Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

60 fyrirtæki styrktu Sjálfstæðisflokkinn í fyrra

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn tap­aði 15 millj­ón­um í fyrra, en eig­ið fé flokks­ins er 361 millj­ón, sam­kvæmt árs­reikn­ingi. Fram­lög hins op­in­bera voru 120 millj­ón­ir króna á ár­inu.

60 fyrirtæki styrktu Sjálfstæðisflokkinn í fyrra

Stór eignarhaldsfélög, útgerðarfélög, fasteignajöfrar og verslanir voru á meðal stærstu styrktaraðila Sjálfstæðisflokksins í fyrra. Flokkurinn fékk rúmar 15 milljónir króna frá lögaðilum í styrki, en rúmar 44 milljónir frá einstaklingum.

Sjálfstæðisflokkurinn tapaði 15 milljónum króna í fyrra samkvæmt endurskoðuðum ársreikningi sem Ríkisendurskoðun hefur birt. Eigið fé flokksins var 361 milljón króna í árslok 2017  og skuldaði flokkurinn tæpar 422 milljónir.

Framlög ríkissjóðs til Sjálfstæðisflokksins námu tæpum 102 milljónum króna í fyrra og framlög sveitarfélaga tæpum 18 milljónum. Reykjavíkurborg greiddi tæpar 6 milljónir, Kópavogsbær 2 og hálfa milljón og Garðabær 2 milljónir.

Um 60 lögaðilar styrktu flokkinn á síðasta ári. Á meðal þeirra voru fyrirtæki í sjávarútvegi áberandi. Fiskafurðir - umboðssala ehf., Fiskeldi Austfjarða, Hvalur ehf., Ísfélag Vestmannaeyja, Vinnslustöðin og Vísir styrktu öll flokkinn um hámarksupphæð, 400 þúsund krónur. Önnur félög í sjávarútvegi styrktu um lægri upphæðir. Ísfélag Vestmannaeyja og Skinney - Þinganes, sem einnig styrkti flokkin, eru bæði hluthafar í Morgunblaðinu.

Þá eru félög í fjárfestingum og fasteignaviðskiptum áberandi á listanum. Eignarhaldsfélögin Gani ehf. í eigu Tómasar Kristjánssonar og Snæból ehf., í eigu hjón­anna Stein­unn­ar Jóns­dótt­ur og Finns Reyrs Stef­áns­son­ar, styrktu bæði um hámarksupphæð. Bæði eru félögin meðal stærstu hluthafa leigufélagsins Heimavalla. Annað félag Tómasar, Sigla ehf., styrkti einnig um 400 þúsund krónur.

Félög í verslun styrktu einnig flokkinn um hámarksupphæð, meðal annars bílasalan BL, heildsölurnar Ísam og Mata og Síminn. Byggingarfélag Gunnars og Gylfa styrkti einnig um 400 þúsund og það gerðu einnig Kvika banki, Algalíf og lögmannsstofan Juris. Loks kemur fram að leigutekjur flokksins og aðildarfélaga hafi verið tæpar 56 milljónir króna á síðasta ári.

Styrktaraðilar Sjálfstæðisflokksins

2G ehf. 400.000

Advocatus slf. 100.000

AH verktakar ehf. 100.000

Algalíf Iceland ehf. 400.000

Arctic Fish ehf. 200.000

Athafnafélagið slf. 100.000

Álnabær ehf. 100.000

Bergur Konráðsson 100.000

BL ehf. 400.000

Borgun hf. 250.000

Brekkuhús ehf. 400.000

Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf. 400.000

Bær hf. 150.000

Cargo flutningar ehf. 300.000

Dalborg hf. 400.000

Efla hf. . 100.000

Fiskafurðir - umboðssala ehf. 400.000

Fiskeldi Ausfjarða hf. 400.000

Fiskvinnslan Kambur hf. 200.000

Gani ehf. 400.000

Geco ehf. 30.000

GIG fasteignir ehf. 100.000

Globus hf. 50.000

Guðmundur Runólfsson hf. 250.000

Guðmundur Arason ehf. 100.000

HEF kapital ehf. 400.000

HH byggingar ehf. 200.000

Hlér ehf. 400.000

Hólmagil ehf. 400.000

Hraðfrystihúsið Gunnvör hf. 100.000

Hvalur hf. 400.000

Höldur ehf. 50.000

IceMar ehf. 100.000

Ísam ehf. 400.000

Ísfélag Vestmannaeyja hf. 400.000

J.E. Skjanni ehf. 300.000

John Lindsay hf. 200.000

Juris slf. 400.000

Kaðall ehf. 200.000

KEA svf. 250.000

Kristjánssynir-byggingafél ehf. 200.000

Kvika banki hf. 400.000

Landberg ehf. 200.000

Mata hf. 400.000

Oddi prentun og umbúðir ehf. 100.000

Selvík ehf. 400.000

Sigla ehf. 400.000

Síminn hf. 400.000

Skeifan 9 ehf. 350.000

Skinney-Þinganes hf. 300.000

Snæból ehf. 400.000

Stormtré ehf. 250.000

Tak-Malbik ehf. 200.000

Valshöfði ehf. 75.000

Vatnsholt ehf. 200.000

Vélar og verkfæri ehf. 100.000

Vinnslustöðin hf. 400.000

Vísir hf. 400.000

VSB-verkfræðistofa ehf. 75.000

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Auðmenn

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár