„Við erum allir vinir úr menntaskóla, úr Menntaskólanum við Hamrahlíð, og vorum byrjaðir að halda matarboð þegar við vorum ennþá í skólanum. Það varð svo bara að hefð og við reynum að hittast sem oftast og elda en það verður nú kannski ekki eins oft og við vildum samt. Stundum förum við líka út að borða saman, þegar tíminn er naumur til að elda.“
Eldamennskunni er skipt á milli félagannna, segir Hringur, þó að hann komi æði oft að verkum sjálfur. „Það er engin regla á því hver eldar en ég enda nú samt oftast í eldhúsinu, ef ég er ekki að elda sjálfur þá hjálpa ég nú samt til. Ég hef áhuga á matseld og hef gaman af henni, ég og pabbi minn elduðum mjög mikið saman og ætli þetta sé …
Athugasemdir