarpsstjóri dragi til baka orð starfsmanna sinna og að þau ummæli skuli skoðast sem dauð og ómerk. „Einnig væri við hæfi, að þér gæfuð áðurnefndum fréttamönnum alvarlega áminningu fyrir gróf brot á siðareglum Ríkisútvarpsins, svo sem gert er ráð fyrir í siðareglunum sjálfum,“ skrifa þau. „Þá væri og við hæfi að biðja áheyrendur Ríkisútvarpsins afsökunar á óboðlegum vinnubrögðum umræddra fréttamanna um leið og því væri heitið að óþolandi misnotkun á fjórða valdi Ríkisútvarpsins yrði ekki liðin framvegis.

Við þykjumst vita að útvarpsstjóri eigi annríkt og hafi í mörg horn að líta við stjórnun svo viðamikillar og fjölmennrar stofnunar. Þess vegna þykir okkur viðeigandi að sætta okkur við sjö daga bið fyrir yður að bregðast við þessu erindi. En ef þér, hr. útvarpsstjóri, kjósið að bregðast ekki við þessari áskorun okkar, áskiljum við okkur allan rétt til að stefna yður, fyrir hönd Ríkisútvarpsins, og starfsmönnum yðar, sem og viðmælendum, fyrir rétt, til þess að fá meiðyrði, ranghermi og tilhæfulausar ásakanir, dæmdar dauðar og ómerkar. Og að Ríkisútvarpinu verði skylt að bæta þolendum þessarar ófrægingarherferðar það tjón, sem þau hafa orðið fyrir af völdum RÚV.“

Sagði Ingibjörgu Sólrúnu hafa rústað þjóðfélaginu

Jón Baldvin og Bryndís hafa skrifað fjölda greina í Fréttablaðið og Morgunblaðið undanfarnar vikur til að svara fyrir ásakanir kvennanna. Þá fór Jón Baldvin í viðtöl í Silfrinu á RÚV og í kvöldfréttum Stöðvar 2 til þess að bera af sér ásakanir um kynferðislega áreitni um áratuga skeið, meðal annars í tíð sinni sem utanríkisráðherra og sendiherra Íslands í Bandaríkjunum.

Á laugardag skrifaði Bryndís grein í Morgunblaðið þar sem hún beindi spjótum sínum að Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi formanni Samfylkingarinnar. Ingibjörg Sólrún hafði skrifað færslu í MeToo hóp kvennanna á Facebook. Sagði hún konurnar vera hetjur og sagði Jón Baldvin skorta sómakennd í framgöngu sinni.

Í greininni gerir Bryndís lítið úr stjórnmálaferli Ingibjargar Sólrúnar og segir hana hafa rústað þjóðfélaginu í hruninu 2008. Þá hafi hún látið Geir H. Haarde forsætisráðherra bera einan ábyrgð í Landsdómsmálinu, en hann hafi verið hennar „nánasti samstarfsmaður“ í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.

„Þeir þarna í samstarfsflokknum kalla þetta svik aldarinnar, með stórum stöfum,“ skrifaði Bryndís. „Og margir höfðu eitthvað svipað á orði. Einn sagði að þessi framkoma Sólrúnar væri ömurlegasta dæmið í íslenskri stjórnmálasögu um óheilindi, óheiðarleika og ódrenglyndi. Vá … – hver sagði þetta? Það var víst þessi Jón Baldvin. Og hann hefur ekki verið að skafa utan af því. Hann lætur að því liggja að „öfgafeministar“, lærimeyjar Sollu, hafi yfirtekið Samfylkinguna svo að alvörukrötum sé þar varla vært mikið lengur.“

Loks blandar hún Loga Einarssyni, núverandi formanni Samfylkingarinnar, inn í málið. „Hefurðu heyrt hvað Solla kallar konurnar sem í skjóli nafnleyndar eru að segja ljótar sögur um Jón Baldvin? Hún kallar þær hetjur, en ekki hugleysingja. Og hverju svarar Jón Baldvin? Hann segir að ef karakter af þessu kaliberi (og á víst við Sólrúnu) hallmælir manni megi sá hinn sami meðtaka það sem hól. Og hann segist vera að bíða eftir því að formaður Samfylkingarinnar gefi aftur út yfirlýsingu að gefnu tilefni. Um hvað? Að það þarfnist ekki nánari skýringa að formaðurinn núverandi sé afar stoltur af Sólrúnu, forvera sínum á formannsstóli.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Metoo

Brotaþolinn tekur skellinn
LífiðMetoo

Brota­þol­inn tek­ur skell­inn

Kon­ur eru í mikl­um meiri­hluta þeirra sem verða fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni karl­kyns yf­ir­manns á vinnu­stöð­um. Drífa Snæ­dal, talskona Stíga­móta, seg­ir að slík áreitni geti orð­ið til þess að kon­ur upp­lifi jafn­vel skömm og sum­ar hrökklast úr starfi þeg­ar ástand­ið er orð­ið óbæri­legt. Þetta of­beldi get­ur haft áhrif á sjálfs­mynd og sjálfs­traust við­kom­andi konu og and­lega líð­an.
Grátt uppgjör blaðakonu við MeToo: „Blaðamenn eru ekki aktívistar“
MenningMetoo

Grátt upp­gjör blaða­konu við MeT­oo: „Blaða­menn eru ekki aktív­ist­ar“

Sænska blaða­kon­an Åsa Lind­er­borg hef­ur skrif­að bók þar sem hún ger­ir upp Met­oo-um­ræð­una í Sví­þjóð með gagn­rýn­um hætti. Lind­er­borg var í mót­sagna­kenndri stöðu í Met­oo-um­ræð­unni þar sem hún hef­ur bæði gagn­rýnt hana og líka ver­ið gagn­rýnd fyr­ir að hafa vald­ið sjálfs­morði leik­hús­stjór­ans Benny Fredrik­son með skrif­um sín­um um hann.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár