Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

„Þarna kom loksins skrokkur sem typpið á mér dugði í“

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, formað­ur Mið­flokks­ins, sagð­ist ánægð­ur með sam­eig­in­lega nið­ur­stöðu Berg­þórs Óla­son­ar og Gunn­ars Braga Sveins­son­ar um að þeir vildu „ríða“ ráð­herra. Sig­mund­ur til­kynnti að Berg­þór og Gunn­ar Bragi væru komn­ir í leyfi út af Klaust­urs­upp­tök­un­um en sit­ur sjálf­ur áfram á þingi þrátt fyr­ir virka þátt­töku í klám- og karlrembutali.

„Þarna kom loksins skrokkur sem typpið á mér dugði í“

S

igmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, heyrist hlæja og fagna sameiginlegri niðurstöðu flokksfélaga sinna um löngun til að stunda kynlíf með mennta- og menningarmálaráðherra á Klaustursupptökunum. Bergþór Ólason talar um ráðherra sem „skrokk sem typpið á mér dugði í“.

Eins og Stundin hefur áður greint frá fóru þingmenn Miðflokksins hörðum orðum um Lilju Alfreðsdóttur ráðherra á Klaustri Bar þann 20. nóvember síðastliðinn. Þingmennirnir voru háværir og vakti hegðun þeirra athygli.

Fyrst kvörtuðu þeir undan því að Lilja Alfreðsdóttir sýndi þeim þremur ekki pólitíska hollustu, og í framhaldinu ræddu þeir um hana á kynferðislegum nótum og drógu upp klámfengnar myndir. 

Sigmundur Davíð tók virkan þátt í umræðunum. „Hún notar kynþokkann,“ segir hann í umræðum um Lilju, fyrrverandi flokksfélaga sinn úr Framsóknarflokknum sem tók við embætti utanríkisráðherra að hugmynd Sigmundar árið 2016 eftir að Panamaskjölin komu fram og Sigmundur þurfti að segja af sér ráðherraembætti.

„Beggi, ég ætla að vona að konan mín heyri aldrei af þessu, en ég hefði alveg verið til í þetta dæmi,“ segir hann. „En það er alveg rétt hjá þér, henni er ekki treystandi og hún spilar á karlmenn eins og kvenfólk kann.“

Eftir að Bergþór og Gunnar Bragi hafa rætt um „engan kynþokka“ Lilju og kynþokka sem sé „einn og þrettán“, komast þeir að niðurstöðu: „Þú getur riðið henni, skilurðu.“

Bergþór bætir við: „Þarna loksins kom skrokkur sem typpið á mér dugði í.“

Sigmundur Davíð hlær í gegnum umræðuna og bætir við: „Ég er mjög ánægður að heyra að þið séuð komnir að sameiginlegri niðurstöðu með þetta.“ 

Sigmundur Davíð íhugar ekki stöðu sína

Sigmundur Davíð hefur ekki íhugað stöðu sína vegna ummæla sinna á Klaustursupptökunum. Í tölvupósti til flokksmanna Miðflokksins á föstudag, þar sem hann tilkynnti um að Bergþór og Gunnar Bragi færu í leyfi, segist hann hafa átt að stöðva umræðurnar, en minnist ekki á eigin orð sem voru hljóðrituð.

„Ég er búinn að láta þessa konu yrða á mig aftur og aftur,“ segir Sigmundur Davíð meðal annars um Lilju. Í upptökunni hneykslast Bergþór, Sigmundur Davíð og Gunnar Bragi á vali Lilju á aðstoðarmanni í menntamálaráðuneytinu. Lilja valdi nýlega Jón Pétur Zimsen, skólastjóra Réttarholtsskóla, í stöðuna. Gera þeir lítið úr  því að Lilja hafi skipað „sérfræðing“ og segjast hafa fengið skilaboð frá henni áður en tilkynnt var um skipunina.

Þingmennirnir telja sig eiga harma að hefna gagnvart Lilju. „Ef að Lilja hefði einhvern áhuga á að tengjast við okkur þá hefði hún hringt í sumar,“ segir Gunnar Bragi. „Auðvitað“ og „alveg augljóst“ svara Sigmundur Davíð og Bergþór.

Gunnar Bragi hrópar þá: „Henni er bara fokking sama um hvað við erum að gera. Hjólum í helvítis tíkina! Það er bara málið. Af hverju erum við að hlífa henni? Ég er að verða brjálaður! Af hverju erum við að hlífa henni?“

Sigmundur svarar á þá leið að hann skilji sjónarmiðin mjög vel. „Ég get algjörlega sjálfum mér um kennt,“ segir hann. Sigmundur bætir því svo að hann gefi Gunnari Braga „leyfi“ til að kalla Lilju „asna“ á tveggja manna fundi.

Í umræðum um útlit Írisar Róbertsdóttur, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, og mögulegt gengi hennar í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sagði Sigmundur Davíð: „Og á þeim forsendum segi ég að hún hrynji niður listann.“

Í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni á föstudag sagðist Sigmundur Davíð ekki hafa íhugað stöðu sína. „Auðvitað ef sú væri raunin eins og einhver orðaði það að menn almennt stigi til hliðar eftir að hafa setið við svona umræðu þá væri orðinn þunnur bekkurinn á Alþingi, það væru fáir eftir,“ sagði hann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Klausturmálið

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
FréttirKlausturmálið

Berg­þór gerð­ur að nefnd­ar­for­manni með tveim­ur at­kvæð­um – Full­trú­ar annarra flokka sátu hjá

Berg­þór Óla­son klæmd­ist og út­húð­aði stjórn­mála­kon­um á veit­inga­stað í fyrra og tal­aði um mennta­mála­ráð­herra sem „skrokk sem typp­ið á [sér] dygði í“. Í dag tryggðu nefnd­ar­menn um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar hon­um for­mennsku með hjá­setu í at­kvæða­greiðslu, en að­eins Berg­þór og Karl Gauti Hjalta­son greiddu at­kvæði með því að hann yrði formað­ur.
Skýringar Bergþórs og Gunnars Braga á ummælum um Albertínu skiptu ekki máli
FréttirKlausturmálið

Skýr­ing­ar Berg­þórs og Gunn­ars Braga á um­mæl­um um Al­bertínu skiptu ekki máli

Eft­ir að siðanefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að um­mæli Gunn­ars Braga og Berg­þórs Óla­son­ar um Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur og MeT­oo væru brot á siða­regl­um sögð­ust þing­menn­irn­ir hafa ver­ið að lýsa erfiðri reynslu, áreitni og „kyn­ferð­is­broti“. „Hvað við­kem­ur lýsingu BÓ og GBS á sam­skipt­um þeirra við Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur, sbr. kafli 2.5., verð­ur ekki séð að lýsing­ar þeirra á þeim skipti máli við mat á þeim málavöxt­um,“ seg­ir for­sæt­is­nefnd.

Mest lesið

Bandaríski fasisminn hefur áhrif á Ísland
4
Út fyrir boxið#1

Banda­ríski fasism­inn hef­ur áhrif á Ís­land

Á sama tíma og ein­ræð­is­ríki rísa upp eiga Ís­lend­ing­ar varn­ir sín­ar und­ir Banda­ríkj­un­um, þar sem stór hluti þjóð­ar­inn­ar styð­ur stefnu sem lík­ist sí­fellt meir fas­isma. Silja Bára Óm­ars­dótt­ir al­þjóða­stjórn­mála­fræð­ing­ur ræð­ir um fall­valt­leika lýð­ræð­is­ins í Banda­ríkj­un­um og hvernig Ís­lend­ing­ar geta brugð­ist við hættu­legri heimi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár