Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Gunnar Bragi hafði heimilisofbeldi í flimtingum: „Já sundkellingin þarna, voruð þið að lemja hana? Hahaha!“

Gunn­ar Bragi Sveins­son, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, gant­að­ist með að Ragn­heið­ur Run­ólfs­dótt­ir af­reks­kona í sundi hefði orð­ið fyr­ir of­beldi. „Sá sem lem­ur Röggu Run, hann á ekki séns á Vest­ur­landi,“ sagði Berg­þór Óla­son.

Gunnar Bragi hafði heimilisofbeldi í flimtingum: „Já sundkellingin þarna, voruð þið að lemja hana? Hahaha!“

G

unnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, gantaðist með það á Klaustri Bar að Ragnheiður Runólfsdóttir, afrekskona í sundi, hefði orðið fyrir heimilisofbeldi.

Magnús Þór Hafsteinssonframkvæmdastjóri þingflokks Flokks fólksins

„Já sunddrottninguna já, voruði að lemja hana?“ segir hann á hljóðupptökunni sem Stundin hefur undir höndum og skellir upp úr. 

Ragnheiður steig fram í viðtali við Akureyri Vikublað í október 2017 og opnaði sig um heimilisofbeldi sem hún segist hafa orðið fyrir af hendi barnsföður síns og sambýlismanns til margra ára, Magnúsar Þórs Hafsteinssonar. 

Magnús Þór, fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins sem í dag er framkvæmdastjóri þingflokks Flokks fólksins, vísaði ásökunum á bug í fyrra og kvartaði undan því sem hann kallaði „gróft netníð“.

Á Klausturssamkomu þingmannanna sex var rætt um málið á léttu nótunum:

Bergþór: „Sá sem lemur Röggu Run, hann á ekki séns á Vesturlandi.“

Anna Kolbrún: „Ég veit það. Veistu, ég er sammála þér, ég skil ekkert í ykkur.“

Gunnar Bragi: „Ha? Sá sem lemur Röggu Run? Hver er það?“

Bergþór: „Já.“

Gunnar Bragi: „Já sundkellingin þarna, voruði að lemja hana? Hahahahahaha!“ 

Bergþór: „Maggi gerði það sko.“

Stundin hafði samband við Ragnheiði Runólfsdóttur við vinnslu fréttarinnar og greindi henni frá þessum orðaskiptum. Hún vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu.

Ofbeldisfullt orðfæri um Lilju Alfreðsdóttur

Stundin hefur fjallað með ítarlegum hætti um þá kvenfyrirlitningu sem birtist í samskiptum þingmannanna á Klaustri Bar. Eins og fram hefur komið kallaði Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, „húrrandi klikkaða kuntu“ auk þess sem þingmennirnir göntuðust með að það væri eðlilegt að kona sem væri ekki jafn „hot“ og áður yrði látin gjalda fyrir það í prófkjörum. „Það fellur hratt á hana,“ sagði Bergþór um Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. 

„Þú getur riðið henni skilurðu“

Þá töluðu karlarnir í Miðflokknum með ógeðfelldum hætti um Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. „Hjólum í helvítis tíkina!“ sagði Gunnar Bragi. „Fuck that bitch,“ sagði Bergþór og bætti svo við: „Þú getur riðið henni skilurðu.“ Þá sagði hann: „Það hefur engin gugga teymt mig meira á asnaeyrunum en hún sem ég hef ekki fengið að ríða.“ Sigmundur Davíð sagðist vona að konan hans heyrði ekki til hans, en að hann hefði „alveg verið til í þetta dæmi“. Hins vegar hefði komið í ljós að Lilju væri ekki treystandi. „Og hún spilar á karlmenn eins og kvenfólk kann.“

UN Women: Gunnar Bragi hefur skaðað HeForShe

Í ráðherratíð sinni í utanríkisráðuneytinu vakti Gunnar Bragi heimsathygli fyrir þátttöku sína í He for She átakinu um kynjajafnrétti. „Hingað til hefur umræðan verið í höndum kvenna. En til þess að koma á varanlegum breytingum mega menn ekki vera fjarverandi frá umræðunni. Við karlmenn erum hluti af vandamálinu, en einnig hluti af lausninni,“ skrifaði Gunnar Bragi í grein sem birtist í The Guardian og leikkonan Emma Watson hældi.

Þá stóð Gunnar Bragi og ráðuneyti hans fyrir Rak­ara­stof­uráðstefnunni (e. Barbershop Conference) svokölluðu með Súrínam á þingi Sam­einuðu þjóðanna í New York þar sem markmiðið var að virkja karla í bar­átt­unni fyr­ir jafn­rétti kynj­anna.

UN Women á Íslandi sendi frá sér fréttatilkynningu á föstudag þar sem fram kom að með framgöngu sinni á Klaustri Bar hefði Gunnar Bragi skaðað orðspor HeForShe. Ummæli sem hann lét falla séu óásættanleg og staðfesti hve mikið verk er enn óunnið í baráttunni fyrir kynjajafnrétti á Íslandi.

Árið 2015 hlaut Gunn­ar Bragi jafn­réttisviður­kenn­ingu á flokksþing­i Framsóknarflokksins. „Viður­kenn­ing­in er veitt fyr­ir mikið og óeig­ingjarnt starf í þágu flokks­ins sem varðar að jafna stöðu karla og kvenna,“ sagði í fréttatilkynningu um málið. Á myndinni hér að ofan má sjá Önnu Kolbrúnu Árnadóttur, sem á þessum tíma var formaður Framsóknarkvenna, afhenda Gunnari Braga blómvönd.

„Ég taldi mér trú um að ég yrði að vera kyrr“

„Þetta var erfitt tímabil en ég held að ég að ég hafi komið út sterkari þótt það hafi tekið sinn tíma,“ sagði Ragnheiður Runólfsdóttir, fyrrverandi sunddrottning í viðtalinu við Akureyri vikublað síðasta haust.

„Ef ég horfi til baka sé ég viðvörunarbjöllurnar sem dingluðu, strax í upphafi og út sambandið, en ég hlustaði ekki á þær. Ég vildi ekki ganga aftur í gegnum skilnað og fannst ég þurfa að standa mína plikt; að ég ætti ekki að gera mikið úr þessu, standa mig, vinna, koma börnunum út í heiminn og vera ánægð með mitt. Ég hafði allt – góða vinnu, frábæra fjölskyldu, húsnæði og yndisleg börn og fannst að ég hlyti að geta verið ánægð. Ég taldi mér trú um að ég yrði að vera kyrr, en smám saman gerði ég mér grein fyrir að ég vildi það ekki og ég sé ekki eftir þeirri ákvörðun.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Klausturmálið

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
FréttirKlausturmálið

Berg­þór gerð­ur að nefnd­ar­for­manni með tveim­ur at­kvæð­um – Full­trú­ar annarra flokka sátu hjá

Berg­þór Óla­son klæmd­ist og út­húð­aði stjórn­mála­kon­um á veit­inga­stað í fyrra og tal­aði um mennta­mála­ráð­herra sem „skrokk sem typp­ið á [sér] dygði í“. Í dag tryggðu nefnd­ar­menn um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar hon­um for­mennsku með hjá­setu í at­kvæða­greiðslu, en að­eins Berg­þór og Karl Gauti Hjalta­son greiddu at­kvæði með því að hann yrði formað­ur.
Skýringar Bergþórs og Gunnars Braga á ummælum um Albertínu skiptu ekki máli
FréttirKlausturmálið

Skýr­ing­ar Berg­þórs og Gunn­ars Braga á um­mæl­um um Al­bertínu skiptu ekki máli

Eft­ir að siðanefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að um­mæli Gunn­ars Braga og Berg­þórs Óla­son­ar um Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur og MeT­oo væru brot á siða­regl­um sögð­ust þing­menn­irn­ir hafa ver­ið að lýsa erfiðri reynslu, áreitni og „kyn­ferð­is­broti“. „Hvað við­kem­ur lýsingu BÓ og GBS á sam­skipt­um þeirra við Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur, sbr. kafli 2.5., verð­ur ekki séð að lýsing­ar þeirra á þeim skipti máli við mat á þeim málavöxt­um,“ seg­ir for­sæt­is­nefnd.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár