Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Sighvatur segir mál Jóns Baldvins snúast um „kynni“ hans af konum

Sig­hvat­ur Björg­vins­son, fyrr­ver­andi ráð­herra, skrif­ar varn­ar­grein fyr­ir Jón Bald­vin Hanni­bals­son þar sem hann fer bæði rangt með og set­ur fram sam­særis­kenn­ing­ar. Skeyt­ir hann þar lítt eða ekki um þann fjölda frá­sagna sem fram eru komn­ar um ósæmi­lega hegð­un Jóns Bald­vins og áreiti hans gegn kon­um.

Sighvatur segir mál Jóns Baldvins snúast um „kynni“ hans af konum
Vill að aldraður Jón Baldvin fái frið Sighvatur Björgvinsson skrifar mikla varnarræðu fyrir Jón Baldvin Hannibalsson í Fréttablaðinu í dag.

Í varnargrein fyrir Jón Baldvin Hannibalsson sem Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi flokksbróðir hans, ritar í Fréttablaðið í dag kallar hann þau kynferðislegu samskipti sem Jón Baldvin átti við 15 ára nemanda sinn í Hagaskóla „kynni“ sem hefðu getað leitt til refsiverðs athæfis. Skeytir Sighvatur þar engu um frásagnir stúlkunnar í dagbókum sínum, sem Stundin hefur birt, þar sem kynferðislegu athæfi Jóns Baldvins er meðal annars lýst.

Sighvatur fer mikinn í vörn sinni fyrir Jón Baldvin og er óspar á lofsyrðin um fyrrverandi foringja íslenskra jafnaðarmanna, sem einn síns liðs hafi gerbreytt íslensku skatta, efnahags- og réttarfarslegu umhverfi, auk þess að hafa veitt Eystrasaltsþjóðum „mestan og bestan stuðning allra vestrænna þjóðarleiðtoga“.

Nú sé Jón Baldvin hins vegar orðinn aldraður maður og ætla mætti að ellin fengi að bíða hans, og Bryndísar Schram eiginkonu hans, í friðsæld og ró. Svo sé hins vegar ekki þar sem á Jón Baldvin hafi stöðugt og vaxandi verið bornar ásakanir. „Ásakanir um fjölmörg brot, sem mörg eiga að hafa átt sér stað fyrir meira en hálfri öld.“

Sighvatur fer rangt með

Sighvatur gerir mikið úr því að ekki hafi verið lagðar fram ákærur á hendur Jóni Baldvini en getur þess þó í næstu setningu, eða því sem næst, að jú, ein ákæra hafi verið lögð fram. „Ákæran um, að sá ákærði hefði strokið um bak kvenmanns við matborðið á heimili hins ákærða,“ skrifar Sighvatur. Vísar hann þar til ákæru sem lögð var fram á hendur Jóni Baldvini fyrir að hafa áreitt Carmen Jóhannsdóttur kynferðislega. Sú áreitni sem Carmen hefur lýst, fyrst í Stundinni, fólst þó ekki í bakstrokum. „Þá bara gerði kallinn sér lítið fyrir og byrjaði að strjúka á mér rassinn,“ sagði Carmen um atvikið. Ákæran er nú til meðferðar hjá Landsdómi, en Jón Baldvin var sýknaður í Héraðsdómi.

Sighvatur telur að birting Stundarinnar á dagbókarfærslum nemanda Jóns Baldvins, Þóru Hreinsdóttur heitinnar, hafi verið þannig skipulögð að birting hennar hafi miðast við heimkomu Jóns Baldvins til Íslands, vegna réttarhaldanna yfir honum fyrir Landsdómi. Gerir hann því skóna að um einhvers konar samsæri hafi verið að ræða af þeim sökum og skeytir við þá kenningu sína því að fimm dögum síðar birti Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, færslu á Facebook þar sem hún lýsti meðal annars því að hún hefði árið 2007 fengið Jón Baldvin til að segja sig frá heiðurssæti á lista flokksins fyrir alþingiskosningar, sökum þess að hún hafði vitneskju um eina af þeim fjölmörgu sögum sem til eru um kynferðislega áreitni Jóns Baldvins. Sagði Ingibjörg Sólrún Jón Baldvin haga sér eins og „rándýr“ í samskiptum sínum við konur.

Sighvatur fer hörðum orðum um Ingibjörgu en uppistaða greinar hans fer í að lýsa hversu misheppnaður leiðtogi íslenskra jafnaðarmanna hún hafi reynst og lýsir því hvernig fylgi Samfylkingarinnar hafi hrunið af henni eftir að Ingibjörg Sólrún settist í stól formanns. Sighvatur fer raunar rangt með þær tölur sem hann birtir í grein sinni. Heldur hann því fram að í fyrstu alþingiskosningunum undir forystu Ingibjargar Sólrúnar hafi Samfylkingin fengið 16,8 prósent atkvæða. Þar skeikar um 10 prósentustig því Samfylkingin fékk  26,8 prósent atkvæða í þeim kosningum.

Þá telur Sighvatur að Ingibjörg Sólrún hafi framið mikla synd með því að ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn, sem gengi gegn sjálfri „meginstefnu jafnaðarmanna“. Vekur það athygli í því ljósi að Sighvatur sat sjálfur á stóli ráðherra í samstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks undir forsæti Davíðs Oddssonar, á árunum 1991 til 1995. Það var einmitt Jón Baldvin Hannibalsson, þá formaður Alþýðuflokksins, sem myndaði umrædda ríkisstjórn.

Mælist til að aldrað fólk sé látið í friði

Sighvatur lýsir því í niðurlagi greinarinnar að hann sjálfur sé orðinn aldraður maður og það „miskunnarleysi“ sem þeim hjónum, Jóni Baldvini og Bryndísi, sé sýnt valdi honum áhyggjum. Nefnir Sighvatur hvergi þær frásagnir aðrar sem fram hafa komið um óviðurkvæmilega framkomu Jóns Baldvins né færir í letur að Jón Baldvin var kærður fyrir að skrifa klúr bréf til systurdóttur eiginkonu sinnar þegar hún var 17 ára. Jón Baldvin hefur sjálfur játað að þau bréfaskrif hefðu verið „með öllu óviðeigandi og ámælisverð“.

Þá fjallar Sighvatur ekki sérstaklega um fjölmörg dæmi önnur um óviðeigandi háttsemi Jóns Baldvins í garð kvenna og ungra stúlkna, sumra hverra nemenda hans, sem greint hefur verið frá. Þess í stað leggur hann mikla áherslu á að sökum þess hversu fullorðinn maður Jón Baldvinn sé orðinn ætti hann að fá frið frá grímulausum, ítrekuðum og vandlega undirbúnum árásum. Jón Baldvin er 83 ára.

Ásakanir á hendur honum eru þó ekki allar frá fyrri tíð en Stundin greindi frá því að árið 2019, þegar Jón Baldvin stóð á áttræðu, var honum vísað út af veitingahúsi vegna framkomu sinnar við þjónustustúlku þar.

Sighvatur lýkur grein sinni á því að mælast „eindregið til þess við þá þjóð, sem við öll tilheyrum, að hún leyfi öldruðu fólki að njóta síðustu hérvistardaga í friðsemd og ró á ættjörðinni sinni, á heimili sínu og með vinum sínum og vandamönnum“.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jah hérna! Ljótt ef Sighvatur er ekki lengur samherji Stundarinnar eins og í Núpsperramálinu.
    0
  • Thordis Arnadottir skrifaði
    Haltu kjafti Sighvatur og vertu á Teni …taktu JBH með þér!
    Að stinga niður penna fyrir barnanýðing eru endalok þíns trúverðugleika.
    6
  • PG
    Páll Gestsson skrifaði
    Samþykki þetta, nog er nóg. Sýnum miskunn.
    -5
  • Flosi Guðmundsson skrifaði
    Fyndna Skaupið 89 var hápunkturinn á ferli Sighvatar sem grínisti.
    0
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Pólitískur ferill JBH kemur þessu máli ekkert við og gefur honum á engan hátt afslátt þegar kemur að hegðun hans gegn konum þar á meðal unglingsstúlkum.
    16
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

MeToo sögur um Jón Baldvin

Dóttir Þóru: Stolt af því að hafa rofið þögnina
Fréttir

Dótt­ir Þóru: Stolt af því að hafa rof­ið þögn­ina

„Ég er stolt af því að hafa rof­ið þögn­ina með því að koma dag­bók mömmu á fram­færi sem og bréf­inu sem Jón Bald­vin Hanni­bals­son sendi henni,“ seg­ir Val­gerð­ur Þor­steins­dótt­ir, dótt­ir Þóru Hreins­dótt­ur en Stund­in fjall­aði um bréf­ið og dag­bók­ina á dög­un­um. Pabbi Val­gerð­ar sem var í sam­búð með Þóru fyr­ir um fjöru­tíu ár­um, eig­in­kona hans og syst­ir Val­gerð­ar segja að frið­helgi einka­lífs Þóru sé rof­in og van­virt.
Tíu ár af nýjum vitnisburðum um háttsemi Jóns Baldvins
Greining

Tíu ár af nýj­um vitn­is­burð­um um hátt­semi Jóns Bald­vins

Frá því að Guð­rún­ar Harð­ar­dótt­ir steig fram fyr­ir 10 ár­um síð­an og op­in­ber­aði bréf sem Jón Bald­vin Hanni­bals­son sendi þeg­ar hún var ung­ling­ur hafa tug­ir annarra frá­sagna um hátt­semi hans kom­ið fram. Jón Bald­vin hef­ur reynt að fá fólk til að skrifa und­ir stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu en á sama tíma eiga sér stað ný at­vik þar sem kon­ur upp­lifa hann sem ógn.
Þegar konur eru stimplaðar geðveikar
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Leiðari

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þeg­ar kon­ur eru stimpl­að­ar geð­veik­ar

„Þetta á ekk­ert er­indi við al­menn­ing, frek­ar en geð­veiki dótt­ur minn­ar,“ voru við­brögð Jóns Bald­vins við birt­ingu bréfa sem hann skrif­aði til ungr­ar stúlku í fjöl­skyld­unni. Í til­raun til að varpa at­hygl­inni frá sér benti hann á dótt­ur sína, sem svar­aði fyr­ir sig og var fyr­ir vik­ið dreg­in fyr­ir dóm af föð­ur sín­um. „Ég gat ekki sætt mig við að vera út­mál­uð geð­veik.“

Mest lesið

Bonaqua virðist á köldum Klaka eftir nafnbreytingu
2
Fréttir

Bon­aqua virð­ist á köld­um Klaka eft­ir nafn­breyt­ingu

Þátta­skil urðu á ís­lenska sóda­vatns­mark­að­in­um í sum­ar, eft­ir að Topp­ur breytt­ist í Bon­aqua. Því fylgdu tæki­færi fyr­ir sam­keppn­is­að­il­ann Klaka, sem kveðst nú vera með um 25 pró­sent hlut­deild á mark­að­in­um. Fyrr­ver­andi ís­lensku­pró­fess­or sem gagn­rýndi nafn­breyt­ingu Topps seg­ir gleði­efni að er­lend nafn­gift virð­ist hafa vak­ið svo sterk við­brögð.
Töldu hættu á að Edda myndi sleppa
3
FréttirMál Eddu Bjarkar

Töldu hættu á að Edda myndi sleppa

Hér­aðs­dóm­ur í Vest­fold í Nor­egi taldi ástæðu til þess að ótt­ast að ef Edda Björk Arn­ar­dótt­ir yrði ekki færð í gæslu­varð­hald myndi hún kom­ast und­an. Barns­fað­ir henn­ar seg­ist hneyksl­að­ur á um­ræð­unni sem bein­ist, að hans mati, frek­ar að rétt­ind­um Eddu en rétt­ind­um drengj­anna. Edda sagði fyr­ir dóm á föstu­dag að þeir hefðu ekki vilj­að fara frá Ís­landi með pabba sín­um.
Maðurinn sem lést í Stangarhyl sagður hafa hlaupið á eftir vini sínum inn í brennandi hús
4
Fréttir

Mað­ur­inn sem lést í Stang­ar­hyl sagð­ur hafa hlaup­ið á eft­ir vini sín­um inn í brenn­andi hús

Hús­næð­ið að Stang­ar­hyl 3, þar sem mann­skæð­ur elds­voði varð í síð­ustu viku, er í eigu fjár­fest­ing­ar­félgas­ins Al­va Capital. Eig­andi og fram­kvæmda­stjóri fé­lags­ins er braut­ryðj­andi í smá­lána­starf­semi. „Við þekkt­um þenn­an mann vel per­sónu­lega sem vinnu­fé­laga,“ seg­ir tals­mað­ur fé­lags­ins um mann­inn sem lést í brun­an­um.
Þunglyndið sem viss þráður gegnum öll verk Gyrðis
6
Viðtal

Þung­lynd­ið sem viss þráð­ur gegn­um öll verk Gyrð­is

Gyrð­ir Elías­son, skáld og mynd­list­ar­mað­ur, seg­ir að ljóð­ið sé það dýpsta í okk­ur og muni lík­lega ávallt eiga sér sess. Ein­semd­in hef­ur ver­ið Gyrði drif­kraft­ur í list­sköp­un­inni í 40 ár en hann seg­ir að jafn­væg­ið milli henn­ar og al­gerr­ar ein­angr­un­ar sé vand­með­far­ið. Sjálf­ur glími hann við krón­ískt þung­lyndi sem sjá megi sem viss­an þráð gegn­um öll hans verk.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Pressa: Fyrsti þáttur
1
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Bonaqua virðist á köldum Klaka eftir nafnbreytingu
7
Fréttir

Bon­aqua virð­ist á köld­um Klaka eft­ir nafn­breyt­ingu

Þátta­skil urðu á ís­lenska sóda­vatns­mark­að­in­um í sum­ar, eft­ir að Topp­ur breytt­ist í Bon­aqua. Því fylgdu tæki­færi fyr­ir sam­keppn­is­að­il­ann Klaka, sem kveðst nú vera með um 25 pró­sent hlut­deild á mark­að­in­um. Fyrr­ver­andi ís­lensku­pró­fess­or sem gagn­rýndi nafn­breyt­ingu Topps seg­ir gleði­efni að er­lend nafn­gift virð­ist hafa vak­ið svo sterk við­brögð.

Mest lesið í mánuðinum

Loftkastali kaupfélagsstjórans í Djúpinu
1
Rannsókn

Loft­kastali kaup­fé­lags­stjór­ans í Djúp­inu

Stein­steypta hús­ið í kast­al­astil sem stend­ur við veg­inn í Ísa­firði vek­ur bæði undr­un og hrifn­ingu margra ferða­langa sem keyra nið­ur í Djúp­ið. Hús­ið er ein­stakt í ís­lenskri sveit og á sér áhuga­verða sögu sem hverf­ist um Sig­urð Þórð­ar­son, stór­huga kaup­fé­lags­stjóra í fá­tæku byggð­ar­lagi á Vest­fjörð­um, sem reyndi að end­ur­skrifa sögu kast­al­ans og kaup­fé­lags­ins sem hann stýrði.
Pressa: Fyrsti þáttur
2
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
3
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
4
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
6
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
9
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár