Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Sighvatur segir mál Jóns Baldvins snúast um „kynni“ hans af konum

Sig­hvat­ur Björg­vins­son, fyrr­ver­andi ráð­herra, skrif­ar varn­ar­grein fyr­ir Jón Bald­vin Hanni­bals­son þar sem hann fer bæði rangt með og set­ur fram sam­særis­kenn­ing­ar. Skeyt­ir hann þar lítt eða ekki um þann fjölda frá­sagna sem fram eru komn­ar um ósæmi­lega hegð­un Jóns Bald­vins og áreiti hans gegn kon­um.

Sighvatur segir mál Jóns Baldvins snúast um „kynni“ hans af konum
Vill að aldraður Jón Baldvin fái frið Sighvatur Björgvinsson skrifar mikla varnarræðu fyrir Jón Baldvin Hannibalsson í Fréttablaðinu í dag.

Í varnargrein fyrir Jón Baldvin Hannibalsson sem Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi flokksbróðir hans, ritar í Fréttablaðið í dag kallar hann þau kynferðislegu samskipti sem Jón Baldvin átti við 15 ára nemanda sinn í Hagaskóla „kynni“ sem hefðu getað leitt til refsiverðs athæfis. Skeytir Sighvatur þar engu um frásagnir stúlkunnar í dagbókum sínum, sem Stundin hefur birt, þar sem kynferðislegu athæfi Jóns Baldvins er meðal annars lýst.

Sighvatur fer mikinn í vörn sinni fyrir Jón Baldvin og er óspar á lofsyrðin um fyrrverandi foringja íslenskra jafnaðarmanna, sem einn síns liðs hafi gerbreytt íslensku skatta, efnahags- og réttarfarslegu umhverfi, auk þess að hafa veitt Eystrasaltsþjóðum „mestan og bestan stuðning allra vestrænna þjóðarleiðtoga“.

Nú sé Jón Baldvin hins vegar orðinn aldraður maður og ætla mætti að ellin fengi að bíða hans, og Bryndísar Schram eiginkonu hans, í friðsæld og ró. Svo sé hins vegar ekki þar sem á Jón Baldvin hafi stöðugt og vaxandi verið bornar ásakanir. „Ásakanir um fjölmörg brot, sem mörg eiga að hafa átt sér stað fyrir meira en hálfri öld.“

Sighvatur fer rangt með

Sighvatur gerir mikið úr því að ekki hafi verið lagðar fram ákærur á hendur Jóni Baldvini en getur þess þó í næstu setningu, eða því sem næst, að jú, ein ákæra hafi verið lögð fram. „Ákæran um, að sá ákærði hefði strokið um bak kvenmanns við matborðið á heimili hins ákærða,“ skrifar Sighvatur. Vísar hann þar til ákæru sem lögð var fram á hendur Jóni Baldvini fyrir að hafa áreitt Carmen Jóhannsdóttur kynferðislega. Sú áreitni sem Carmen hefur lýst, fyrst í Stundinni, fólst þó ekki í bakstrokum. „Þá bara gerði kallinn sér lítið fyrir og byrjaði að strjúka á mér rassinn,“ sagði Carmen um atvikið. Ákæran er nú til meðferðar hjá Landsdómi, en Jón Baldvin var sýknaður í Héraðsdómi.

Sighvatur telur að birting Stundarinnar á dagbókarfærslum nemanda Jóns Baldvins, Þóru Hreinsdóttur heitinnar, hafi verið þannig skipulögð að birting hennar hafi miðast við heimkomu Jóns Baldvins til Íslands, vegna réttarhaldanna yfir honum fyrir Landsdómi. Gerir hann því skóna að um einhvers konar samsæri hafi verið að ræða af þeim sökum og skeytir við þá kenningu sína því að fimm dögum síðar birti Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, færslu á Facebook þar sem hún lýsti meðal annars því að hún hefði árið 2007 fengið Jón Baldvin til að segja sig frá heiðurssæti á lista flokksins fyrir alþingiskosningar, sökum þess að hún hafði vitneskju um eina af þeim fjölmörgu sögum sem til eru um kynferðislega áreitni Jóns Baldvins. Sagði Ingibjörg Sólrún Jón Baldvin haga sér eins og „rándýr“ í samskiptum sínum við konur.

Sighvatur fer hörðum orðum um Ingibjörgu en uppistaða greinar hans fer í að lýsa hversu misheppnaður leiðtogi íslenskra jafnaðarmanna hún hafi reynst og lýsir því hvernig fylgi Samfylkingarinnar hafi hrunið af henni eftir að Ingibjörg Sólrún settist í stól formanns. Sighvatur fer raunar rangt með þær tölur sem hann birtir í grein sinni. Heldur hann því fram að í fyrstu alþingiskosningunum undir forystu Ingibjargar Sólrúnar hafi Samfylkingin fengið 16,8 prósent atkvæða. Þar skeikar um 10 prósentustig því Samfylkingin fékk  26,8 prósent atkvæða í þeim kosningum.

Þá telur Sighvatur að Ingibjörg Sólrún hafi framið mikla synd með því að ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn, sem gengi gegn sjálfri „meginstefnu jafnaðarmanna“. Vekur það athygli í því ljósi að Sighvatur sat sjálfur á stóli ráðherra í samstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks undir forsæti Davíðs Oddssonar, á árunum 1991 til 1995. Það var einmitt Jón Baldvin Hannibalsson, þá formaður Alþýðuflokksins, sem myndaði umrædda ríkisstjórn.

Mælist til að aldrað fólk sé látið í friði

Sighvatur lýsir því í niðurlagi greinarinnar að hann sjálfur sé orðinn aldraður maður og það „miskunnarleysi“ sem þeim hjónum, Jóni Baldvini og Bryndísi, sé sýnt valdi honum áhyggjum. Nefnir Sighvatur hvergi þær frásagnir aðrar sem fram hafa komið um óviðurkvæmilega framkomu Jóns Baldvins né færir í letur að Jón Baldvin var kærður fyrir að skrifa klúr bréf til systurdóttur eiginkonu sinnar þegar hún var 17 ára. Jón Baldvin hefur sjálfur játað að þau bréfaskrif hefðu verið „með öllu óviðeigandi og ámælisverð“.

Þá fjallar Sighvatur ekki sérstaklega um fjölmörg dæmi önnur um óviðeigandi háttsemi Jóns Baldvins í garð kvenna og ungra stúlkna, sumra hverra nemenda hans, sem greint hefur verið frá. Þess í stað leggur hann mikla áherslu á að sökum þess hversu fullorðinn maður Jón Baldvinn sé orðinn ætti hann að fá frið frá grímulausum, ítrekuðum og vandlega undirbúnum árásum. Jón Baldvin er 83 ára.

Ásakanir á hendur honum eru þó ekki allar frá fyrri tíð en Stundin greindi frá því að árið 2019, þegar Jón Baldvin stóð á áttræðu, var honum vísað út af veitingahúsi vegna framkomu sinnar við þjónustustúlku þar.

Sighvatur lýkur grein sinni á því að mælast „eindregið til þess við þá þjóð, sem við öll tilheyrum, að hún leyfi öldruðu fólki að njóta síðustu hérvistardaga í friðsemd og ró á ættjörðinni sinni, á heimili sínu og með vinum sínum og vandamönnum“.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jah hérna! Ljótt ef Sighvatur er ekki lengur samherji Stundarinnar eins og í Núpsperramálinu.
    0
  • Thordis Arnadottir skrifaði
    Haltu kjafti Sighvatur og vertu á Teni …taktu JBH með þér!
    Að stinga niður penna fyrir barnanýðing eru endalok þíns trúverðugleika.
    6
  • PG
    Páll Gestsson skrifaði
    Samþykki þetta, nog er nóg. Sýnum miskunn.
    -5
  • Flosi Guðmundsson skrifaði
    Fyndna Skaupið 89 var hápunkturinn á ferli Sighvatar sem grínisti.
    0
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Pólitískur ferill JBH kemur þessu máli ekkert við og gefur honum á engan hátt afslátt þegar kemur að hegðun hans gegn konum þar á meðal unglingsstúlkum.
    16
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

MeToo sögur um Jón Baldvin

Dóttir Þóru: Stolt af því að hafa rofið þögnina
Fréttir

Dótt­ir Þóru: Stolt af því að hafa rof­ið þögn­ina

„Ég er stolt af því að hafa rof­ið þögn­ina með því að koma dag­bók mömmu á fram­færi sem og bréf­inu sem Jón Bald­vin Hanni­bals­son sendi henni,“ seg­ir Val­gerð­ur Þor­steins­dótt­ir, dótt­ir Þóru Hreins­dótt­ur en Stund­in fjall­aði um bréf­ið og dag­bók­ina á dög­un­um. Pabbi Val­gerð­ar sem var í sam­búð með Þóru fyr­ir um fjöru­tíu ár­um, eig­in­kona hans og syst­ir Val­gerð­ar segja að frið­helgi einka­lífs Þóru sé rof­in og van­virt.
Tíu ár af nýjum vitnisburðum um háttsemi Jóns Baldvins
Greining

Tíu ár af nýj­um vitn­is­burð­um um hátt­semi Jóns Bald­vins

Frá því að Guð­rún­ar Harð­ar­dótt­ir steig fram fyr­ir 10 ár­um síð­an og op­in­ber­aði bréf sem Jón Bald­vin Hanni­bals­son sendi þeg­ar hún var ung­ling­ur hafa tug­ir annarra frá­sagna um hátt­semi hans kom­ið fram. Jón Bald­vin hef­ur reynt að fá fólk til að skrifa und­ir stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu en á sama tíma eiga sér stað ný at­vik þar sem kon­ur upp­lifa hann sem ógn.
Þegar konur eru stimplaðar geðveikar
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Leiðari

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þeg­ar kon­ur eru stimpl­að­ar geð­veik­ar

„Þetta á ekk­ert er­indi við al­menn­ing, frek­ar en geð­veiki dótt­ur minn­ar,“ voru við­brögð Jóns Bald­vins við birt­ingu bréfa sem hann skrif­aði til ungr­ar stúlku í fjöl­skyld­unni. Í til­raun til að varpa at­hygl­inni frá sér benti hann á dótt­ur sína, sem svar­aði fyr­ir sig og var fyr­ir vik­ið dreg­in fyr­ir dóm af föð­ur sín­um. „Ég gat ekki sætt mig við að vera út­mál­uð geð­veik.“

Mest lesið

Lýsir viðbrögðum Jóns sem „skólabókardæmi um þöggunartilburði“
2
Fréttir

Lýs­ir við­brögð­um Jóns sem „skóla­bók­ar­dæmi um þögg­un­ar­til­burði“

Fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, lýsti því yf­ir í dag að um­fjöll­un um hann væri „vænt­an­lega lög­reglu­mál.“„Það hef­ur áð­ur gef­ist vel að fá lög­regl­una til að­stoð­ar við að beita kæl­ingaráhrif­um í óþægi­leg­um mál­um með til­hæfu­laus­um rann­sókn­um,“ seg­ir formað­ur Blaða­manna­fé­lags­ins.
„Spilltur gjörningur“ að semja um afgreiðslu hvalveiðileyfis fyrir fram
4
Fréttir

„Spillt­ur gjörn­ing­ur“ að semja um af­greiðslu hval­veiði­leyf­is fyr­ir fram

Hauk­ur Arn­þórs­son stjórn­sýslu­fræð­ing­ur tel­ur það spillt­an gjörn­ing sem varði við stjórn­sýslu­lög hafi ver­ið sam­ið um stjórn­sýslu­ákvörð­un um veit­ingu hval­veiði­leyf­is fyr­ir fram. Hann tel­ur að ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins muni ekki geta veitt hval­veiði­leyfi fyr­ir kosn­ing­arn­ar 30. nóv­em­ber.
„Þú ert hluti vandamálsins, gaur“
6
Viðtal

„Þú ert hluti vanda­máls­ins, gaur“

Mynd­in Stúlk­an með nál­ina er nú sýnd í Bíó Para­dís og er til­nefnd til Evr­ópsku kvik­mynda­verð­laun­anna. Laus­lega byggð á raun­veru­leik­an­um seg­ir hún sögu Karol­ine (leik­inni af Car­men Sonne), verk­smiðju­stúlku í harðri lífs­bar­áttu við hrun fyrri heims­styrj­ald­ar­inn­ar. At­vinnu­laus og barns­haf­andi hitt­ir hún Dag­mar sem að­stoð­ar kon­ur við að finna fóst­urstað fyr­ir börn. En barn­anna bíða önn­ur ör­lög. Danska stór­leik­kon­an Trine Dyr­holm leik­ur Dag­mar og var til í við­tal.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
2
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
2
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
5
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár