Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Konur mættu til stuðnings Carmen í málinu gegn Jóni Baldvini

Kon­ur sem lýst hafa kyn­ferð­is­legri áreitni af hálfu Jóns Bald­vins Hanni­bals­son­ar mættu í dómssal í morg­un þeg­ar að­al­með­ferð ákæru­valds­ins hófst í Lands­rétti. Jóni Bald­vini er gef­ið að sök að hafa áreitt Car­men Jó­hanns­dótt­ur kyn­ferð­is­lega.

Konur mættu til stuðnings Carmen í málinu gegn Jóni Baldvini
Málið dómtekið að nýju Ákæra á hendur Jóni Baldvini var tekin til aðalmeðferðar fyrir Landsrétti í dag.

Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins á hendur Jóni Baldvini Hannibalssyni hófst í Landsrétti í morgun. Jón Baldvin er ákærður fyrir að hafa árið 2018 áreitt Carmen Jóhannsdóttur kynferðislega. Konur sem borið hafa að Jón Baldvin hafi áreitt þær mættu í dómsal til að sýna Carmen stuðning.

Jóni Baldvini er gefið að sök að hafa hinn 16. júní árið 2018 strokið rass Carmenar utan klæða þar sem hún var gestkomandi á heimili hans í  Salobreña á Spáni ásamt móður sinni og fleira fólki. Stundin greindi frá því í byrjun árs 2019 frá framburði Carmenar auk fleiri kvenna sem báru að Jón Baldvin hefði áreitt sig kynferðislega.

Gefin var út ákæra í málinu í september 2020. Jón Baldvin var sýknaður í héraðsdómi í nóvember á síðasta ári og sagði í dómsorði að ósannað teldist að Jón Baldvin hefði áreitt Carmen.

Carmen var gestkomandi á heimili Jóns Baldvins og Bryndísar Schram, eiginkonu hans, í júní 2018 ásamt móður sinni, Laufeyju Ósk Arnórsdóttur. Carmen lýsti því í viðtalinu í Stundinni að þegar hún hafi staðið upp við matarborð í húsinu og skenkt í glös á borðinu, „þá bara gerði kallinn sér lítið fyrir og byrjaði að strjúka á mér rassinn. Og ekkert bara rétt aðeins, heldur upp og niður strjúka á mér rassinn.“

Boðuð frá Spáni með tíu daga fyrirvara

Jón Baldvin bar fyrstur vitni fyrir dómi í morgun en Carmen síðar. „Ég hélt mér bara við mína frásögn frá því í héraðsdómi,“ segir Carmen í samtali við Stundina.

„Ég tók það ekki fram í atvinnuumsókninni að ég stæði í dómsmáli gegn Jóni Baldvini“
Carmen Jóhannsdóttir

Klára á aðalmeðferð málsins í dag og má því búast við að dómur verði kveðinn upp innan næstu fjögurra vikna. Carmen gagnrýnir hins vegar hvernig staðið var að boðun hennar fyrir dóminn. Ég fékk bara að vita það fyrir tíu dögum síðan að aðalmeðferð yrði í dag og ég yrði að mæta fyrir dóminn. Ég er búin að ýta á eftir því í þrjá mánuði að fá að upplýsingar um hvenær þetta yrði því ég bý auðvitað í öðru landi og lifi þar mínu lífi. Ég þurfti að útskýra þetta fyrir vinnuveitendum mínum, ég tók það ekki fram í atvinnuumsókninni að ég stæði í dómsmáli gegn Jóni Baldvini þegar ég sótti um vinnuna. Þau tóku því mjög vel, þau styðja mig heilshugar.“

„Þetta snýst ekki lengur bara um mig“

Spurð hvernig henni hafi liðið með að þurfa á ný að segja sögu sína fyrir dómstólum og sitja í dómsal með Jóni Baldvini segir Carmen: „Þetta er bara ömurlegt. En það sem heldur mér við efnið, heldur mér gangandi, er að þetta snýst ekki lengur bara um mig. Eftir allt sem hefur komið fram snýst þetta um réttlæti fyrir svo marga aðra. Ég viðurkenni að þetta er samt farið að taka á, þetta hefur tekið næstum því fimm ár af lífi mínu, hefur hangið yfir höfðinu á mér og ég óska engum þess.“

Konur sem hafa borið að Jón Baldvin hafi einnig áreitt þær voru mættar í dómsal í morgun til að sýna Carmen stuðning. Það voru þær Aldís Schram, dóttir Jóns Baldvins, Margrét Schram mágkona hans, Elíasbet Þorgeirsdóttir og Valgerður Þorsteinsdóttir. Þær þrjár fyrstnefndu hafa borið opinberlega að Jón Baldvin hafi brotið gegn þeim. Valgerður er dóttir Þóru Hreinsdóttur heitinnar en Stundin birti í október dagbækur Þóru þar sem hún lýsti kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin. Þóra var þá 15 ára nemandi Jóns Baldvins í Hagaskóla en hann 31 árs kennari hennar.

Carmen segir að það hafi verið mjög áhrifamikið að sjá konurnar sitja saman í dómssal í morgun. „Ég er þeim ótrúlega þakklát fyrir það. Það var líka magnað að hitta þessar konur í fyrsta skipti. Jón Baldvin hefur ásakað okkur um að blása til einhvers samsæris gegn sér en eins og ég segi, ég var að hitta þær núna í fyrsta skipti og við vorum að hlæja saman að þessum furðuásökunum.“

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Ég gafst upp á að lesa þessa grein vegna auglýsingar sem kom endalaust upp á síðuna.
    0
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Ég gafst upp á að lesa þessa grein vegna auglýsingar sem kom endalaust upp á síðuna.
    1
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Greinin er ágæt, en þessi auglýsing sem kemur endalaust inn á síðuna er óþolandi , og ég hætti að nenna lesa Stundina ef þetta verður svona aftur.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

MeToo sögur um Jón Baldvin

Dóttir Þóru: Stolt af því að hafa rofið þögnina
Fréttir

Dótt­ir Þóru: Stolt af því að hafa rof­ið þögn­ina

„Ég er stolt af því að hafa rof­ið þögn­ina með því að koma dag­bók mömmu á fram­færi sem og bréf­inu sem Jón Bald­vin Hanni­bals­son sendi henni,“ seg­ir Val­gerð­ur Þor­steins­dótt­ir, dótt­ir Þóru Hreins­dótt­ur en Stund­in fjall­aði um bréf­ið og dag­bók­ina á dög­un­um. Pabbi Val­gerð­ar sem var í sam­búð með Þóru fyr­ir um fjöru­tíu ár­um, eig­in­kona hans og syst­ir Val­gerð­ar segja að frið­helgi einka­lífs Þóru sé rof­in og van­virt.
Tíu ár af nýjum vitnisburðum um háttsemi Jóns Baldvins
Greining

Tíu ár af nýj­um vitn­is­burð­um um hátt­semi Jóns Bald­vins

Frá því að Guð­rún­ar Harð­ar­dótt­ir steig fram fyr­ir 10 ár­um síð­an og op­in­ber­aði bréf sem Jón Bald­vin Hanni­bals­son sendi þeg­ar hún var ung­ling­ur hafa tug­ir annarra frá­sagna um hátt­semi hans kom­ið fram. Jón Bald­vin hef­ur reynt að fá fólk til að skrifa und­ir stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu en á sama tíma eiga sér stað ný at­vik þar sem kon­ur upp­lifa hann sem ógn.
Þegar konur eru stimplaðar geðveikar
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Leiðari

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þeg­ar kon­ur eru stimpl­að­ar geð­veik­ar

„Þetta á ekk­ert er­indi við al­menn­ing, frek­ar en geð­veiki dótt­ur minn­ar,“ voru við­brögð Jóns Bald­vins við birt­ingu bréfa sem hann skrif­aði til ungr­ar stúlku í fjöl­skyld­unni. Í til­raun til að varpa at­hygl­inni frá sér benti hann á dótt­ur sína, sem svar­aði fyr­ir sig og var fyr­ir vik­ið dreg­in fyr­ir dóm af föð­ur sín­um. „Ég gat ekki sætt mig við að vera út­mál­uð geð­veik.“

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
8
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu