Guðmundur Hreiðarsson Viborg, stjórnarformaður félagsins sem tekur við rekstri tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice, var nefndur á nafn í Panamaskjölunum. Fyrirtækið sem hefur rekið hátíðina hingað til er ógjaldfært og hafa margir listamanna og starfsmanna enn ekki fengið greitt fyrir vinnu sína. Aðstandendur nýju kennitölunnar eru mikið til þeir sömu og hjá þeirri fyrri, fjölskyldumeðlimir Jóns Ólafssonar vatnsútflytjanda.
Guðmundur var skráður hluthafi Galahan Corp á Bresku Jómfrúareyjum frá janúar 2008. Fyrirtækið var skráð af lögfræðistofunni Mossack Fonseca, sem hélt utan um fjölda íslenskra aflandsfélaga eins og Wintris, félag Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur og Falson & Co., félag Bjarna Benediktssonar.
„Ég átti það einu sinni,“ segir Guðmundur. „Ég get alveg sagt þér eins og er að þetta félag var stofnað og gerði ekki neitt. Það var ekki um neina starfsemi að ræða.“
Milligönguaðili um stofnun félagsins var Nordea Bank í Lúxemborg. Guðmundur var á þessum tíma búsettur í Brautarlandi í …
Athugasemdir