Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Jón Baldvin svarar í Silfrinu: Sviðsett veisla, öfgahópur í stríði gegn réttarríkinu og sjúkt hugarfar

Fá­menn­ur hóp­ur öfga­manna hef­ur sagt rétt­ar­rík­inu stríð á hend­ur, að sögn Jóns Bald­vins Hanni­bals­son­ar, sem svar­aði fyr­ir ásak­an­ir þrett­án kvenna á hend­ur hon­um um kyn­ferð­is­lega áreitni í við­tali í Silfr­inu. Hann seg­ir veislu hafa ver­ið svið­setta á þaki húss til þess að styðja mál­stað dótt­ur hans, sem hann seg­ir glíma við „óra úr sjúku hug­ar­fari“.

Jón Baldvin svarar í Silfrinu: Sviðsett veisla, öfgahópur í stríði gegn réttarríkinu og sjúkt hugarfar

„Ég er hér á sakamannabekk hjá þér og reyna að bera af mér sakir og reyna að bera á borð staðreyndir um mín mál,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra, í viðtali við Silfrið í morgun, þar sem hann svaraði fyrir ásakanir þrettán kvenna um kynferðislega áreitni hans í þeirra garð.

Skýringar Jóns Baldvins á atvikunum spanna allt frá geðveiki dóttur hans, til stríðs fámenns öfgahóps gegn íslenska réttarríkinu, ásamt því sem hann segir að veisla á þaki hafi verið „sviðsett“ til þess að koma á hann höggi. Loks setur hann nektarsund hans sem kennara í dimmisjónferð með menntaskólanemum í samhengi við ákvörðun Seðlabanka Íslands að fjarlægja málverk af nöktum konum úr skrifstofum yfirmanna bankans.

Jón Baldvin gagnrýndi ítrekað Fanneyju Birnu Jónsdóttur þáttarstjórnanda í viðtalinu. „Hvar eru ykkar siðareglur?“ spurði hann.

Hann sakaði hana um að hafa ekki kynnt sér málin til hlítar, meðal annars um skilyrði þess að fá framgengt nauðungarvistun vegna andlegra veikinda, en það liggur fyrir að Jón Baldin fór fram á nauðgunarvistun Aldísar dóttur sinnar með beiðni á bréfsefni sendiráðs Íslands í Washington, sem skilgreind var „aðstoð við erlent sendiráð“. 

Beðist oft afsökunar

Eitt atvikanna, sem komst í hámæli árið 2012, sneri að því að Jón Baldvin sendi bréf á unglingsstúlku, frænku eiginkonu sinnar, þar sem fram komu erótískar lýsingar, meðal annars á kynlífi hans með eiginkonu hans. Þá bað hann um að koma í heimsókn til stúlkunnar, sem þá var 16 til 17 ára gömul. 

Stúlkan, Guðrún Harðardóttir, segir bréfaskriftirnar hafa hafist þegar hún var tíu ára gömul og að Jón Baldvin hafi áður en yfir lauk beðið hana að halda þeim leyndum. Einnig hafi hann snert hana óþægilega mikið og meðal annars reynt að kyssa hana.

„Það er ekki samasem kynferðislegt afbrot að setja sólarolíu á barnskropp í viðurvist ömmu og móður.“

„Það er ekki samasem kynferðislegt afbrot að setja sólarolíu á barnskropp í viðurvist ömmu og móður. Þetta eru náttúrlega ekki alvöru sakargiftir og það þýðir ekkert að halda því fram,“ sagði Jón Baldvin í Silfrinu.

Spurður hvort hann teldi að bréfasendingarnar hefðu „ekki verið alvarlegar“ svaraði Jón Baldvin: „Þessi spurning er óþörf. Vegna þess að um leið og ég áttaði mig á þessum dómgreindarbresti um leið, ég var ekkert að fela neitt eða færast undan. Ég hef beðist afsökunar, ég hef beðist fyrirgefningar. Ég skrifaði þegar í stað afsökunarbréf til Guðrúnar. Í því bréfi kemur reyndar fram staðreynd málsins, nefnilega ég segi, ég held að ég muni þetta orðrétt, ég veit að þú veist að ég  hef aldrei snert þig, þvingað þig til neinnar kynferðislegra afnota,“ sagði Jón Baldvin. 

Hann sagðist ítrekað hafa beðist afsökunar og reynt að gera yfirbót fyrir þessi „ósæmilegu“ skrif, án þess að hafa fengið viðbrögð.

„Það er aðeins eitt bréf sem sætti kæru. Ég er að tala um þau bréf frá árinu 2001 sem Guðrún Harðardóttir fékk til Venesúela. Ef þú hefur kynnt þér málið þá veistu það, að málið snerist um eitt bréf. Ég hef beðist afsökunar á því. Ég hef beðist fyrirgefningar. Ég hef leitað sátta. Ég hef skrifað, ekki bara Guðrúnu sjálfri heldur fjölskyldunni. Ég hef boðist til þess að mæta sálfræðingum, félagsráðgjöfum, hverjum sem einum. Ég hef gert allt sem ég hef mögulega getað til þess að bæta fyrir það.“

Kvaðst Jón Baldvin hafa verið níu klukkustundir á flugvelli við bjórnleyslu þegar hann skrifaði bréfið til Guðrúnar, um bók eftir „afburðarhöfund“.

Áfengisneyslan sem væri „skýring en ekki afsökun“.

Þrettán konur sögðu frá

Málin sem umræðir snúa að frásögnum þrettán kvenna, sem hafa nú sagt sögu sína, og þar af sjö undir nafni. Ein þeirra er dóttir Jóns Baldvins, Aldís.

Hann segir eitt einkenni geðrænna veikinda vera „þráhyggja sem snýst um kynlíf og kynmök.“ Hann segir hana glíma við sjúkt hugarfar. „Aldís hefur aldrei kært neitt, þrátt fyrir það að hún hafi borið mig þessum sökum. Þetta eru órar úr sjúku hugarfari.“

Spurður hvort allar konurnar væru haldnar sömu órum, svaraði Jón Baldvin. „Nei, leyfðu mér að tala. Ég á tvær dætur. Þegar þær heyrðu þetta kröfðust þær þess að Aldís bæðist fyrirgefningar. Það endaði með vinslitum milli systranna.“ 

Þá fullyrti Jón Baldvin að hann hefði undir höndum skriflega yfirlýsingu frá lögreglu um að lögregla hefði oft haft afskipti af dóttur hans, en aldrei fyrir hans atbeina. „Það er ósatt. Það er algjörlega ósatt. Það getur enginn einstaklingur, ef mér mislíkar það sem dóttir mín getur sagt, dettur þér í hug að ég geti bara sigað lögreglu á hana og fært hana í járnum inn á Landspítalann?“

Samkvæmt eldri löggjöf þurfti samþykki aðstandenda til að nauðungarvista einstaklinga á geðdeild, og sagði Jón Baldvin að dóttir sín hefði treyst sér einum til þess að veita þá heimild.

Strákanir voru naktir

Fjórar af frásögnum kvennana snúa að því þegar Jón Baldvin starfaði sem kennari í Hagaskóla í Reykjavík og sem skólameistari Menntaskólans á Ísafirði. Ein frásögnin snýr að því að Jón Baldvin hafi berað sig í ölvunarástandi og synt nakinn til kvenkyns nemenda í dimmisjón-ferð í Bolungarvík, auk þess að hafa elt þær og snert. „Ég hef haft samband við marga af nemendum og kennurum og það ber öllum saman um það að frásögnin þar er alger skrumskæling. Hefðin var sú að það var farið í sjóferð. Við þiggjum boð í heimahús hjá einum nemenda. Strákar henda sér í sundlaug, naktir, skýlulausir,“ segir hann. Einn af strákunum var hann sjálfur, og kveðst hann þá hafa „fengið skýlu til að hylja nekt sína“ þegar stúlkurnar komu. Jón Baldvin var um fertugt þegar atvikið átti sér stað. „Það er engin kynferðisleg áreitni. Þetta er ærsladagur, já. Það var neytt áfengis, já,“ lýsti Jón Baldvin yfir.

Hann setti hann atvikið í samhengi við ákvörðun Seðlabanka Íslands um að fjarlægja nektarmálverk af konum af skrifstofum yfirmanna, að „nekt er svona offensife að hún er fjarlægð af almannarými og sett inn í kjallara.“

Hvað varðar framkomu hans í garð kvenkyns nemenda í Hagaskóla, sagðist Jón Baldvin ekki vilja svara því, enda hafi hann ekki fundið nein gögn þess efnis að hann hefði verið kennari á viðkomandi sviði í Hagaskóla á téðum tímasetningum.

Sviðsett veisla á þaki í Andalúsíu

Nýjasta tilfellið þar sem kona kvartar undan kynferðislegri áreitni átti sér stað á Spáni í fyrra.

Carmen Jóhannsdóttir, 34 ára, og móðir hennar, vinkona Jóns Baldvins og Bryndísar, voru staddar í veislu á þaki heimilis hjónanna í Andalúsíu á Suður-Spáni, þegar þær sögðu að Jón Baldvin hefði tekið sig til við að þukla á Carmen. Ég horfði á þetta gerast,“ sagði móðir hennar, í samtali við Stundina. 

„Veislan á þakinu var sviðsett“

Jón Baldvin afskrifaði hins vegar atvikið á þeim forsendum að hann hafi það vottfest frá Hugrúnu Jónsdóttur, sem einnig var viðstödd, að hún hefði ekki orðið vör við snertinguna. „Veislan á þakinu var sviðsett. Hún er ósönn. Ég meina það, að það getur ekki verið neitt annað að baki þessari heimsókn en að setja þetta á svið.“

Spurður hvers vegna móðirin ætti að koma í heimsókn til að „siga dóttur sinni“ á hann: „Það er ekki mitt að skýra það.“ Hann kveðst vera með bók um málið í undirbúningi.

Stríð „fámenns öfgahóps“ gegn réttarríkinu

Jón Baldvin sagði að margar konur gætu borið vitni um það að hann bæri virðingu fyrir konum og væri „óvenjuháttvís og tillitssamur“.

Hann segir að tilefnið til að „vekja upp“ frásagnir af framkomu hans hafi verið útgáfa nýrrar bókar hans. Nú hefur verið frestað útgáfu bókar um feril hans, Tæpitungulaust. Jón Baldvin segist hins vegar vera með aðra bók í vinnslu. „Á næstunni mun ég gefa út bók um þetta mál: Það heitir: „Vörn fyrir æru - Hvernig fámennur öfgahópur hefur sett réttarríkinu á Íslandi stríð á hendur“. Og ég lýsi hér með eftir útgefanda.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

MeToo sögur um Jón Baldvin

Dóttir Þóru: Stolt af því að hafa rofið þögnina
Fréttir

Dótt­ir Þóru: Stolt af því að hafa rof­ið þögn­ina

„Ég er stolt af því að hafa rof­ið þögn­ina með því að koma dag­bók mömmu á fram­færi sem og bréf­inu sem Jón Bald­vin Hanni­bals­son sendi henni,“ seg­ir Val­gerð­ur Þor­steins­dótt­ir, dótt­ir Þóru Hreins­dótt­ur en Stund­in fjall­aði um bréf­ið og dag­bók­ina á dög­un­um. Pabbi Val­gerð­ar sem var í sam­búð með Þóru fyr­ir um fjöru­tíu ár­um, eig­in­kona hans og syst­ir Val­gerð­ar segja að frið­helgi einka­lífs Þóru sé rof­in og van­virt.
Tíu ár af nýjum vitnisburðum um háttsemi Jóns Baldvins
Greining

Tíu ár af nýj­um vitn­is­burð­um um hátt­semi Jóns Bald­vins

Frá því að Guð­rún­ar Harð­ar­dótt­ir steig fram fyr­ir 10 ár­um síð­an og op­in­ber­aði bréf sem Jón Bald­vin Hanni­bals­son sendi þeg­ar hún var ung­ling­ur hafa tug­ir annarra frá­sagna um hátt­semi hans kom­ið fram. Jón Bald­vin hef­ur reynt að fá fólk til að skrifa und­ir stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu en á sama tíma eiga sér stað ný at­vik þar sem kon­ur upp­lifa hann sem ógn.
Þegar konur eru stimplaðar geðveikar
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Leiðari

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þeg­ar kon­ur eru stimpl­að­ar geð­veik­ar

„Þetta á ekk­ert er­indi við al­menn­ing, frek­ar en geð­veiki dótt­ur minn­ar,“ voru við­brögð Jóns Bald­vins við birt­ingu bréfa sem hann skrif­aði til ungr­ar stúlku í fjöl­skyld­unni. Í til­raun til að varpa at­hygl­inni frá sér benti hann á dótt­ur sína, sem svar­aði fyr­ir sig og var fyr­ir vik­ið dreg­in fyr­ir dóm af föð­ur sín­um. „Ég gat ekki sætt mig við að vera út­mál­uð geð­veik.“

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár